Ósátt við að Bandaríkin reyni að stýra ferðinni hjá WHO Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2020 22:55 Viðræður um umbætur á WHO hafa staðið yfir í fjóra mánuði. Tilraunir Bandaríkjanna til að reyna að ráða ferðinni þrátt fyrir að þau ætli að segja sig frá stofuninni á næsta ári féllu ekki í kramið hjá Frökkum og Þjóðverjum. Vísir/EPA Frakkar og Þjóðverjar hafa sagt sig frá viðræðum um umbætur á Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Tilraunir fulltrúa Bandaríkjastjórnar til þess að stýra viðræðum þrátt fyrir að hún ætli að segja sig frá stofnunni eru sagðar fara fyrir brjóstið á ríkjunum. Bandaríkjastjórn tilkynnti WHO um að hún ætli að segja sig frá stofnuninni í júlí. Uppsögnin tekur gildi í júlí á næsta ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sakað WHO um að vera undir hæl kínverskra stjórnvalda og að hafa gert mistök í viðbrögðum við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Stjórnendur WHO hafna þeim fullyrðingum hans. Þrátt fyrir að Bandaríkin séu á útleið hafa fulltrúar þeirra reynt að stýra viðræðunum. Þær tilraunir hafa farið öfugt ofan í sum Evrópuríki. Trump-stjórnin er sögð hafa stefnt að því að leggja fram sameiginleg stefnu um breytingar í september, tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Heilbrigðisráðuneyti Frakklands og Þýskalands staðfesta við Reuters-fréttastofuna að ríkin séu andsnúin því að Bandaríkin hafi forgöngu um viðræðurnar þegar þau ætla að segja skilið við stofnunina. „Enginn vill láta draga sig inn í umbótaferli og taka svo við línunni um það frá landi sem var sjálft að ganga úr WHO,“ hefur Reuters eftir hátt settum evrópskum embættismanni sem tekur þátt í viðræðunum. Evrópuríki hafa einnig gagnrýnt störf WHO en ekki gengið eins langt og Bandaríkjastjórn. Drög að breytingum sem bandarísk stjórnvöld lögðu fram voru af mörgum ríkjum talin of gagnrýnin á WHO og jafnvel „dónaleg“. Sum Evrópuríkin telja að telja að gagnrýni Trump á WHO sé ætlað að dreifa athyglinni frá hans eigin mistökum í viðbrögðum við faraldrinum í aðdraganda forsetakosninga í haust. Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Frakkland Bandaríkin Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Frakkar og Þjóðverjar hafa sagt sig frá viðræðum um umbætur á Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Tilraunir fulltrúa Bandaríkjastjórnar til þess að stýra viðræðum þrátt fyrir að hún ætli að segja sig frá stofnunni eru sagðar fara fyrir brjóstið á ríkjunum. Bandaríkjastjórn tilkynnti WHO um að hún ætli að segja sig frá stofnuninni í júlí. Uppsögnin tekur gildi í júlí á næsta ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sakað WHO um að vera undir hæl kínverskra stjórnvalda og að hafa gert mistök í viðbrögðum við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Stjórnendur WHO hafna þeim fullyrðingum hans. Þrátt fyrir að Bandaríkin séu á útleið hafa fulltrúar þeirra reynt að stýra viðræðunum. Þær tilraunir hafa farið öfugt ofan í sum Evrópuríki. Trump-stjórnin er sögð hafa stefnt að því að leggja fram sameiginleg stefnu um breytingar í september, tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Heilbrigðisráðuneyti Frakklands og Þýskalands staðfesta við Reuters-fréttastofuna að ríkin séu andsnúin því að Bandaríkin hafi forgöngu um viðræðurnar þegar þau ætla að segja skilið við stofnunina. „Enginn vill láta draga sig inn í umbótaferli og taka svo við línunni um það frá landi sem var sjálft að ganga úr WHO,“ hefur Reuters eftir hátt settum evrópskum embættismanni sem tekur þátt í viðræðunum. Evrópuríki hafa einnig gagnrýnt störf WHO en ekki gengið eins langt og Bandaríkjastjórn. Drög að breytingum sem bandarísk stjórnvöld lögðu fram voru af mörgum ríkjum talin of gagnrýnin á WHO og jafnvel „dónaleg“. Sum Evrópuríkin telja að telja að gagnrýni Trump á WHO sé ætlað að dreifa athyglinni frá hans eigin mistökum í viðbrögðum við faraldrinum í aðdraganda forsetakosninga í haust.
Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Frakkland Bandaríkin Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira