Vanmetum ekki foreldra Kolbrún Baldursdóttir skrifar 22. janúar 2020 19:00 Vísbendingar eru um að meirihlutinn í borginni endurskoði ákvörðun sína um styttingu opnunartíma leikskóla. Fram hefur komið að nú eigi að gera jafnréttismat og hafa samráð við foreldra sem ekki var gert áður en þessi ákvörðun var tekin. Fram hefur einnig komið að þessi ákvörðun verði ekki staðfest í borgarráði 23. janúar eins og upphaflega stóð til. Tilkynnt hefur verið að þessi breyting taki ekki gildi 1. apríl eins og upphaflega stóð til. Ákvörðun um styttingu opnunartíma leikskóla var samþykkt í skóla- og frístundarráði fyrir stuttu og kom flestum á óvart. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Rökin fyrir ákvörðuninni eru sett í tilfinningalegan búning og tengd við hvað sé barni fyrir bestu. En um það er varla deilt. Hin raunverulega ástæða tel ég vera viljaleysi borgaryfirvalda að hækka laun og bæta aðstæður starfsmanna á leikskólum. Hagsmunir barna ráða för Foreldrar þekkja börn sín, líðan þeirra og þarfir. Sjái foreldrar að níu tímar á dag er of mikið fyrir börn sín á leikskóla bregðast flestir við með því að sækja þau fyrr alltaf þegar þau geta það. Ekki á að vanmeta foreldra eða ganga út frá því að þeir vilji geyma barnið sitt sem lengst í leikskólanum. Börn eru misjöfn í eðli sínu og á þeim er dagamunur eins og gengur. Langflestum börnum þykir gaman á leikskóla enda líður þeim þar vel. Samvera við önnur börn er sérhverju barni bráðnauðsynleg. En áríðandi er, sýni barn leiða og þreytu síðasta klukkutímann í leikskólanum, að foreldrar séu upplýstir um það til að geta leitað annarra leiða þótt ekki væri nema hluta vikunnar. Hagsmunir barna eiga ávallt að ráða för. Það er ekki hlutverk skóla- og frístundarráðs að ala upp foreldra þótt vissulega sé sjálfsagt að koma með ábendingar. Ákvörðun sem þessi hefur víðtæk áhrif á vinnumál mjög margra foreldra. Kerfisbreytingin mun leiða til aukins ójafnvægis og álags fyrir hóp foreldra nema hún sé tekin í samráði við alla hlutaðeigandi aðila. Hún þarf einnig að vera tekin í takti við aðstæður foreldra, atvinnulífið og umræðuna um styttingu vinnuvikunnar. Stytting vinnuviku er nú eitt helsta baráttumál verkalýðshreyfingarinnar. Vegna þess hversu aðstæður eru mismunandi hjá foreldrum er mikilvægt að hafa val. Hvort félagsþjónustan geti fundið viðeigandi lausnir fyrir þá foreldra sem lenda í vandræðum verði opnunartími leikskóla styttur er stór spurning. Það er heldur ekki lausn að setja ábyrgðina um sveigjanlegan opnunartíma í samræmi við þarfir foreldra alfarið á herðar leikskólanna eins og Sjálfstæðisflokkur lagði til í borgarstjórn. Ef öllum foreldrum stendur ekki til boða sami opnunartími býður það upp á hættu á mismunun. Ráðast þarf að rót vandans sem er mannekla og rót mannekluvanda eru lág laun í leikskólum. Einnig þarf að finna leiðir til að létta á álagi og má gera það t.d. með því að vaktaskipta deginum. Lítið pláss og mannekla einkenna leikskóla og það hefur neikvæð áhrif á börn og starfsfólk. Áherslan ætti að vera á að tryggja að slíkar aðstæður séu aldrei í leikskólastarfi. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Vísbendingar eru um að meirihlutinn í borginni endurskoði ákvörðun sína um styttingu opnunartíma leikskóla. Fram hefur komið að nú eigi að gera jafnréttismat og hafa samráð við foreldra sem ekki var gert áður en þessi ákvörðun var tekin. Fram hefur einnig komið að þessi ákvörðun verði ekki staðfest í borgarráði 23. janúar eins og upphaflega stóð til. Tilkynnt hefur verið að þessi breyting taki ekki gildi 1. apríl eins og upphaflega stóð til. Ákvörðun um styttingu opnunartíma leikskóla var samþykkt í skóla- og frístundarráði fyrir stuttu og kom flestum á óvart. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Rökin fyrir ákvörðuninni eru sett í tilfinningalegan búning og tengd við hvað sé barni fyrir bestu. En um það er varla deilt. Hin raunverulega ástæða tel ég vera viljaleysi borgaryfirvalda að hækka laun og bæta aðstæður starfsmanna á leikskólum. Hagsmunir barna ráða för Foreldrar þekkja börn sín, líðan þeirra og þarfir. Sjái foreldrar að níu tímar á dag er of mikið fyrir börn sín á leikskóla bregðast flestir við með því að sækja þau fyrr alltaf þegar þau geta það. Ekki á að vanmeta foreldra eða ganga út frá því að þeir vilji geyma barnið sitt sem lengst í leikskólanum. Börn eru misjöfn í eðli sínu og á þeim er dagamunur eins og gengur. Langflestum börnum þykir gaman á leikskóla enda líður þeim þar vel. Samvera við önnur börn er sérhverju barni bráðnauðsynleg. En áríðandi er, sýni barn leiða og þreytu síðasta klukkutímann í leikskólanum, að foreldrar séu upplýstir um það til að geta leitað annarra leiða þótt ekki væri nema hluta vikunnar. Hagsmunir barna eiga ávallt að ráða för. Það er ekki hlutverk skóla- og frístundarráðs að ala upp foreldra þótt vissulega sé sjálfsagt að koma með ábendingar. Ákvörðun sem þessi hefur víðtæk áhrif á vinnumál mjög margra foreldra. Kerfisbreytingin mun leiða til aukins ójafnvægis og álags fyrir hóp foreldra nema hún sé tekin í samráði við alla hlutaðeigandi aðila. Hún þarf einnig að vera tekin í takti við aðstæður foreldra, atvinnulífið og umræðuna um styttingu vinnuvikunnar. Stytting vinnuviku er nú eitt helsta baráttumál verkalýðshreyfingarinnar. Vegna þess hversu aðstæður eru mismunandi hjá foreldrum er mikilvægt að hafa val. Hvort félagsþjónustan geti fundið viðeigandi lausnir fyrir þá foreldra sem lenda í vandræðum verði opnunartími leikskóla styttur er stór spurning. Það er heldur ekki lausn að setja ábyrgðina um sveigjanlegan opnunartíma í samræmi við þarfir foreldra alfarið á herðar leikskólanna eins og Sjálfstæðisflokkur lagði til í borgarstjórn. Ef öllum foreldrum stendur ekki til boða sami opnunartími býður það upp á hættu á mismunun. Ráðast þarf að rót vandans sem er mannekla og rót mannekluvanda eru lág laun í leikskólum. Einnig þarf að finna leiðir til að létta á álagi og má gera það t.d. með því að vaktaskipta deginum. Lítið pláss og mannekla einkenna leikskóla og það hefur neikvæð áhrif á börn og starfsfólk. Áherslan ætti að vera á að tryggja að slíkar aðstæður séu aldrei í leikskólastarfi. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun