Viaplay hirðir enska boltann af TV2 Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 10:45 Pep Guardiola og Jürgen Klopp munu kljást á Viaplay næstu árin. GETTY/ANDREW POWELL Norræna fjölmiðlafyrirtækið Nordic Entertainment Group (NENT), sem gerir út streymisveituna Viaplay, hefur öðlast sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku árin 2022 til 2028. Frá þessu greina norrænir miðlar í morgun, til að mynda vefur TV 2 sem sýnt hefur frá enska boltanum í Noregi um árabil. NENT er nú þegar með sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi til ársins 2022. Þar að auki hefur Viaplay boðið upp á útsendingar frá þýsku bundesligunni, frönsku Ligue 1 og Meistaradeild Evrópu. Þá munu Danir fylgjast með Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar í gegnum streymisveituna. Í samtali við VG segir Olav T. Sandnes, forstjóri TV 2 í Noregi, að tilboð Viaplay í sýningaréttinn hafi einfaldlega verið of hátt. Reikningsdæmið hjá TV 2 hafi ekki gengið upp og því fór sem fór. „Við höfum vitaskuld rétt á því að vera vonsvikin í dag. Við höfum þó alltaf vitað að sýningarrétturinn er aðeins til leigu, ekki eignar. Ég trúi því að enska úrvalsdeildin komi aftur til TV2 einn góðan veðurdag,“ segir Sandnes. Haft er eftir Anders Jensen, forseta og framkvæmdastjóra NENT, í tilkynningu sem send var út vegna tíðindanna að enska úrvalsdeildin hafi verið einn af hornsteinum íþróttatengdrar afþreyingar hjá Viaplay. Nýi sýningarrétturinn í Noregi renni styrkari stoðum undir frekari framþróun á „þessu frábæra íþróttaefni“ að sögn Jensen. Líklegt til að leika sama leikinn hér Viaplay boðaði síðastliðið haust að Íslendingar gætu gerst áskrifendur að norrænu streymisveitunni á fyrri hluta þessa árs. Íslendingar munu þó ekki geta fylgst með leikjum úr enska boltanum eða Meistaradeildinni á Viaplay meðan íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa sýningarréttinn, Síminn að ensku úrvalsdeildinni en Sýn að Meistaradeild Evrópu. Fastlega er hins vegar gert ráð fyrir að Viaplay muni bjóða í sýningarréttinn að báðum deildum á Íslandi þegar fyrirliggjandi samningar renna út. Sýningarréttur Símans rennur út árið 2022 en Sýnar rennur út við lok tímabilsins 2021. Danmörk Enski boltinn Finnland Fjölmiðlar Meistaradeild Evrópu Noregur Svíþjóð Tengdar fréttir Viaplay getur ekki sýnt frá enska boltanum eða Meistaradeildinni Efnisveitan Viaplay mun ekki geta sýnt frá ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni, eða veitt aðgang að öðru efni sem er háð sýningarrétti hér á landi. Þetta er mat fjarskiptafyrirtækjanna Símans og Sýnar. 11. september 2019 08:00 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Norræna fjölmiðlafyrirtækið Nordic Entertainment Group (NENT), sem gerir út streymisveituna Viaplay, hefur öðlast sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku árin 2022 til 2028. Frá þessu greina norrænir miðlar í morgun, til að mynda vefur TV 2 sem sýnt hefur frá enska boltanum í Noregi um árabil. NENT er nú þegar með sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi til ársins 2022. Þar að auki hefur Viaplay boðið upp á útsendingar frá þýsku bundesligunni, frönsku Ligue 1 og Meistaradeild Evrópu. Þá munu Danir fylgjast með Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar í gegnum streymisveituna. Í samtali við VG segir Olav T. Sandnes, forstjóri TV 2 í Noregi, að tilboð Viaplay í sýningaréttinn hafi einfaldlega verið of hátt. Reikningsdæmið hjá TV 2 hafi ekki gengið upp og því fór sem fór. „Við höfum vitaskuld rétt á því að vera vonsvikin í dag. Við höfum þó alltaf vitað að sýningarrétturinn er aðeins til leigu, ekki eignar. Ég trúi því að enska úrvalsdeildin komi aftur til TV2 einn góðan veðurdag,“ segir Sandnes. Haft er eftir Anders Jensen, forseta og framkvæmdastjóra NENT, í tilkynningu sem send var út vegna tíðindanna að enska úrvalsdeildin hafi verið einn af hornsteinum íþróttatengdrar afþreyingar hjá Viaplay. Nýi sýningarrétturinn í Noregi renni styrkari stoðum undir frekari framþróun á „þessu frábæra íþróttaefni“ að sögn Jensen. Líklegt til að leika sama leikinn hér Viaplay boðaði síðastliðið haust að Íslendingar gætu gerst áskrifendur að norrænu streymisveitunni á fyrri hluta þessa árs. Íslendingar munu þó ekki geta fylgst með leikjum úr enska boltanum eða Meistaradeildinni á Viaplay meðan íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa sýningarréttinn, Síminn að ensku úrvalsdeildinni en Sýn að Meistaradeild Evrópu. Fastlega er hins vegar gert ráð fyrir að Viaplay muni bjóða í sýningarréttinn að báðum deildum á Íslandi þegar fyrirliggjandi samningar renna út. Sýningarréttur Símans rennur út árið 2022 en Sýnar rennur út við lok tímabilsins 2021.
Danmörk Enski boltinn Finnland Fjölmiðlar Meistaradeild Evrópu Noregur Svíþjóð Tengdar fréttir Viaplay getur ekki sýnt frá enska boltanum eða Meistaradeildinni Efnisveitan Viaplay mun ekki geta sýnt frá ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni, eða veitt aðgang að öðru efni sem er háð sýningarrétti hér á landi. Þetta er mat fjarskiptafyrirtækjanna Símans og Sýnar. 11. september 2019 08:00 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Viaplay getur ekki sýnt frá enska boltanum eða Meistaradeildinni Efnisveitan Viaplay mun ekki geta sýnt frá ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni, eða veitt aðgang að öðru efni sem er háð sýningarrétti hér á landi. Þetta er mat fjarskiptafyrirtækjanna Símans og Sýnar. 11. september 2019 08:00