Skora ekki hjá Liverpool liðinu ef Joe Gomez byrjar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2020 14:00 Joe Gomez er ennþá bara 22 ára gamall og er því framrtíðarmaður fyrir Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL Í öllum meiðslavandræðum miðvarða Liverpool liðsins þá hefur Joe Gomez spilað frábærlega í síðustu leikjum liðsins. Gomez hefur spilað svo vel að hvers kyns tölfræðisamanburður er honum allur í hag. Liverpool vann 2-0 sigur á Sheffield United í gær og vann ekki aðeins ellefta deildarleikinn í röð heldur hélt markinu hreinu fimmta leikinn í röð. Joe Gomez kom inn í miðvarðarstöðuna þegar þeir Joel Matip og Dejan Lovren meiddust. Einhver myndi segja að það skiptir ekki máli hver spili við hlið hins magnaða Virgil van Dijk en það er samt mikill munur á tölfræði Liverpool varnarinnar eftir því hvort hinn 22 ára gamli Joe Gomez sé í byrjunarliðinu eða ekki. Fólkið á Squawka Football tók þessa tölfræði saman hér fyrir neðan. Liverpool's record in the Premier League this season when Joe Gomez does not start: 14 games 2 clean sheets 13 conceded Liverpool's record in the Premier League this season when Joe Gomez starts: 6 games 5 clean sheets 1 conceded Five clean sheets in a row. pic.twitter.com/y5vIsW8ngm— Squawka Football (@Squawka) January 2, 2020 Liverpool hefur því fengið á sig 93 prósent marka sinna á ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu til þessa í þeim fjórtán leikjum sem Joe Gomez hefur ekki verið í byrjunarliðinu. Joe Gomez byrjaði fyrsta deildarleik tímabilsins þar sem Liverpool vann 4-1 sigur á Norwich en þá missti Liverpool markvörðinn sinn Alisson meiddan af velli. Liverpool komst í 4-0 en Finninn Teemu Pukki minnkaði muninn á 64. mínútu. Það er merkilegt mark þegar kemur að Joe Gomez og veru hans í byrjunarliði Liverpool. Það hefur nefnilega enginn annar skorað hjá Liverpool síðan þegar Joe Gomez er í byrjunarliðinu við hlið Virgil van Dijk. Leikurinn á móti Sheffield United var fimmti leikur Joe Gomez í röð í byrjunarliðinu og þeir hafa unnist allir. Mótherjum Liverpool hefur heldur ekki tekist að skora á þessum 450 mínútum. Í leiknum áður en Joe Gomez kom inn í byrjunarliðið vann Liverpool 5-2 sigur á Everton. Dejan Lovren var þá við hlið Van Dijk. Joe Gomez er nú búinn að spila í 485 mínútur í röð í ensku úrvalsdeildinni án þess að fá á sig mark. Hann kom fjórum sinnum inn á sem varamaður í lok leikja frá 10. ágúst til 4. desember en hefur síðan verið fastamaður í síðustu leikjum. Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Sjá meira
Í öllum meiðslavandræðum miðvarða Liverpool liðsins þá hefur Joe Gomez spilað frábærlega í síðustu leikjum liðsins. Gomez hefur spilað svo vel að hvers kyns tölfræðisamanburður er honum allur í hag. Liverpool vann 2-0 sigur á Sheffield United í gær og vann ekki aðeins ellefta deildarleikinn í röð heldur hélt markinu hreinu fimmta leikinn í röð. Joe Gomez kom inn í miðvarðarstöðuna þegar þeir Joel Matip og Dejan Lovren meiddust. Einhver myndi segja að það skiptir ekki máli hver spili við hlið hins magnaða Virgil van Dijk en það er samt mikill munur á tölfræði Liverpool varnarinnar eftir því hvort hinn 22 ára gamli Joe Gomez sé í byrjunarliðinu eða ekki. Fólkið á Squawka Football tók þessa tölfræði saman hér fyrir neðan. Liverpool's record in the Premier League this season when Joe Gomez does not start: 14 games 2 clean sheets 13 conceded Liverpool's record in the Premier League this season when Joe Gomez starts: 6 games 5 clean sheets 1 conceded Five clean sheets in a row. pic.twitter.com/y5vIsW8ngm— Squawka Football (@Squawka) January 2, 2020 Liverpool hefur því fengið á sig 93 prósent marka sinna á ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu til þessa í þeim fjórtán leikjum sem Joe Gomez hefur ekki verið í byrjunarliðinu. Joe Gomez byrjaði fyrsta deildarleik tímabilsins þar sem Liverpool vann 4-1 sigur á Norwich en þá missti Liverpool markvörðinn sinn Alisson meiddan af velli. Liverpool komst í 4-0 en Finninn Teemu Pukki minnkaði muninn á 64. mínútu. Það er merkilegt mark þegar kemur að Joe Gomez og veru hans í byrjunarliði Liverpool. Það hefur nefnilega enginn annar skorað hjá Liverpool síðan þegar Joe Gomez er í byrjunarliðinu við hlið Virgil van Dijk. Leikurinn á móti Sheffield United var fimmti leikur Joe Gomez í röð í byrjunarliðinu og þeir hafa unnist allir. Mótherjum Liverpool hefur heldur ekki tekist að skora á þessum 450 mínútum. Í leiknum áður en Joe Gomez kom inn í byrjunarliðið vann Liverpool 5-2 sigur á Everton. Dejan Lovren var þá við hlið Van Dijk. Joe Gomez er nú búinn að spila í 485 mínútur í röð í ensku úrvalsdeildinni án þess að fá á sig mark. Hann kom fjórum sinnum inn á sem varamaður í lok leikja frá 10. ágúst til 4. desember en hefur síðan verið fastamaður í síðustu leikjum.
Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Sjá meira