Rio Tinto þarf að semja Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 16. febrúar 2020 09:00 Fréttir vikunnar hafa líklega ekki farið framhjá neinum. Rekstur hjá ISAL hefur verið í járnum á undanförnum áratug af ýmsum ástæðum. Nú er svo komið að eigendur fyrirtækisins telja sig knúna til að endurmeta starfsemina. Það er mikilvægt að halda því til haga í þessum hremmingum að launakostnaður vegna almenns starfsfólks verksmiðjunnar er ekki langt frá sögulegu lágmarki. Súrál, skaut og raforka eru kostnaðarliðir sem hafa mun meira að segja um rekstrarhæfni verksmiðjunnar heldur en launakostnaður. Það er líka mikilvægt að hafa það alveg á hreinu að þótt fyrirtækið eigi í rekstrarvanda vegna ýmiss konar kringumstæðna, að þá verður samt að semja við starfsfólkið um kaup og kjör. Það verður ekki hlaupið frá þeirri skyldu. Erfiðleikar ekki skýring Staðan er fordæmalaus. Samningsdrög liggja á borðinu og hafa gert það í nokkurn tíma. Samninganefndir beggja aðila eru sáttar við drögin. En undirskrift fæst hins vegar ekki. Við höfum ekki kynnst þessu áður á íslenskum vinnumarkaði. Vaninn er sá, að þegar að samningar hafa náðst er skrifað undir og stundum meira að segja bakaðar vöfflur. Nú fæst ekki undirskrift. Sú samninganefnd sem við í Rafiðnaðarsambandinu og fleiri félögum höfum átt í viðræðum við virðist ekki hafa haft umboð til að skrifa undir samninga, sem er auðvitað ákaflega sérstakt. Það er alveg skýrt, að ekki er hægt að tefla fram erfiðleikum í rekstri sem réttmætum skýringum á þessu hátterni. Þvert á móti hlýtur það að vera hagsmunamál fyrir Rio Tinto í rekstrarerfiðleikum sínum að eyða allri óvissu varðandi kjarasamninga sem fyrst — koma samningum í höfn — og fyrirbyggja þar með einnig réttmætar aðgerðir af hálfu starfsfólks sem geta vitaskuld verið fyrirtækinu erfiðar. Talað við vegg Við vonum að það komi ekki til átaka, en þolinmæðin er því miður á þrotum. Kjarasamningurinn við ISAL rann út þann 31.maí á síðasta ári. Sjö formlegir fundir voru haldnir hjá Ríkissáttasemjara og góður gangur var í viðræðunum á nýju ári. Samninganefndir náðu loksins saman um innihald og umfang samningstexta fyrir tæpum mánuði síðan. Þegar í ljós kom að umboð til að skrifa undir skorti voru bókaðar viðræður þann 28.janúar til þess að komast til botns í málinu. Þær viðræður voru árangurslausar og í raun mjög sérstakarFyrir lágu drög að tveimur samningum, samninganefnd fyrirtækisins var sátt við þau samningsdrög en viðsemjandi okkar vildi samt ekki skrifa undir.Líklega væri hægt að skrifa um svona kringumstæður hina athyglisverðustu skáldsögu. „Talað við vegg“ gæti hún heitið. Fulltrúar starfsfólks hafa nálgast þessar samningaviðræður af heilindum og talið sig sýna nægjanlegan sveigjanleika og skilning á erfiðum aðstæðum í rekstri ISAL, þótt ekki sé hægt að halda því fram á nokkurn hátt að starfsfólk fyrirtækisins eigi að bera ábyrgð á þeirri stöðu. Við trúum því ekki að eftir mjög vandasamar viðræður skuli fyrirtækið líta svo á að það sé einhvern hátt ábyrgt og farsælt að koma svona fram við starfsfólk fyrirtækisins. Nóg var að starfsfólk álversins þyrfti að þola samningsleysi í marga mánuði. Það er að bíta höfuðið af skömminni að skrifa svo ekki undir loksins þegar samningum er náð.Sem formanni Rafiðnaðarsambandsins ber mér að tilkynna að okkar félagsmenn hjá ISAL munu að sjálfsögðu grípa til réttmætra aðgerða verði ekki skrifað undir samning á næstu dögum. Þær aðgerðir yrðu alfarið á ábyrgð eiganda verksmiðjunnar, Rio Tinto.Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Kjaramál Orkumál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Fréttir vikunnar hafa líklega ekki farið framhjá neinum. Rekstur hjá ISAL hefur verið í járnum á undanförnum áratug af ýmsum ástæðum. Nú er svo komið að eigendur fyrirtækisins telja sig knúna til að endurmeta starfsemina. Það er mikilvægt að halda því til haga í þessum hremmingum að launakostnaður vegna almenns starfsfólks verksmiðjunnar er ekki langt frá sögulegu lágmarki. Súrál, skaut og raforka eru kostnaðarliðir sem hafa mun meira að segja um rekstrarhæfni verksmiðjunnar heldur en launakostnaður. Það er líka mikilvægt að hafa það alveg á hreinu að þótt fyrirtækið eigi í rekstrarvanda vegna ýmiss konar kringumstæðna, að þá verður samt að semja við starfsfólkið um kaup og kjör. Það verður ekki hlaupið frá þeirri skyldu. Erfiðleikar ekki skýring Staðan er fordæmalaus. Samningsdrög liggja á borðinu og hafa gert það í nokkurn tíma. Samninganefndir beggja aðila eru sáttar við drögin. En undirskrift fæst hins vegar ekki. Við höfum ekki kynnst þessu áður á íslenskum vinnumarkaði. Vaninn er sá, að þegar að samningar hafa náðst er skrifað undir og stundum meira að segja bakaðar vöfflur. Nú fæst ekki undirskrift. Sú samninganefnd sem við í Rafiðnaðarsambandinu og fleiri félögum höfum átt í viðræðum við virðist ekki hafa haft umboð til að skrifa undir samninga, sem er auðvitað ákaflega sérstakt. Það er alveg skýrt, að ekki er hægt að tefla fram erfiðleikum í rekstri sem réttmætum skýringum á þessu hátterni. Þvert á móti hlýtur það að vera hagsmunamál fyrir Rio Tinto í rekstrarerfiðleikum sínum að eyða allri óvissu varðandi kjarasamninga sem fyrst — koma samningum í höfn — og fyrirbyggja þar með einnig réttmætar aðgerðir af hálfu starfsfólks sem geta vitaskuld verið fyrirtækinu erfiðar. Talað við vegg Við vonum að það komi ekki til átaka, en þolinmæðin er því miður á þrotum. Kjarasamningurinn við ISAL rann út þann 31.maí á síðasta ári. Sjö formlegir fundir voru haldnir hjá Ríkissáttasemjara og góður gangur var í viðræðunum á nýju ári. Samninganefndir náðu loksins saman um innihald og umfang samningstexta fyrir tæpum mánuði síðan. Þegar í ljós kom að umboð til að skrifa undir skorti voru bókaðar viðræður þann 28.janúar til þess að komast til botns í málinu. Þær viðræður voru árangurslausar og í raun mjög sérstakarFyrir lágu drög að tveimur samningum, samninganefnd fyrirtækisins var sátt við þau samningsdrög en viðsemjandi okkar vildi samt ekki skrifa undir.Líklega væri hægt að skrifa um svona kringumstæður hina athyglisverðustu skáldsögu. „Talað við vegg“ gæti hún heitið. Fulltrúar starfsfólks hafa nálgast þessar samningaviðræður af heilindum og talið sig sýna nægjanlegan sveigjanleika og skilning á erfiðum aðstæðum í rekstri ISAL, þótt ekki sé hægt að halda því fram á nokkurn hátt að starfsfólk fyrirtækisins eigi að bera ábyrgð á þeirri stöðu. Við trúum því ekki að eftir mjög vandasamar viðræður skuli fyrirtækið líta svo á að það sé einhvern hátt ábyrgt og farsælt að koma svona fram við starfsfólk fyrirtækisins. Nóg var að starfsfólk álversins þyrfti að þola samningsleysi í marga mánuði. Það er að bíta höfuðið af skömminni að skrifa svo ekki undir loksins þegar samningum er náð.Sem formanni Rafiðnaðarsambandsins ber mér að tilkynna að okkar félagsmenn hjá ISAL munu að sjálfsögðu grípa til réttmætra aðgerða verði ekki skrifað undir samning á næstu dögum. Þær aðgerðir yrðu alfarið á ábyrgð eiganda verksmiðjunnar, Rio Tinto.Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar