Pogba þarf að fara í aðgerð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 08:30 Paul Pogba í leik með Manchester United í vetur. Getty/ James Baylis Endurkoma Paul Pogba í lið Manchester United var stutt að þessu sinni en hann kom til baka rétt fyrir jól eftir langa fjarveru. Nú þarf franski miðjumaðurinn að leggjast á skurðarborðið og verður frá keppni næsta mánuðinn. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti það eftir leikinn á móti Arsenal í gær að Poga yrði ekki með liðinu næstu þrjár til fjórar vikur. Paul Pogba er búinn að glíma við ökklameiðsli síðan í september en hann lék ekki með United liðinu frá 30. september til 22. desember. Paul Pogba to have surgery on ankle injury as doubts about his Manchester United future continue to grow | @SamJDeanhttps://t.co/rC1mOTvwlX— Telegraph Football (@TeleFootball) January 1, 2020 Solskjær vildi þó ekki gera of mikið úr aðgerðinni. „Við höfum skoðað þetta vel og þetta er ekkert stórt. Hann þarf samt að láta laga þetta strax,“ sagði Ole Gunnar Solskjær um aðgerðina. Margir bjuggust við því að Manchester United myndi selja Paul Pogba í janúar en Real Madrid er með hann efst á sínum innkaupalista. Solskjær hefur aftur á mótið haldið því stöðugt fram að Manchester United ætli ekki að selja leikmanninn. Þessi meiðsli Paul Pogba flækja hugsanlega sölu hvort sem er og því má búast við því núna að franski miðjumaðurinn klári þetta tímabil hið minnsta sem leikmaður Manchester United. Paul Pogba hefur spilað samtals átta leiki með Manchester United í öllum keppnum á þessari leiktíð þarf af sjö þeirra í ensku úrvalsdeildinni. Pogba hefur ekki skorað mark sjálfur en gaf tvær stoðsendingar í fyrsta leiknum á móti Chelsea 11. ágúst síðastliðinn. Frá þeim leik hefur hann ekki komið með beinum hætti að marki hjá United liðinu. Enski boltinn Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Endurkoma Paul Pogba í lið Manchester United var stutt að þessu sinni en hann kom til baka rétt fyrir jól eftir langa fjarveru. Nú þarf franski miðjumaðurinn að leggjast á skurðarborðið og verður frá keppni næsta mánuðinn. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti það eftir leikinn á móti Arsenal í gær að Poga yrði ekki með liðinu næstu þrjár til fjórar vikur. Paul Pogba er búinn að glíma við ökklameiðsli síðan í september en hann lék ekki með United liðinu frá 30. september til 22. desember. Paul Pogba to have surgery on ankle injury as doubts about his Manchester United future continue to grow | @SamJDeanhttps://t.co/rC1mOTvwlX— Telegraph Football (@TeleFootball) January 1, 2020 Solskjær vildi þó ekki gera of mikið úr aðgerðinni. „Við höfum skoðað þetta vel og þetta er ekkert stórt. Hann þarf samt að láta laga þetta strax,“ sagði Ole Gunnar Solskjær um aðgerðina. Margir bjuggust við því að Manchester United myndi selja Paul Pogba í janúar en Real Madrid er með hann efst á sínum innkaupalista. Solskjær hefur aftur á mótið haldið því stöðugt fram að Manchester United ætli ekki að selja leikmanninn. Þessi meiðsli Paul Pogba flækja hugsanlega sölu hvort sem er og því má búast við því núna að franski miðjumaðurinn klári þetta tímabil hið minnsta sem leikmaður Manchester United. Paul Pogba hefur spilað samtals átta leiki með Manchester United í öllum keppnum á þessari leiktíð þarf af sjö þeirra í ensku úrvalsdeildinni. Pogba hefur ekki skorað mark sjálfur en gaf tvær stoðsendingar í fyrsta leiknum á móti Chelsea 11. ágúst síðastliðinn. Frá þeim leik hefur hann ekki komið með beinum hætti að marki hjá United liðinu.
Enski boltinn Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira