Körfubolti

Giannis í stuði í fyrsta NBA-leiknum í París

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giannis fann sig vel á franskri grundu.
Giannis fann sig vel á franskri grundu. vísir/getty

Giannis Antetokounmpo skoraði 30 stig og tók 16 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann Charlotte Hornets, 103-116, í fyrsta NBA-leiknum sem fer fram í París.

Meðal áhorfenda voru fótboltastjörnurnar Neymar og Kylian Mbappé sem sáu Milwaukee vinna áttunda leikinn í röð. Liðið er með besta árangurinn í NBA-deildinni í vetur; 40 sigra og sex töp.



Tíu aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Zion Williamson skoraði 15 stig í öðrum leik sínum í NBA, þegar New Orleans Pelicans tapaði fyrir Denver Nuggets, 106-113. Williamson lék í 21 mínútu og tók einnig sex fráköst. Hann hitti úr sjö af níu skotum sínum.



Kawhi Leonard var með þrefalda tvennu þegar Los Angeles Clippers sigraði Miami Heat, 117-122. Þetta var fyrsta þrenna Leonards á ferlinum. Hann skoraði 33 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar.



Russell Westbrook skoraði 45 stig og gaf tíu stoðsendingar í sigri Houston Rockets á Minnesota Timberwolves, 124-131. James Harden hafði hins vegar hægt um sig og skoraði aðeins tólf stig.



Úrslitin í nótt:

Charlotte 103-116 Milwaukee

New Orleans 106-113 Denver

Miami 117-122 LA Clippers

NY Knicks 112-118 Toronto

Minnesota 124-131 Houston

Detroit 112-125 Memphis

Orlando 98-109 Boston

Chicago 81-98 Sacramento

Oklahoma 140-111 Atlanta

San Antonio 99-103 Phoenix

Golden State 118-129 Indiana

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×