Aldrei spurning eftir að Olympiacos kom inn í myndina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2020 14:25 Ögmundur á eftir að leika tvo leiki með AEL Larissa áður en hann fer til Olympiacos. getty/Nicolas Economou Grikklandsmeistarar Olympiacos gengu í dag frá kaupunum á markverðinum Ögmundi Kristinssyni frá AEL Larissa. Hann lék með Larissa í tvö ár og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu með liðinu. „Þetta er búið að eiga sér smá aðdraganda. Ég hef heyrt af áhuga þeirra í einhvern tíma og það er gott að þetta gekk eftir,“ sagði Ögmundur í samtali við Vísi í dag. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Olympiacos. Markvörðurinn er á leið til risa félags sem er það langsigursælasta í grískum fótbolta með 45 meistaratitla og 27 bikartitla. Þá er Olympiacos fastagestur í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er mjög stórt skref upp á við og viðurkenning fyrir það hversu vel hefur gengið hjá mér í Grikklandi. Þetta er mjög spennandi,“ sagði Ögmundur. Hann hafði úr nokkrum kostum að velja en Olympiacos heillaði mest. Það hefur verið mikið um þreifingar og áhuga en ekkert sem ég velti mikið fyrir mér eftir að ég heyrði af áhuga Olympiacos. Þá vissi ég alveg hvert ég vildi fara. Þetta er það stórt félag með stóra sögu. Þeir leikmenn sem ég hef talað við um Olympiacos tala mjög vel um félagið. Jafnaldri hans og félagi í íslenska landsliðinu, Alfreð Finnbogason, lék sem lánsmaður með Olympiacos fyrri hluta tímabilsins 2015-16. Hann skoraði m.a. eftirminnilegt sigurmark fyrir Olympiacos gegn Arsenal í Meistaradeildinni. „Við þekkjumst vel og ég heyrði aðeins í honum og spurði hann álits. Hann talaði mjög vel um félagið og allt í kringum það,“ sagði Ögmundur. Hann hlakkar til að spila með Olympiacos á stærsta sviðinu. „Auðvitað, þetta er lið sem er alltaf í Evrópukeppni. Það spilaði inn í ákvörðunina og eitthvað sem mig langaði að gera. Það er mjög spennandi.“ Ögmundur hefur leikið sem atvinnumaður erlendis síðan 2014.getty/Nicolas Economou Eftir að hafa leikið í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi færði Ögmundur sig um set til Grikklands 2018 þar sem honum hefur gengið allt í haginn. „Þetta var greinilega heillaskref. Ég sé ekki eftir þessu í dag. Planið var að stimpla mig inn á þessum tveimur árum og vonandi komast í stærra lið. Og það gekk eftir,“ sagði markvörðurinn. Portúgalinn José Sá hefur varið mark Olympiacos undanfarin tvö ár. Svo gæti farið að Ögmundi tæki við markvarðarstöðunni hjá grísku meisturunum af honum. „Markvörðurinn þeirra, sem hefur staðið sig frábærlega, hefur verið orðaður við hin og þessi lið og þeir þá að taka mig í staðinn. Ef það gerist hlýtur maður að fá tækifæri. En þetta er Olympiacos þannig ég geri ráð fyrir því að það verði samkeppni þarna,“ sagði Ögmundur. Tímabilið í Grikklandi stendur enn yfir og Ögmundur klárar það með Larissa. Liðið á tvo leiki eftir, gegn Lamia 11. júlí og Xanthi viku seinna. Ögmundur segir ekki ljóst hvenær tímabilið 2020-21 hefst og þá flæki það málin að Olympiacos sé enn í Evrópudeildinni. Henni lýkur í ágúst en Ögmundur á ekki von á því að mega spila með Olympiacos þar. Ögmundur á landsliðsæfingu.vísir/vilhelm Að sögn Ögmundar var ákvörðunin um að fara til Olympiacos ekki tekin með það í huga að auka möguleika hans á að verða aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. „Ég get ekki sagt að það hafi spilað inn í ákvörðunina að fara til Olympiacos. Ég fór bara í Olympiacos því það er risa félag sem sýndi mér áhuga og bauð mér góðan samning. En klárlega eykur þetta möguleika mína í landsliðinu en það verður að koma í ljós,“ sagði Ögmundur að endingu. Fótbolti Grikkland Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Grikklandsmeistarar Olympiacos gengu í dag frá kaupunum á markverðinum Ögmundi Kristinssyni frá AEL Larissa. Hann lék með Larissa í tvö ár og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu með liðinu. „Þetta er búið að eiga sér smá aðdraganda. Ég hef heyrt af áhuga þeirra í einhvern tíma og það er gott að þetta gekk eftir,“ sagði Ögmundur í samtali við Vísi í dag. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Olympiacos. Markvörðurinn er á leið til risa félags sem er það langsigursælasta í grískum fótbolta með 45 meistaratitla og 27 bikartitla. Þá er Olympiacos fastagestur í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er mjög stórt skref upp á við og viðurkenning fyrir það hversu vel hefur gengið hjá mér í Grikklandi. Þetta er mjög spennandi,“ sagði Ögmundur. Hann hafði úr nokkrum kostum að velja en Olympiacos heillaði mest. Það hefur verið mikið um þreifingar og áhuga en ekkert sem ég velti mikið fyrir mér eftir að ég heyrði af áhuga Olympiacos. Þá vissi ég alveg hvert ég vildi fara. Þetta er það stórt félag með stóra sögu. Þeir leikmenn sem ég hef talað við um Olympiacos tala mjög vel um félagið. Jafnaldri hans og félagi í íslenska landsliðinu, Alfreð Finnbogason, lék sem lánsmaður með Olympiacos fyrri hluta tímabilsins 2015-16. Hann skoraði m.a. eftirminnilegt sigurmark fyrir Olympiacos gegn Arsenal í Meistaradeildinni. „Við þekkjumst vel og ég heyrði aðeins í honum og spurði hann álits. Hann talaði mjög vel um félagið og allt í kringum það,“ sagði Ögmundur. Hann hlakkar til að spila með Olympiacos á stærsta sviðinu. „Auðvitað, þetta er lið sem er alltaf í Evrópukeppni. Það spilaði inn í ákvörðunina og eitthvað sem mig langaði að gera. Það er mjög spennandi.“ Ögmundur hefur leikið sem atvinnumaður erlendis síðan 2014.getty/Nicolas Economou Eftir að hafa leikið í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi færði Ögmundur sig um set til Grikklands 2018 þar sem honum hefur gengið allt í haginn. „Þetta var greinilega heillaskref. Ég sé ekki eftir þessu í dag. Planið var að stimpla mig inn á þessum tveimur árum og vonandi komast í stærra lið. Og það gekk eftir,“ sagði markvörðurinn. Portúgalinn José Sá hefur varið mark Olympiacos undanfarin tvö ár. Svo gæti farið að Ögmundi tæki við markvarðarstöðunni hjá grísku meisturunum af honum. „Markvörðurinn þeirra, sem hefur staðið sig frábærlega, hefur verið orðaður við hin og þessi lið og þeir þá að taka mig í staðinn. Ef það gerist hlýtur maður að fá tækifæri. En þetta er Olympiacos þannig ég geri ráð fyrir því að það verði samkeppni þarna,“ sagði Ögmundur. Tímabilið í Grikklandi stendur enn yfir og Ögmundur klárar það með Larissa. Liðið á tvo leiki eftir, gegn Lamia 11. júlí og Xanthi viku seinna. Ögmundur segir ekki ljóst hvenær tímabilið 2020-21 hefst og þá flæki það málin að Olympiacos sé enn í Evrópudeildinni. Henni lýkur í ágúst en Ögmundur á ekki von á því að mega spila með Olympiacos þar. Ögmundur á landsliðsæfingu.vísir/vilhelm Að sögn Ögmundar var ákvörðunin um að fara til Olympiacos ekki tekin með það í huga að auka möguleika hans á að verða aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. „Ég get ekki sagt að það hafi spilað inn í ákvörðunina að fara til Olympiacos. Ég fór bara í Olympiacos því það er risa félag sem sýndi mér áhuga og bauð mér góðan samning. En klárlega eykur þetta möguleika mína í landsliðinu en það verður að koma í ljós,“ sagði Ögmundur að endingu.
Fótbolti Grikkland Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira