BA aflýsir ferðum og Starbucks lokar tvö þúsund stöðum í Kína Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2020 08:33 Starbucks opnaði fyrsta stað sinn í Kína í höfuðborginni Peking árið 1999 en alls starfrækir fyrirtækið 4.300 staði í Kína. Getty Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. Breska utanríkisráðuneytið hefur varað fólk við að ferðast til Kína. Á sama tíma hafa fréttir borist að bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks hafi tímabundið lokað um helming útibúa sinna í Kína, um tvö þúsund talsins, til að styðja við bakið á tilraunir kínverskra yfirvalda til að hefta útbreiðslu veirunnar. Í yfirlýsingu frá Starbucks segir að faraldurinn sé líklegur til að hafa áhrif á afkomu félagsins. Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega sex þúsund manns. Veiran hefur nú fundist í sextán löndum utan Kína. Starbucks opnaði fyrsta stað sinn í Kína í höfuðborginni Peking árið 1999 en alls starfrækir fyrirtækið 4.300 staði í Kína. Um 10 prósent tekna fyrirtækisins koma frá starfsemi þess í Kína. Fjöldi stórfyrirtækja hafa ráðlagt starfsfólki sínu að forðast að ferðast til Kína vegna útbreiðslu veirunnar. Þá hefur japanski bílaframleiðandinn Toyota tímabundið lokað framleiðslustöðum sínum í Kína. Fréttir af flugi Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. Breska utanríkisráðuneytið hefur varað fólk við að ferðast til Kína. Á sama tíma hafa fréttir borist að bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks hafi tímabundið lokað um helming útibúa sinna í Kína, um tvö þúsund talsins, til að styðja við bakið á tilraunir kínverskra yfirvalda til að hefta útbreiðslu veirunnar. Í yfirlýsingu frá Starbucks segir að faraldurinn sé líklegur til að hafa áhrif á afkomu félagsins. Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega sex þúsund manns. Veiran hefur nú fundist í sextán löndum utan Kína. Starbucks opnaði fyrsta stað sinn í Kína í höfuðborginni Peking árið 1999 en alls starfrækir fyrirtækið 4.300 staði í Kína. Um 10 prósent tekna fyrirtækisins koma frá starfsemi þess í Kína. Fjöldi stórfyrirtækja hafa ráðlagt starfsfólki sínu að forðast að ferðast til Kína vegna útbreiðslu veirunnar. Þá hefur japanski bílaframleiðandinn Toyota tímabundið lokað framleiðslustöðum sínum í Kína.
Fréttir af flugi Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30