Hvar voru þau? Flosi Eiríksson skrifar 18. febrúar 2020 09:00 Það þarf kjark og dugnað til að bera fram og berjast fyrir skoðunum sem ekki eru valdakerfinu endilega þóknanlegar. Sérstaklega á það við þegar málstaðurinn eða sjónarmiðin njóta ef til vill ekki meirihlutahylli eða skilnings innan vébanda hefðbundinna stjórnmála. Frá því ég var á menntaskólaaldri hef ég tekið þátt í margvíslegu starfi á vinstri væng þjóðmála, það hefur verið með misvirkum hætti og misformlegum. Hluti þeirrar þátttöku hefur verið að mæta (stundum stopult) á alls kyns baráttu-, mótmælenda- og samstöðufundi með breiðri flóru af málefnum. Á þeim fundum hef ég dáðst að því óþreytandi baráttufólki sem virðist alltaf hafa tíma og orku til að mæta, styðja og hvetja, - hvernig sem viðrar og hvort sem það eru mannréttindamál, herinn, ný stjórnarskrá, ráðhúsið í Tjörninni, málefni flóttafólks eða kröfuganga 1. maí. Margt af þessu fólki kannast maður við og það hefur að meginstofni skipað sér í tvo stjórnmálaflokka, Samfylkinguna og Vinstri Græn. Nú bregður svo við að láglaunafólk í Reykjavík er í kjarabaráttu og er með kraftmikinn baráttufund í Iðnó. Þá er svo til engin úr þessu mengi mættur, þá sér hvergi bregða fyrir áberandi félagsmönnum þessara flokka. Nú skal varast að dæma bara út frá einum fundi, en ég hef heldur ekki séð blaðagreinar eða umræðu eða stuðning á samfélagsmiðlum, frá þessum félögum. Núna eru flokkarnir í meirihlutasamstarfi í Reykjavík og annar í ríkistjórn. Þá virðist sem ekki megi ,,rugga bátnum“ þá eru hugtök SA um ,,höfrungahlaup“ og ,,stöðugleika“ þeim næsta töm í munni. Hugsjónir um að standa með grundvallarbaráttu láglaunafólks víkja. Þá talar fjarveran ein. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Flosi Eiríksson Kjaramál Samfylkingin Vinstri græn Mest lesið Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf kjark og dugnað til að bera fram og berjast fyrir skoðunum sem ekki eru valdakerfinu endilega þóknanlegar. Sérstaklega á það við þegar málstaðurinn eða sjónarmiðin njóta ef til vill ekki meirihlutahylli eða skilnings innan vébanda hefðbundinna stjórnmála. Frá því ég var á menntaskólaaldri hef ég tekið þátt í margvíslegu starfi á vinstri væng þjóðmála, það hefur verið með misvirkum hætti og misformlegum. Hluti þeirrar þátttöku hefur verið að mæta (stundum stopult) á alls kyns baráttu-, mótmælenda- og samstöðufundi með breiðri flóru af málefnum. Á þeim fundum hef ég dáðst að því óþreytandi baráttufólki sem virðist alltaf hafa tíma og orku til að mæta, styðja og hvetja, - hvernig sem viðrar og hvort sem það eru mannréttindamál, herinn, ný stjórnarskrá, ráðhúsið í Tjörninni, málefni flóttafólks eða kröfuganga 1. maí. Margt af þessu fólki kannast maður við og það hefur að meginstofni skipað sér í tvo stjórnmálaflokka, Samfylkinguna og Vinstri Græn. Nú bregður svo við að láglaunafólk í Reykjavík er í kjarabaráttu og er með kraftmikinn baráttufund í Iðnó. Þá er svo til engin úr þessu mengi mættur, þá sér hvergi bregða fyrir áberandi félagsmönnum þessara flokka. Nú skal varast að dæma bara út frá einum fundi, en ég hef heldur ekki séð blaðagreinar eða umræðu eða stuðning á samfélagsmiðlum, frá þessum félögum. Núna eru flokkarnir í meirihlutasamstarfi í Reykjavík og annar í ríkistjórn. Þá virðist sem ekki megi ,,rugga bátnum“ þá eru hugtök SA um ,,höfrungahlaup“ og ,,stöðugleika“ þeim næsta töm í munni. Hugsjónir um að standa með grundvallarbaráttu láglaunafólks víkja. Þá talar fjarveran ein. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar