Mögnuð frammistaða Mitchell dugði ekki til er Utah tapaði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2020 21:45 Úr leik kvöldsins. Ashley Landis/Getty Images Ef fyrsti leikur úrslitakeppni NBA-deildarinnar er eitthvað til að fara eftir má reikna með stórskemmtilegri keppni næstu vikur. Denver Nuggets unnu Utah Jazz með tíu stiga mun, 135-125, eftir framlengdan leik. Denver voru með tögl og haldir í fyrri hálfleik en Utah – með Donovan Mitchell fremstan í farabroddi – voru aldrei langt undan. Staðan í hálfleik 59-52. Jazz tóku svo öll völd í upphafi síðari hálfleiks og voru yfir áður en haldið var inn í síðasta fjórðung leiksins. Leikurinn sveiflaðist Denver í hag en þegar flautað var til leiksloka var staðan 115-115 og því þurfti að framlengja. The @nuggets take a 1-0 series lead behind Jamal Murray's (@BeMore27) #NBAPlayoffs career-high 36 PTS, 9 AST in the OT win! #WholeNewGame #MileHighBasketballGame 2: Wed. (8/19), 4pm/et - TNT pic.twitter.com/W4GsPQ6F9A— NBA (@NBA) August 17, 2020 Þar reyndust Denver mun sterkari aðilinn og unnu á endanum tíu stiga sigur, lokatölur 135-125. Staðan 1-0 Denver í vil en vinna þarf fjóra leiki til að fara áfram. Eins og áður sagði var Donovan Mitchell ótrúlegur í liði Jazz. Hann skoraði 57 stig og tók níu fráköst. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað meira í leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Donovan Mitchell erupts for the 3rd most points in an #NBAPlayoffs game with 57 in Game 1!(Michael Jordan - 63, Elgin Baylor - 61) pic.twitter.com/Q3h6N2slk1— NBA (@NBA) August 17, 2020 Næst stigahæstur var Joe Ingles með 19 stig. Hjá Denver var Jamal Murray með 36 stig ásamt því að gefa níu stoðsendingar. Nikola Jokić var svo með tvöfalda tvennu en hann setti 29 stig og tók tíu fráköst. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Úrslitakeppni NBA-deildarinnar fer af stað í kvöld Úrslitakeppnin NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum. 17. ágúst 2020 17:45 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Ef fyrsti leikur úrslitakeppni NBA-deildarinnar er eitthvað til að fara eftir má reikna með stórskemmtilegri keppni næstu vikur. Denver Nuggets unnu Utah Jazz með tíu stiga mun, 135-125, eftir framlengdan leik. Denver voru með tögl og haldir í fyrri hálfleik en Utah – með Donovan Mitchell fremstan í farabroddi – voru aldrei langt undan. Staðan í hálfleik 59-52. Jazz tóku svo öll völd í upphafi síðari hálfleiks og voru yfir áður en haldið var inn í síðasta fjórðung leiksins. Leikurinn sveiflaðist Denver í hag en þegar flautað var til leiksloka var staðan 115-115 og því þurfti að framlengja. The @nuggets take a 1-0 series lead behind Jamal Murray's (@BeMore27) #NBAPlayoffs career-high 36 PTS, 9 AST in the OT win! #WholeNewGame #MileHighBasketballGame 2: Wed. (8/19), 4pm/et - TNT pic.twitter.com/W4GsPQ6F9A— NBA (@NBA) August 17, 2020 Þar reyndust Denver mun sterkari aðilinn og unnu á endanum tíu stiga sigur, lokatölur 135-125. Staðan 1-0 Denver í vil en vinna þarf fjóra leiki til að fara áfram. Eins og áður sagði var Donovan Mitchell ótrúlegur í liði Jazz. Hann skoraði 57 stig og tók níu fráköst. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað meira í leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Donovan Mitchell erupts for the 3rd most points in an #NBAPlayoffs game with 57 in Game 1!(Michael Jordan - 63, Elgin Baylor - 61) pic.twitter.com/Q3h6N2slk1— NBA (@NBA) August 17, 2020 Næst stigahæstur var Joe Ingles með 19 stig. Hjá Denver var Jamal Murray með 36 stig ásamt því að gefa níu stoðsendingar. Nikola Jokić var svo með tvöfalda tvennu en hann setti 29 stig og tók tíu fráköst.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Úrslitakeppni NBA-deildarinnar fer af stað í kvöld Úrslitakeppnin NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum. 17. ágúst 2020 17:45 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Úrslitakeppni NBA-deildarinnar fer af stað í kvöld Úrslitakeppnin NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum. 17. ágúst 2020 17:45