Ein stærsta stjarna háskólaboltans tileinkar Kobe Bryant tímabilið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 15:00 Sabrina Ionescu er frábær körfuboltakona. Getty/Joe Scarnici Körfuboltakonan Sabrina Ionescu hefur verið að gera einstaka hluti með Oregon í bandaríska háskólaboltanum og hefur heldur betur komið skóla sínum á kortið. Sabrina Ionescu og félagar hennar Oregon þurftu að spila leik í gær skömmu eftir að þær fréttu af því að Kobe Bryant og dóttir hann hefðu dáið í þyrluslysi. Sabrina Ionescu þekkti vel Kobe Bryant og dóttur hans Giannu en feðginin voru höfðu mikinn áhuga á hennar leik enda hefur hún allt til alls að verða ein besta körfuboltakona heims. “This season’s for him.” https://t.co/6PGYg7SGXD— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 27, 2020 Sabrina Ionescu gaf kost á stuttu viðtali í leikslok. „Allt sem ég geri það geri ég fyrir hann. Hann var mjög náinn vinur. Þetta tímabil er fyrir hann,“ sagði Sabrina Ionescu. Þjálfari Sabrina Ionescu hjá Oregon segir að hún og Kobe hafi verið í miklu samskiptum og oft haft samskipti nokkrum sinnum í viku. Kobe Bryant og Gianna komu síðast á leik með henni á móti USC í janúar í fyrra þar sem hann talaði við liðið í klefanum eftir leik. Þrátt fyrir áfallið segir þjálfarinn, Kelly Graves, að það hafi aldrei komið til greina hjá Sabrinu að spila ekki leikinn. „Þá þekkir þú Sabrina ekki nógu vel. Hún veit líka að Kobe hefði viljað að hún hefði spilað. Hann sjálfur hefði spilað þennan leik,“ sagði Kelly Graves. Sabrina Ionescu var stigahæst í sínu liði með 19 stig og Oregon vann Oregon State 66-57 Sabrina Ionescu ákvað að spila lokaár sitt með Oregon þrátt fyrir mikinn áhuga frá liðum í WNBA-deildinni. Hún er sú körfuboltakonan sem hefur náð flestum þrennum í sögu háskólaboltans en þær eru núna orðnar 22 eftir að fjórar hafa bæst við í vetur. Sabrina Ionescu er með 15,6 stig, 9,0 fráköst og 8,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með Oregon liðinu í vetur og hefur sett stefnuna á að vinna háskólatitilinn í fyrsta sinn í mars. Það þykir afar líklegt að hún verði valin fyrst í næsta nýliðavali WNBA. Sabrina Ionescu mourns her friend Kobe Bryant ahead of her game against Oregon State. pic.twitter.com/urdYuFSNW5— espnW (@espnW) January 26, 2020 Oregon's Sabrina Ionescu was crying before the start of Sunday's game as she mourns the loss of her friend Kobe Bryant https://t.co/D1grMFFz0i— Sports Illustrated (@SInow) January 26, 2020 Sabrina Ionescu has "Forever 24" and "24" written on her shoes. All of the Oregon players have similar writings on their shoes, showing their love for Kobe Bryant. pic.twitter.com/JcTvbbhMoQ— Ethan Wyss (@WyssEthan22) January 26, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Körfuboltakonan Sabrina Ionescu hefur verið að gera einstaka hluti með Oregon í bandaríska háskólaboltanum og hefur heldur betur komið skóla sínum á kortið. Sabrina Ionescu og félagar hennar Oregon þurftu að spila leik í gær skömmu eftir að þær fréttu af því að Kobe Bryant og dóttir hann hefðu dáið í þyrluslysi. Sabrina Ionescu þekkti vel Kobe Bryant og dóttur hans Giannu en feðginin voru höfðu mikinn áhuga á hennar leik enda hefur hún allt til alls að verða ein besta körfuboltakona heims. “This season’s for him.” https://t.co/6PGYg7SGXD— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 27, 2020 Sabrina Ionescu gaf kost á stuttu viðtali í leikslok. „Allt sem ég geri það geri ég fyrir hann. Hann var mjög náinn vinur. Þetta tímabil er fyrir hann,“ sagði Sabrina Ionescu. Þjálfari Sabrina Ionescu hjá Oregon segir að hún og Kobe hafi verið í miklu samskiptum og oft haft samskipti nokkrum sinnum í viku. Kobe Bryant og Gianna komu síðast á leik með henni á móti USC í janúar í fyrra þar sem hann talaði við liðið í klefanum eftir leik. Þrátt fyrir áfallið segir þjálfarinn, Kelly Graves, að það hafi aldrei komið til greina hjá Sabrinu að spila ekki leikinn. „Þá þekkir þú Sabrina ekki nógu vel. Hún veit líka að Kobe hefði viljað að hún hefði spilað. Hann sjálfur hefði spilað þennan leik,“ sagði Kelly Graves. Sabrina Ionescu var stigahæst í sínu liði með 19 stig og Oregon vann Oregon State 66-57 Sabrina Ionescu ákvað að spila lokaár sitt með Oregon þrátt fyrir mikinn áhuga frá liðum í WNBA-deildinni. Hún er sú körfuboltakonan sem hefur náð flestum þrennum í sögu háskólaboltans en þær eru núna orðnar 22 eftir að fjórar hafa bæst við í vetur. Sabrina Ionescu er með 15,6 stig, 9,0 fráköst og 8,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með Oregon liðinu í vetur og hefur sett stefnuna á að vinna háskólatitilinn í fyrsta sinn í mars. Það þykir afar líklegt að hún verði valin fyrst í næsta nýliðavali WNBA. Sabrina Ionescu mourns her friend Kobe Bryant ahead of her game against Oregon State. pic.twitter.com/urdYuFSNW5— espnW (@espnW) January 26, 2020 Oregon's Sabrina Ionescu was crying before the start of Sunday's game as she mourns the loss of her friend Kobe Bryant https://t.co/D1grMFFz0i— Sports Illustrated (@SInow) January 26, 2020 Sabrina Ionescu has "Forever 24" and "24" written on her shoes. All of the Oregon players have similar writings on their shoes, showing their love for Kobe Bryant. pic.twitter.com/JcTvbbhMoQ— Ethan Wyss (@WyssEthan22) January 26, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum