Trae Young magnaður í nótt: „Ég er að verða betri á hverjum degi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 07:30 Trae Young er að verða einn af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar. Getty/Scott Cunningham/ Tímabilið verður alltaf betra og betra fyrir stjörnubakvörðinn Trae Young í NBA-deildinni í körfubolta en verra og verra fyrir Golden State Warriors. Trae Young var kosinn í Stjörnuleik NBA deildarinnar á dögunum og í nótt sýndi hann af hverju. Trae Young var með 39 stig og 18 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann 127-117 sigur á sterku liði Philadelphia 76ers. „Mér fannst ég þurfa að sanna mig aðeins,“ sagði Trae Young eftir leikinn. Trae Young fékk líka nokkra athygli á sig eftir að sagt var frá því að hann hafi verið uppáhaldsleikmaður Gigi Bryant, dóttur Kobe Bryant sem fórst með pabba sínum í þyrluslysinu. Trae Young goes off for 29 PTS, 11 AST in the 1st half. The @ATLHawks lead the @sixers 74-67 at halftime. pic.twitter.com/01ZO5wRggq— NBA (@NBA) January 31, 2020 „Ég held að mér hafi tekist að spila nokkuð vel í kvöld frá upphafi til enda. Ég er að verða betri á hverjum degi,“ sagði Trae Young. Hann er nú í þriðja sæti í stigaskori í deildinni með 29,4 stig í leik og í öðru sæti í stoðsendingum á eftir LeBron James með 9,2 slíkar í leik. Ben Simmons skoraði 31 stig fyrir 76ers og Joel Embiid var með 21 stig og 14 fráköst. Shake Milton skoraði 27 stig. Hjá Atlanta var John Collins með 17 stig og 20 fráköst. Gordon Hayward skoraði 25 stig þegar Boston Celtics vann 119-104 sigur á Golden State Warriors. Marcus Smart var með 17 af 21 stigi sínu í seinni hálfleik í fimmta sigri Boston í síðustu sex leikjum. Jayson Tatum kom aftur inn í lið Boston eftir þriggja leikja fjarveru vegna nárameiðsla og var með 20 stig á 24 mínútum. D’Angelo Russell var atkvæðamestur hjá Golden State liðinu með 22 stig en þetta var fimmta tap liðsins í röð og 39. tapleikur liðsins á tímabilinu. Liðið hefur aðeins unnið tíu. Denver Nuggets vann 106-100 sigur á Utah Jazz í uppgjöri tveggja liða í toppbaráttu Vesturdeildarinnar sem voru með jafnmarga sigra fyrir leikinn. Nikola Jokic var með 28 stig og 10 stoðsendingar í leiknum en það dugði ekki Utah að Jordan Clarkson kom með 37 stig inn af bekknum. Paul George skoraði aðeins 8 stig og Kawhi Leonard kom ekkert inn á völlinn þegar Los Angeles Clippers tapaði á móti Sacramento Kings, 124-103, á heimavelli sínum í Staples Center. De'Aaron Fox skoraði 34 stig fyrir Sacramento. Jayson Tatum (20 PTS) with the fake, foot-work, and floater on TNT. pic.twitter.com/PoRB0AfnAF— NBA (@NBA) January 31, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Golden State Warriors 119-104 Atlanta Hawks - Philadelphia 76ers 127-117 Cleveland Cavaliers - Toronto Raptors 109-115 Washington Wizards - Charlotte Hornets 121-107 Denver Nuggets - Utah Jazz 106-100 Los Angeles Clippers - Sacramento Kings 103-124 Narrated by Paul George, the LA Clippers pay tribute to Kobe Bryant, his daughter Gianna, and all of the lives lost on Sunday. pic.twitter.com/EkSamRXIii— NBA (@NBA) January 31, 2020 The Boston Celtics pay tribute to Kobe Bryant, his daughter Gianna, and all of the lives lost on Sunday. pic.twitter.com/RTdw7ws6oo— NBA (@NBA) January 31, 2020 NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Tímabilið verður alltaf betra og betra fyrir stjörnubakvörðinn Trae Young í NBA-deildinni í körfubolta en verra og verra fyrir Golden State Warriors. Trae Young var kosinn í Stjörnuleik NBA deildarinnar á dögunum og í nótt sýndi hann af hverju. Trae Young var með 39 stig og 18 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann 127-117 sigur á sterku liði Philadelphia 76ers. „Mér fannst ég þurfa að sanna mig aðeins,“ sagði Trae Young eftir leikinn. Trae Young fékk líka nokkra athygli á sig eftir að sagt var frá því að hann hafi verið uppáhaldsleikmaður Gigi Bryant, dóttur Kobe Bryant sem fórst með pabba sínum í þyrluslysinu. Trae Young goes off for 29 PTS, 11 AST in the 1st half. The @ATLHawks lead the @sixers 74-67 at halftime. pic.twitter.com/01ZO5wRggq— NBA (@NBA) January 31, 2020 „Ég held að mér hafi tekist að spila nokkuð vel í kvöld frá upphafi til enda. Ég er að verða betri á hverjum degi,“ sagði Trae Young. Hann er nú í þriðja sæti í stigaskori í deildinni með 29,4 stig í leik og í öðru sæti í stoðsendingum á eftir LeBron James með 9,2 slíkar í leik. Ben Simmons skoraði 31 stig fyrir 76ers og Joel Embiid var með 21 stig og 14 fráköst. Shake Milton skoraði 27 stig. Hjá Atlanta var John Collins með 17 stig og 20 fráköst. Gordon Hayward skoraði 25 stig þegar Boston Celtics vann 119-104 sigur á Golden State Warriors. Marcus Smart var með 17 af 21 stigi sínu í seinni hálfleik í fimmta sigri Boston í síðustu sex leikjum. Jayson Tatum kom aftur inn í lið Boston eftir þriggja leikja fjarveru vegna nárameiðsla og var með 20 stig á 24 mínútum. D’Angelo Russell var atkvæðamestur hjá Golden State liðinu með 22 stig en þetta var fimmta tap liðsins í röð og 39. tapleikur liðsins á tímabilinu. Liðið hefur aðeins unnið tíu. Denver Nuggets vann 106-100 sigur á Utah Jazz í uppgjöri tveggja liða í toppbaráttu Vesturdeildarinnar sem voru með jafnmarga sigra fyrir leikinn. Nikola Jokic var með 28 stig og 10 stoðsendingar í leiknum en það dugði ekki Utah að Jordan Clarkson kom með 37 stig inn af bekknum. Paul George skoraði aðeins 8 stig og Kawhi Leonard kom ekkert inn á völlinn þegar Los Angeles Clippers tapaði á móti Sacramento Kings, 124-103, á heimavelli sínum í Staples Center. De'Aaron Fox skoraði 34 stig fyrir Sacramento. Jayson Tatum (20 PTS) with the fake, foot-work, and floater on TNT. pic.twitter.com/PoRB0AfnAF— NBA (@NBA) January 31, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Golden State Warriors 119-104 Atlanta Hawks - Philadelphia 76ers 127-117 Cleveland Cavaliers - Toronto Raptors 109-115 Washington Wizards - Charlotte Hornets 121-107 Denver Nuggets - Utah Jazz 106-100 Los Angeles Clippers - Sacramento Kings 103-124 Narrated by Paul George, the LA Clippers pay tribute to Kobe Bryant, his daughter Gianna, and all of the lives lost on Sunday. pic.twitter.com/EkSamRXIii— NBA (@NBA) January 31, 2020 The Boston Celtics pay tribute to Kobe Bryant, his daughter Gianna, and all of the lives lost on Sunday. pic.twitter.com/RTdw7ws6oo— NBA (@NBA) January 31, 2020
NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira