Af lýðskrumi og loddurum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 12:00 Það var nokkuð sérstakt að fylgjast með þinginu í gær þegar einföld skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og fyrir veiðirétt á Íslandi var rædd. Ekki að nálgun gömlu stjórnarflokkanna hafi þó komið ýkja á óvart. Eins og þekkt er kom fram í fréttarskýringaþætti Kveiks að greiðslur félagsins fyrir veiðiheimildir í Namibíu væru tvöfalt hærri en hér á landi. Gott væri að fá skýr svör um hvort það sé rétt. Það er liður í því að fá fram upplýsingar sem geta gagnast til uppbyggilegrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið okkar, auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fleira sem þarf að vera á dagskrá stjórnmálanna á næstu misserum. Þótt það sé morgunljóst eftir gærdaginn að ákveðin stjórnmálaöfl munu gera allt til að koma í veg fyrir að svo verði. Það er nefnilega merkilegt ef satt reynist að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu tilbúin til að greiða meira fyrir tímabundinn afnotarétt til eins árs í Namibíu fyrir veiðirétt en það sem fyrirtækin treysta sér til að greiða fyrir ótímabundinn afnotarétt á Íslandi. Nema ástæðan sé sú að sjávarútvegur í Namibíu sé mun betur rekinn og verðmætari en hér á Íslandi. Þann þátt er því sjálfsagt að skoða samhliða ef það er það sem veldur stjórnarþingmönnum mestum áhyggjum. Í öllu falli er ljóst að það þarf að auka gegnsæi og sanngirni við verðlagningu á sjávarauðlindinni en það verður best gert með því að markaðurinn ráði verði á aflaheimildum. Gærdagurinn sýndi ljóslega hversu mikilvægt er að aftengja verðlagningu á okkar sameiginlegu auðlindum við pólitísk ítök og sérhagsmunagæslu. Og tryggja upplýsingar og gegnsæi. Einnig er lykilatriði að samningar verði tímabundnir og tryggja alvöru auðlindaákvæði í stjórnarskrá þar um. Á það leggur Viðreisn ríka áherslu. Varðhundar kerfisins En varðhundar kerfisins, aðallega þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar detta hins vegar í gamalkunnugt gelt. Stóru orðin voru ekki spöruð. Þingmenn minnihlutans voru kallaðir loddarar og lýðskrumarar fyrir það eitt að kalla eftir auknu gegnsæi og upplýsingum um grundvallarmál sem tengjast auðlindanýtingu. Hagsmunirnir eru risavaxnir, það sést á viðbrögðunum. Ef stjórnmálaflokkar meina hinsvegar eitthvað með því að vitna reglulega í 1.grein laga um stjórnun fiskveiða, þar sem segir að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar, þá á enginn að vera hræddur við að allra gagna sé aflað til að styðja við þá sameign og verðlagningu hennar. Blað brotið í sögu þingsins Þegar síðan skýrslubeiðnir almennt eru skoðaðar í sögulegu samhengi er framkvæmdin yfirleitt sú að atkvæðagreiðsla er haldin í þinginu um hvort skýrslubeiðnin skuli leyfð. Minnst 9 flutningsmenn þarf á skýrslubeiðni til að hægt sé að leggja hana fram. Skýrslubeiðni er yfirleitt samþykkt, oftast án umræðu eða sérstakrar mótstöðu. Enda er um mikilvægt aðhaldstæki og eftirlitshlutverk Alþingis, sérstaklega minnihlutans, að ræða. Það er hluti af lýðræðinu að almenningur fái aðgang að upplýsingum er varða almannahag. Nema ætlun ríkisstjórnarinnar sé önnur. Á þessu varð breyting þegar umrædd skýrslubeiðni var afgreidd í gær. Forystufólk Sjálfstæðisflokksins, ásamt fimm öðrum þingmönnum ríkisstjórnarinnar, greiddu atkvæði gegn þessari beiðni okkar, tíu aðrir sátu hjá. Andstaðan var vandlega pökkuð í hnýtingu í orðalag og formsatriði, að þetta sé í raun algjörlega óþörf beiðni, ekki réttu spurningarnar, alltof yfirgripslítil, að verið sé að bera saman epli og appelsínur, og það sem verst er að slík skýrsla og upplýsingarnar sem þar kæmu fram gætu nýst í pólitískri umræðu. Sem sagt pakkað í nauðvörn. Þar með var brotið blað í sögu þingsins. Þetta var í fyrsta skipti í sögunni sem svo margir þingmenn greiða atkvæði gegn skýrslubeiðni og jafnframt í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem ráðherra kýs gegn slíkri beiðni og leggst þar með með jafn afgerandi hætti gegn slíkri upplýsingagjöf. Grímulaus sérhagsmunagæsla Það er í mínum huga ljóst að þessi einfalda beiðni um upplýsingar snerti viðkvæma taug og opinberaði í leiðinni þá grímulausu sérhagsmunagæslu sem íhaldssöm stjórnmálaöfl á þingi hafa stundað um árabil. En ríkisstjórnin eða hluti hennar lítur hins vegar á sig sem einhvers konar rómverskan keisara í þinginu með mikilvægari þumal en aðrir. Og hann vísar upp eða niður eftir því hvort erindi minnihlutans á þingi þóknast þeim eða ekki. Hinn sérstaki kapítuli ríkisstjórnarsáttmálans um eflingu þingsins er hinsvegar orðinn að góðlátlegu gríni. Þótt hvorki Dario Fo né Moliére þættu mikið til þess koma. Við í Viðreisn höfum margítrekað að við eigum áfram að byggja á aflamarkskerfinu sem byggt hefur verið upp frá árinu 1983 ásamt breytingum og styðst við sjálfbæra nýtingu og vísindalega ráðgjöf. Við viljum að samningar um auðlindina verði tímabundnir líkt og auðlindanefndin komst að niðurstöðu um á sínum tíma. Við viljum jafnframt að hluti aflaheimilda, t.d. 5% verði sett á markað á hverju ári og hluti auðlindagjalds renni til uppbyggingar innviða í heimabyggð. Hver grefur undan lýðræðinu? Eftir stendur að við þurfum að byggja upp traust og gegnsæi á einni mikilvægustu atvinnugrein okkar, sjávarútvegi. Upplýsingar á borð við þær sem beðið var um í þinginu í gær eru liður í því. Sama hvað stjórnarþingmenn reyna að segja með upphrópunum og útúrsnúningum. Það hlýtur því að vera eðlilegt að spyrja sig að því hver það er á endanum sem er raunverulega að grafa undan lýðræðinu? Er það sá sem biður um einfaldar upplýsingar er varðar almannahag og gætu varpað mikilvægu ljósi á stjórn fiskveiða í landinu, eða sá sem gerir hvað sem er til þess að grafa undan upplýsingagjöf? Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það var nokkuð sérstakt að fylgjast með þinginu í gær þegar einföld skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og fyrir veiðirétt á Íslandi var rædd. Ekki að nálgun gömlu stjórnarflokkanna hafi þó komið ýkja á óvart. Eins og þekkt er kom fram í fréttarskýringaþætti Kveiks að greiðslur félagsins fyrir veiðiheimildir í Namibíu væru tvöfalt hærri en hér á landi. Gott væri að fá skýr svör um hvort það sé rétt. Það er liður í því að fá fram upplýsingar sem geta gagnast til uppbyggilegrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið okkar, auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fleira sem þarf að vera á dagskrá stjórnmálanna á næstu misserum. Þótt það sé morgunljóst eftir gærdaginn að ákveðin stjórnmálaöfl munu gera allt til að koma í veg fyrir að svo verði. Það er nefnilega merkilegt ef satt reynist að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu tilbúin til að greiða meira fyrir tímabundinn afnotarétt til eins árs í Namibíu fyrir veiðirétt en það sem fyrirtækin treysta sér til að greiða fyrir ótímabundinn afnotarétt á Íslandi. Nema ástæðan sé sú að sjávarútvegur í Namibíu sé mun betur rekinn og verðmætari en hér á Íslandi. Þann þátt er því sjálfsagt að skoða samhliða ef það er það sem veldur stjórnarþingmönnum mestum áhyggjum. Í öllu falli er ljóst að það þarf að auka gegnsæi og sanngirni við verðlagningu á sjávarauðlindinni en það verður best gert með því að markaðurinn ráði verði á aflaheimildum. Gærdagurinn sýndi ljóslega hversu mikilvægt er að aftengja verðlagningu á okkar sameiginlegu auðlindum við pólitísk ítök og sérhagsmunagæslu. Og tryggja upplýsingar og gegnsæi. Einnig er lykilatriði að samningar verði tímabundnir og tryggja alvöru auðlindaákvæði í stjórnarskrá þar um. Á það leggur Viðreisn ríka áherslu. Varðhundar kerfisins En varðhundar kerfisins, aðallega þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar detta hins vegar í gamalkunnugt gelt. Stóru orðin voru ekki spöruð. Þingmenn minnihlutans voru kallaðir loddarar og lýðskrumarar fyrir það eitt að kalla eftir auknu gegnsæi og upplýsingum um grundvallarmál sem tengjast auðlindanýtingu. Hagsmunirnir eru risavaxnir, það sést á viðbrögðunum. Ef stjórnmálaflokkar meina hinsvegar eitthvað með því að vitna reglulega í 1.grein laga um stjórnun fiskveiða, þar sem segir að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar, þá á enginn að vera hræddur við að allra gagna sé aflað til að styðja við þá sameign og verðlagningu hennar. Blað brotið í sögu þingsins Þegar síðan skýrslubeiðnir almennt eru skoðaðar í sögulegu samhengi er framkvæmdin yfirleitt sú að atkvæðagreiðsla er haldin í þinginu um hvort skýrslubeiðnin skuli leyfð. Minnst 9 flutningsmenn þarf á skýrslubeiðni til að hægt sé að leggja hana fram. Skýrslubeiðni er yfirleitt samþykkt, oftast án umræðu eða sérstakrar mótstöðu. Enda er um mikilvægt aðhaldstæki og eftirlitshlutverk Alþingis, sérstaklega minnihlutans, að ræða. Það er hluti af lýðræðinu að almenningur fái aðgang að upplýsingum er varða almannahag. Nema ætlun ríkisstjórnarinnar sé önnur. Á þessu varð breyting þegar umrædd skýrslubeiðni var afgreidd í gær. Forystufólk Sjálfstæðisflokksins, ásamt fimm öðrum þingmönnum ríkisstjórnarinnar, greiddu atkvæði gegn þessari beiðni okkar, tíu aðrir sátu hjá. Andstaðan var vandlega pökkuð í hnýtingu í orðalag og formsatriði, að þetta sé í raun algjörlega óþörf beiðni, ekki réttu spurningarnar, alltof yfirgripslítil, að verið sé að bera saman epli og appelsínur, og það sem verst er að slík skýrsla og upplýsingarnar sem þar kæmu fram gætu nýst í pólitískri umræðu. Sem sagt pakkað í nauðvörn. Þar með var brotið blað í sögu þingsins. Þetta var í fyrsta skipti í sögunni sem svo margir þingmenn greiða atkvæði gegn skýrslubeiðni og jafnframt í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem ráðherra kýs gegn slíkri beiðni og leggst þar með með jafn afgerandi hætti gegn slíkri upplýsingagjöf. Grímulaus sérhagsmunagæsla Það er í mínum huga ljóst að þessi einfalda beiðni um upplýsingar snerti viðkvæma taug og opinberaði í leiðinni þá grímulausu sérhagsmunagæslu sem íhaldssöm stjórnmálaöfl á þingi hafa stundað um árabil. En ríkisstjórnin eða hluti hennar lítur hins vegar á sig sem einhvers konar rómverskan keisara í þinginu með mikilvægari þumal en aðrir. Og hann vísar upp eða niður eftir því hvort erindi minnihlutans á þingi þóknast þeim eða ekki. Hinn sérstaki kapítuli ríkisstjórnarsáttmálans um eflingu þingsins er hinsvegar orðinn að góðlátlegu gríni. Þótt hvorki Dario Fo né Moliére þættu mikið til þess koma. Við í Viðreisn höfum margítrekað að við eigum áfram að byggja á aflamarkskerfinu sem byggt hefur verið upp frá árinu 1983 ásamt breytingum og styðst við sjálfbæra nýtingu og vísindalega ráðgjöf. Við viljum að samningar um auðlindina verði tímabundnir líkt og auðlindanefndin komst að niðurstöðu um á sínum tíma. Við viljum jafnframt að hluti aflaheimilda, t.d. 5% verði sett á markað á hverju ári og hluti auðlindagjalds renni til uppbyggingar innviða í heimabyggð. Hver grefur undan lýðræðinu? Eftir stendur að við þurfum að byggja upp traust og gegnsæi á einni mikilvægustu atvinnugrein okkar, sjávarútvegi. Upplýsingar á borð við þær sem beðið var um í þinginu í gær eru liður í því. Sama hvað stjórnarþingmenn reyna að segja með upphrópunum og útúrsnúningum. Það hlýtur því að vera eðlilegt að spyrja sig að því hver það er á endanum sem er raunverulega að grafa undan lýðræðinu? Er það sá sem biður um einfaldar upplýsingar er varðar almannahag og gætu varpað mikilvægu ljósi á stjórn fiskveiða í landinu, eða sá sem gerir hvað sem er til þess að grafa undan upplýsingagjöf? Höfundur er formaður Viðreisnar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun