Af verðmyndun auðlinda - er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 23. janúar 2020 13:00 Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða um hvaða endurgjald þjóðin eigi að fá fyrir sínar sameiginlegu auðlindir og hefur verðlagning á sjávarafurðum verið mjög áberandi í þeirri umræðu. Ég held að það sé alveg ljóst að mikið vantraust ríkir á milli almennings í landinu og þeirra sem nýta fiskveiðiauðlindina okkar. Á árinu 2019 gaf Verðlagsstofa skiptasverðs út skýrslu þar sem fjallað var um mun á verði á makríl frá Íslandi annarsvegar og Noregi hinsvegar. Tölurnar náðu yfir árin 2012-2018 og voru sláandi. Munaði allt að 300% á því verði sem Norðmenn gefa upp sem meðalverð og því verði sem íslenskir útgerðarmenn gefa upp. Það urðu eðlilega læti í samfélaginu í kringum þessa skýrslu, talsmaður útgerðarmanna kom fram í fjölmiðlum og sagði að þessi munur væri eðlilegur, Norðmenn seldu sinn makríl á dýrari markaði en við Íslendingar og því væri þetta moldviðri. Gott og vel, góð rök segja sumir. Norðmenn hafa unnið baráttuna um betri markaði á unnum makríl. En hvað um makríl til bræðslu? Árið 2018 fékkst 43% hærra verð fyrir makríl til bræðslu í Noregi en á Íslandi samkvæmt skýrslu Verðlagsstofu. Ég er formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna en í því félagi eru meðal annars vélstjórar á fiskiskipum. Á síðustu áratugum hefur verið vaxandi orðrómur um það að útgerðarmenn gefi ekki upp rétt verð á sjávarfangi. Ef rétt reynist er það grafalvarlegt, enda svindla þeir þá ekki bara á launum sjómanna heldur á samfélaginu öllu. Samfélagið allt verður af tekjum ef verð á sjávarafurðum úr okkar sameiginlegri fiskveiðiauðlind er ekki rétt upp gefin. Hafnarsjóðir bæjarfélaganna verða af tekjum, bæjarsjóðir verða af útsvari og ríkissjóður af auðlindagjöldum og tekjuskatti. Kjarasamningar vélstjóra á fiskiskipum hafa verið lausir síðan 1. október síðastliðinn. Um jól og áramót fórum við hjá VM hringinn í kringum landið til þess að hitta félagsmenn okkar og spurðum þá meðal annars hvað félagið eigi að leggja áherslu á í samningaviðræðum við útgerðarmenn. Allir svöruðu þeir á sömu leið; „Við viljum að fiskverð sé gagnsætt og að við fáum greidd rétt laun“. Eðlileg krafa segja flestir. Þegar borið er upp á útgerðarmenn að þeir greiði ekki rétt verð fyrir fiskinn í sjónum til sjómanna og almennings er stutt í hneykslisgírinn og þeir skilja bara ekki hvaðan þessar sögusagnir koma. Í mars árið 2019 lönduðu þrjú skip á Íslandi kolmunna sama dag, hjá sama fyrirtæki, fiski úr sömu torfunni. Tvö þessara skipa voru íslensk og eitt var norskt. Íslensku skipin fengu 25,17 krónur á kíló fyrir sinn farm, en norska skipið fékk 36,07 krónur á kíló fyrir sinn kolmunna. Munurinn er rúmlega 43%. Það er sami verðmunur og var á makríl til bræðslu sumarið áður, er það tilviljun? Af hverju er hægt að borga Norðmönnum svona miklu betur en Íslendingum? Þessu þurfa útgerðarmenn að svara. Sögur af misbresti eru bara svo margar, að almenningur getur ekki lengur setið hjá. Hvað þá stjórnmálamenn. Útlit er fyrir að sameiginlegir sjóðir okkar verði af háum upphæðum í formi skatta og gjalda á hverju einasta ári. Er því nema vona að við hjá VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna spyrjum: Er þetta eðlilegt? Höfundur er formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Helgi Þórarinsson Sjávarútvegur Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða um hvaða endurgjald þjóðin eigi að fá fyrir sínar sameiginlegu auðlindir og hefur verðlagning á sjávarafurðum verið mjög áberandi í þeirri umræðu. Ég held að það sé alveg ljóst að mikið vantraust ríkir á milli almennings í landinu og þeirra sem nýta fiskveiðiauðlindina okkar. Á árinu 2019 gaf Verðlagsstofa skiptasverðs út skýrslu þar sem fjallað var um mun á verði á makríl frá Íslandi annarsvegar og Noregi hinsvegar. Tölurnar náðu yfir árin 2012-2018 og voru sláandi. Munaði allt að 300% á því verði sem Norðmenn gefa upp sem meðalverð og því verði sem íslenskir útgerðarmenn gefa upp. Það urðu eðlilega læti í samfélaginu í kringum þessa skýrslu, talsmaður útgerðarmanna kom fram í fjölmiðlum og sagði að þessi munur væri eðlilegur, Norðmenn seldu sinn makríl á dýrari markaði en við Íslendingar og því væri þetta moldviðri. Gott og vel, góð rök segja sumir. Norðmenn hafa unnið baráttuna um betri markaði á unnum makríl. En hvað um makríl til bræðslu? Árið 2018 fékkst 43% hærra verð fyrir makríl til bræðslu í Noregi en á Íslandi samkvæmt skýrslu Verðlagsstofu. Ég er formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna en í því félagi eru meðal annars vélstjórar á fiskiskipum. Á síðustu áratugum hefur verið vaxandi orðrómur um það að útgerðarmenn gefi ekki upp rétt verð á sjávarfangi. Ef rétt reynist er það grafalvarlegt, enda svindla þeir þá ekki bara á launum sjómanna heldur á samfélaginu öllu. Samfélagið allt verður af tekjum ef verð á sjávarafurðum úr okkar sameiginlegri fiskveiðiauðlind er ekki rétt upp gefin. Hafnarsjóðir bæjarfélaganna verða af tekjum, bæjarsjóðir verða af útsvari og ríkissjóður af auðlindagjöldum og tekjuskatti. Kjarasamningar vélstjóra á fiskiskipum hafa verið lausir síðan 1. október síðastliðinn. Um jól og áramót fórum við hjá VM hringinn í kringum landið til þess að hitta félagsmenn okkar og spurðum þá meðal annars hvað félagið eigi að leggja áherslu á í samningaviðræðum við útgerðarmenn. Allir svöruðu þeir á sömu leið; „Við viljum að fiskverð sé gagnsætt og að við fáum greidd rétt laun“. Eðlileg krafa segja flestir. Þegar borið er upp á útgerðarmenn að þeir greiði ekki rétt verð fyrir fiskinn í sjónum til sjómanna og almennings er stutt í hneykslisgírinn og þeir skilja bara ekki hvaðan þessar sögusagnir koma. Í mars árið 2019 lönduðu þrjú skip á Íslandi kolmunna sama dag, hjá sama fyrirtæki, fiski úr sömu torfunni. Tvö þessara skipa voru íslensk og eitt var norskt. Íslensku skipin fengu 25,17 krónur á kíló fyrir sinn farm, en norska skipið fékk 36,07 krónur á kíló fyrir sinn kolmunna. Munurinn er rúmlega 43%. Það er sami verðmunur og var á makríl til bræðslu sumarið áður, er það tilviljun? Af hverju er hægt að borga Norðmönnum svona miklu betur en Íslendingum? Þessu þurfa útgerðarmenn að svara. Sögur af misbresti eru bara svo margar, að almenningur getur ekki lengur setið hjá. Hvað þá stjórnmálamenn. Útlit er fyrir að sameiginlegir sjóðir okkar verði af háum upphæðum í formi skatta og gjalda á hverju einasta ári. Er því nema vona að við hjá VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna spyrjum: Er þetta eðlilegt? Höfundur er formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun