Johnson segir Breta ekki þurfa að samræma sig evrópskum reglum Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2020 12:06 Frá Dover-höfn á Suður-Englandi. Framundan eru erfiðar viðræður Breta og ESB um viðskiptasamband þeirra. AP/Matt Dunham Fríverslunarsamningur á milli Bretlands og Evrópusambandsins þarf ekki að fela í sér að Bretar gangist undir evrópskar reglur, að mati Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Á sama tíma gerir Evrópusambandið kröfu um samkomulag um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir séu forsenda fríverslunarsamnings. Bretar urðu fyrsta þjóðin til að ganga úr Evrópusambandinu á föstudagskvöld. Johnson lýsti afstöðu sinni til viðræðna um viðskiptasamband Breta við Evrópusambandið sem nú standa fyrir dyrum í ræðu í London í dag. Þar sagðist hann sækjast efir fríverslunarsamningi en að hann væri ekki tilbúinn að greiða hann hvaða verði sem er. „Það er engin þörf á því að fríverslunarsamningur feli í sér að taka við reglum ESB um samkeppnisstefnu, ríkisstyrki, félagslega vernd, umhverfið eða neitt slíkt, ekkert frekar en að ESB ætti að vera skyldugt til að gangist undir breskar reglur,“ sagði Johnson sem hét því að breskt regluverð yrði að minnsta kosti jafngott og það evrópska, ef ekki betra. Johnson varaði við því að nú fjari undan fríverslun í heiminum og vísaði til viðskiptastríðs Bandaríkjanna, Kína og Evrópusambandsins.AP/Paul Ellis Viðræðurnar eiga að hefjast í næsta mánuði en evrópskir leiðtogar eru sagðir uggandi yfir því hversu skammur tími er til stefnu. Takist samningar ekki fyrir árslok taka innflutningsgjöld og tollar þegar gildi. „Valið er afgerandi ekki á milli „samnings eða einskis samnings“. Spurningin er hvort við semjum um viðskiptasamband við Evrópusambandið sem er sambærilegt við Kanada eða líkara Ástralíu,“ sagði Johnson. AP-fréttastofan segir að verði samband Bretlands við Evrópusambandið í anda þess ástralska þýði það ný innflutningsgjöld og aðrar viðskiptahömlur. Kanadíski fríverslunarsamningurinn við sambandið útrýmdi tollum á flestar vörur. Meiri hömlur eru þó á bankaþjónustu sem er Bretum sérstaklega mikilvæg, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sá samningur var um sjö ár í smíðum. Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, tengdi aðgang Breta að innri markaði sambandsins við aðgang evrópska fiskiskipa að breskum miðum í dag. Enginn fríverslunarsamningur yrði gerður nema Bretar samþykktu gagnkvæm skipti á fiskveiðiheimildum. Samið yrði um þetta tvennt samhliða. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fríverslunarsamningur á milli Bretlands og Evrópusambandsins þarf ekki að fela í sér að Bretar gangist undir evrópskar reglur, að mati Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Á sama tíma gerir Evrópusambandið kröfu um samkomulag um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir séu forsenda fríverslunarsamnings. Bretar urðu fyrsta þjóðin til að ganga úr Evrópusambandinu á föstudagskvöld. Johnson lýsti afstöðu sinni til viðræðna um viðskiptasamband Breta við Evrópusambandið sem nú standa fyrir dyrum í ræðu í London í dag. Þar sagðist hann sækjast efir fríverslunarsamningi en að hann væri ekki tilbúinn að greiða hann hvaða verði sem er. „Það er engin þörf á því að fríverslunarsamningur feli í sér að taka við reglum ESB um samkeppnisstefnu, ríkisstyrki, félagslega vernd, umhverfið eða neitt slíkt, ekkert frekar en að ESB ætti að vera skyldugt til að gangist undir breskar reglur,“ sagði Johnson sem hét því að breskt regluverð yrði að minnsta kosti jafngott og það evrópska, ef ekki betra. Johnson varaði við því að nú fjari undan fríverslun í heiminum og vísaði til viðskiptastríðs Bandaríkjanna, Kína og Evrópusambandsins.AP/Paul Ellis Viðræðurnar eiga að hefjast í næsta mánuði en evrópskir leiðtogar eru sagðir uggandi yfir því hversu skammur tími er til stefnu. Takist samningar ekki fyrir árslok taka innflutningsgjöld og tollar þegar gildi. „Valið er afgerandi ekki á milli „samnings eða einskis samnings“. Spurningin er hvort við semjum um viðskiptasamband við Evrópusambandið sem er sambærilegt við Kanada eða líkara Ástralíu,“ sagði Johnson. AP-fréttastofan segir að verði samband Bretlands við Evrópusambandið í anda þess ástralska þýði það ný innflutningsgjöld og aðrar viðskiptahömlur. Kanadíski fríverslunarsamningurinn við sambandið útrýmdi tollum á flestar vörur. Meiri hömlur eru þó á bankaþjónustu sem er Bretum sérstaklega mikilvæg, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sá samningur var um sjö ár í smíðum. Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, tengdi aðgang Breta að innri markaði sambandsins við aðgang evrópska fiskiskipa að breskum miðum í dag. Enginn fríverslunarsamningur yrði gerður nema Bretar samþykktu gagnkvæm skipti á fiskveiðiheimildum. Samið yrði um þetta tvennt samhliða.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira