Sá gríski tryggði Bucks sigur | Rosalegur leikur hjá Dallas og Houston Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2020 09:30 Þessir tryggðu Houston sigur í ótrúlegum leik. Mike Ehrmann/Getty Images Alls fóru fimm leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Eins og hefur komið ítrekað fram fara allir leikirnir fram í Disney World í Orlandó í hinni svokölluðu NBA-kúlu. Milwaukee Bucks lagði Boston Celtics og þá vann Houston Rockets sigur á Dallas Mavericks í framlengdum leik. Magnað lið Milwaukee Bucks lagði Boston Celtics með sjö stiga mun, 119-112. Að venju fór gríska undrið – Giannis Antetokounmpo – fyrir sínum mönnum í Bucks. Hann var langstigahæstur á vellinum með 36 stig en enginn annar leikmaður vallarins var með yfir 25 stig. Þá tók Giannis 15 fráköst. Leikurinn var jafn nær allan leikinn og segja má að leikurinn hafi unnist í síðasta fjórðung leiksins en fyrir 4. leikhluta var staðan jöfn, 87-87. Bucks gerðu 32 stig í loka fjórðung leiksins og lögðu grunninn að frábærum sigri. Varnarleikur var ekki í hávegum hafður í leik Dallas Mavericks og Houston Rockets þar sem Houston vann fjögurra stiga sigur í framlengdum leik. Stigaskora leiksins var hreint út sagt ótrúlegt en staðan eftir fyrsta fjórðung var 42-42. Alls skoruðu Dallas 87 stig í fyrri hálfleik einum og sér. Houston gafst ekki upp og og náðu að knýja fram framlengingu, staðan 139-139 að loknum leikhlutunum fjórum. Houston vann framlenginguna og þar með fyrsta leik liðsins í NBA-kúlunni. Evrópumennirnir í liði Dallas fóru fyrir sínum mönnum í nótt. Luka Dončić var með þrefalda tvennu. Hann setti 28 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók 13 fráköst. Þá var Kristaps Porziņģis með 39 stig ásamt því að taka 16 stig. 49 PTS (14-20 FGM) 9 REB, 8 AST 3 STL, 3 BLK@JHarden13 does it all in the @HoustonRockets overtime victory! #OneMission #WholeNewGame pic.twitter.com/41rVp1KhNN— NBA (@NBA) August 1, 2020 Hjá Rockets voru svo James Harden og Russell Westbrook í sérflokki. Harden var með 49 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa átta stoðsendingar. Westbrook kom svo þar á eftir með 31 stig og tók 11 fráköst. Leikur Portland Trail Blazers og Memphis Grizzlies fór alla leið í framlengingu. Þar höfðu Trail Blazers betur, 140-135. Hjá Portland voru CJ McCollum, Damian Lillard og Carmelo Anthony frábærir. McCollum setti 33 stig, Lillard var með 29 og gamla brýnið Anthony var með 21 stig. Hjá Grizzlies var Jaren Jackson Jr. með 33 stig og ungstirnið Ja Morant með 22 stig ásamt því að gefa 11 stoðsendingar. @CJMcCollum drops 33 PTS on 14-21 shooting in the @trailblazers OT W! #RipCity #WholeNewGame pic.twitter.com/NN07uPJaPH— NBA (@NBA) August 1, 2020 Önnur úrslit Washington Wizards 112 – 125 Phoenix Suns Brooklyn Nets 118 – 128 – Orlando Magic San Antonio Spurs 129 – 120 Sacramento Kings Körfubolti NBA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Alls fóru fimm leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Eins og hefur komið ítrekað fram fara allir leikirnir fram í Disney World í Orlandó í hinni svokölluðu NBA-kúlu. Milwaukee Bucks lagði Boston Celtics og þá vann Houston Rockets sigur á Dallas Mavericks í framlengdum leik. Magnað lið Milwaukee Bucks lagði Boston Celtics með sjö stiga mun, 119-112. Að venju fór gríska undrið – Giannis Antetokounmpo – fyrir sínum mönnum í Bucks. Hann var langstigahæstur á vellinum með 36 stig en enginn annar leikmaður vallarins var með yfir 25 stig. Þá tók Giannis 15 fráköst. Leikurinn var jafn nær allan leikinn og segja má að leikurinn hafi unnist í síðasta fjórðung leiksins en fyrir 4. leikhluta var staðan jöfn, 87-87. Bucks gerðu 32 stig í loka fjórðung leiksins og lögðu grunninn að frábærum sigri. Varnarleikur var ekki í hávegum hafður í leik Dallas Mavericks og Houston Rockets þar sem Houston vann fjögurra stiga sigur í framlengdum leik. Stigaskora leiksins var hreint út sagt ótrúlegt en staðan eftir fyrsta fjórðung var 42-42. Alls skoruðu Dallas 87 stig í fyrri hálfleik einum og sér. Houston gafst ekki upp og og náðu að knýja fram framlengingu, staðan 139-139 að loknum leikhlutunum fjórum. Houston vann framlenginguna og þar með fyrsta leik liðsins í NBA-kúlunni. Evrópumennirnir í liði Dallas fóru fyrir sínum mönnum í nótt. Luka Dončić var með þrefalda tvennu. Hann setti 28 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók 13 fráköst. Þá var Kristaps Porziņģis með 39 stig ásamt því að taka 16 stig. 49 PTS (14-20 FGM) 9 REB, 8 AST 3 STL, 3 BLK@JHarden13 does it all in the @HoustonRockets overtime victory! #OneMission #WholeNewGame pic.twitter.com/41rVp1KhNN— NBA (@NBA) August 1, 2020 Hjá Rockets voru svo James Harden og Russell Westbrook í sérflokki. Harden var með 49 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa átta stoðsendingar. Westbrook kom svo þar á eftir með 31 stig og tók 11 fráköst. Leikur Portland Trail Blazers og Memphis Grizzlies fór alla leið í framlengingu. Þar höfðu Trail Blazers betur, 140-135. Hjá Portland voru CJ McCollum, Damian Lillard og Carmelo Anthony frábærir. McCollum setti 33 stig, Lillard var með 29 og gamla brýnið Anthony var með 21 stig. Hjá Grizzlies var Jaren Jackson Jr. með 33 stig og ungstirnið Ja Morant með 22 stig ásamt því að gefa 11 stoðsendingar. @CJMcCollum drops 33 PTS on 14-21 shooting in the @trailblazers OT W! #RipCity #WholeNewGame pic.twitter.com/NN07uPJaPH— NBA (@NBA) August 1, 2020 Önnur úrslit Washington Wizards 112 – 125 Phoenix Suns Brooklyn Nets 118 – 128 – Orlando Magic San Antonio Spurs 129 – 120 Sacramento Kings
Körfubolti NBA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira