Segir Liverpool þurfa bara einn leikmann og nafn hans byrjar á „M“ og endar á „bappe“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 09:30 Kylian Mbappé á svo sannarlega framtíðina fyrir sér í fótboltanum. Getty/Erwin Spek/ Liverpool liðið er í það góðum málum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar að liðið þarf ekki mikið á nýjum leikmönnum að halda. Það virðist þó vera að sumir stuðningsmenn Liverpool láti sig dreyma um að fá einn mest spennandi leikmann heims til félagsins. Sky Sports fékk Liverpool stuðningsmanninn Big Zuu um að segja sína skoðun á því hvaða leikmann vantar í Liverpool liðið. „Ég held að við þurfum ekki á nýjum leikmanni að halda því leikmannahópurinn í dag er svo góður og ég sé enga þörf til að koma með nýjan mann inn,“ sagði Big Zuu. „Ég held að nýr leikmaður gæti ekki gert liðið betra nema kannski ákveðinn leikmaður,“ sagði Big Zuu. Hvaða leikmenn þarf Liverpool að ná í til að halda yfirburðum sínum næstu tímabil? „Það er einn leikmaður sem við þurfum. Nafnið hans byrjar á „M“ og endar á „bappe“. Ég held að allt myndi breytast ef við fengjum Mbappe,“ sagði Big Zuu eins og sjá má hér fyrir neðan. "There's one player we need - his name begins with 'M' and ends with 'bappe'..." Liverpool fan @ItsBigZuu talks all things #LFC, including some ambitious transfer targets!#TransferTalkpic.twitter.com/i8sjZMx6Wg— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2020 Big Zuu vill líka helst fá inn annan miðvörð við hlið Virgil van Dijk og það þótt hann sé ánægður með Joe Gomez, Joël Matip og Dejan Lovren. Hann nefnir sérstaklega Kalidou Koulibaly hjá Napoli. Big Zuu kipptist allur til þegar sá sem tók viðtalið við hann nefndi möguleikann á því að Liverpool væri með þá Virgil van Dijk og Kalidou Koulibaly í miðri vörninni og Kylian Mbappé í fremstu víglínu. „Það gerir mig svakalega spenntan,“ sagði Big Zuu hlæjandi. Big Zuu ræðir líka aðdáun og samband sitt við fyrirliðann Jordan Henderson. Það má síðan deila um það hversu raunhæft er fyrir Liverpool að kaupa Kylian Mbappé og þurfa líklega að greiða metfé fyrir hann. Jürgen Klopp hefur ekki gert mikið af því að kaupa dýra leikmenn eða leikmenn sem eru orðnir stórstjörnur á heimsvísu. Leikmenn Liverpool hafa orðið það undir leiðsögn hans. Kylian Mbappé er enn bara 21 árs gamall en hann hefur þegar orðið heimsmeistari með Frökkum og hefur skorað 81 mark í 111 leikjum í öllum keppnum með franska stórliðinu Paris Saint-Germain. Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Liverpool liðið er í það góðum málum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar að liðið þarf ekki mikið á nýjum leikmönnum að halda. Það virðist þó vera að sumir stuðningsmenn Liverpool láti sig dreyma um að fá einn mest spennandi leikmann heims til félagsins. Sky Sports fékk Liverpool stuðningsmanninn Big Zuu um að segja sína skoðun á því hvaða leikmann vantar í Liverpool liðið. „Ég held að við þurfum ekki á nýjum leikmanni að halda því leikmannahópurinn í dag er svo góður og ég sé enga þörf til að koma með nýjan mann inn,“ sagði Big Zuu. „Ég held að nýr leikmaður gæti ekki gert liðið betra nema kannski ákveðinn leikmaður,“ sagði Big Zuu. Hvaða leikmenn þarf Liverpool að ná í til að halda yfirburðum sínum næstu tímabil? „Það er einn leikmaður sem við þurfum. Nafnið hans byrjar á „M“ og endar á „bappe“. Ég held að allt myndi breytast ef við fengjum Mbappe,“ sagði Big Zuu eins og sjá má hér fyrir neðan. "There's one player we need - his name begins with 'M' and ends with 'bappe'..." Liverpool fan @ItsBigZuu talks all things #LFC, including some ambitious transfer targets!#TransferTalkpic.twitter.com/i8sjZMx6Wg— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2020 Big Zuu vill líka helst fá inn annan miðvörð við hlið Virgil van Dijk og það þótt hann sé ánægður með Joe Gomez, Joël Matip og Dejan Lovren. Hann nefnir sérstaklega Kalidou Koulibaly hjá Napoli. Big Zuu kipptist allur til þegar sá sem tók viðtalið við hann nefndi möguleikann á því að Liverpool væri með þá Virgil van Dijk og Kalidou Koulibaly í miðri vörninni og Kylian Mbappé í fremstu víglínu. „Það gerir mig svakalega spenntan,“ sagði Big Zuu hlæjandi. Big Zuu ræðir líka aðdáun og samband sitt við fyrirliðann Jordan Henderson. Það má síðan deila um það hversu raunhæft er fyrir Liverpool að kaupa Kylian Mbappé og þurfa líklega að greiða metfé fyrir hann. Jürgen Klopp hefur ekki gert mikið af því að kaupa dýra leikmenn eða leikmenn sem eru orðnir stórstjörnur á heimsvísu. Leikmenn Liverpool hafa orðið það undir leiðsögn hans. Kylian Mbappé er enn bara 21 árs gamall en hann hefur þegar orðið heimsmeistari með Frökkum og hefur skorað 81 mark í 111 leikjum í öllum keppnum með franska stórliðinu Paris Saint-Germain.
Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira