Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2020 07:00 Hörður leikur í 2. deild karla en tók einnig þátt í bikarkeppninni í vetur. Facebook/@hordur.isafjordur Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. Liðin mættust á Ísafirði í 1. umferð bikarkeppninnar og unnu Þórsarar 39-16. Samkvæmt reglum HSÍ eiga félög að skipta ferðakostnaði aðkomuliðs á milli sín og segir í pistli Ísfirðinga að aldrei hafi Hörður þurft að borga meira en 140.000 krónur vegna ferðakostnaðar mótherja sinna í gegnum tíðina. Hins vegar hafi Þórsarar metið ferðakostnað sinn á rétt rúmlega 800.000 krónur, og því sé kostnaður Harðar 400.000 krónur vegna eins leiks.Samkvæmt pistlinum komst mótanefnd HSÍ að þeirri niðurstöðu að þessi kostnaður væri réttlætanlegur. Þórsarar ferðuðust í leikinn með flugi en Harðarmenn spyrja sig hvort að sú ákvörðun eigi að bitna á þeim, sem ferðist sjálfir akandi að minnsta kosti 445 kílómetra í alla sína útileiki. Það að borga 400.000 krónur sligi lítið félag eins og Hörð. „Það er ágætt að það komi fram að Hörður spilaði leik við ÞórU í janúar á útivelli. Akstur til Akureyrar, gisting og akstur heim kostaði 120.000 kr eða rétt tæpum 480.000 kr. minna en ferðakostnaður Þórs til Ísafjarðar. Áhugasömum skal bent á að um er að ræða jafnlanga leið frá Akureyri til Ísafjarðar eins og frá Ísafirði til Akureyrar,“ segir í pistli Harðar, þar sem að lokum segir: „Handboltinn er sjálfum sér verstur. Ömurleg niðurstaða mótanefndar sem er staðfest af stjórn HSÍ. Svona vex handboltinn ekki. Svona deyr hann. Hafið skömm fyrir þeir sem tóku ákvörðun um þetta hjá Þór og mótanefnd. Afsökunarbeiðnir eða eftiráskýringar skila engu úr þessu. Leiðréttingar eða lagfæringar eru að litlu gagni því tjónið er orðið. Ánægja okkar af þátttökunni er farin.“ Í svari á Facebook-síðu Harðar segir Þorvaldur Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, að lýsingar Ísfirðinga séu mjög einhliða og upplýsingar ekki réttar, án þess þó að fara nánar út í það að hvaða leyti þær séu rangar. Bendir Þorvaldur á að Þórsarar fari eftir formúlu frá HSÍ og að þeir hafi sjálfir þurft að greiða svipaða upphæð þegar þeir fengu Selfoss í heimsókn í næstu umferð bikarkeppninnar: „Þannig að ef þetta er rangt, þá þarf hreinlega að endurskoða uppgjör fleiri bikarleikja. Kannski er það eina rétta. En það verður sambandið að segja til um. Vill árétta, Þór hefur ekkert rangt gert. Bara farið eftir formúlu sem fengin var frá HSÍ,“ skrifar Þorvaldur. Akureyri Ísafjarðarbær Íslenski handboltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Í beinni: Valur - Fram | Lýkur óhemju langri sigurgöngu Vals? Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Sjá meira
Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. Liðin mættust á Ísafirði í 1. umferð bikarkeppninnar og unnu Þórsarar 39-16. Samkvæmt reglum HSÍ eiga félög að skipta ferðakostnaði aðkomuliðs á milli sín og segir í pistli Ísfirðinga að aldrei hafi Hörður þurft að borga meira en 140.000 krónur vegna ferðakostnaðar mótherja sinna í gegnum tíðina. Hins vegar hafi Þórsarar metið ferðakostnað sinn á rétt rúmlega 800.000 krónur, og því sé kostnaður Harðar 400.000 krónur vegna eins leiks.Samkvæmt pistlinum komst mótanefnd HSÍ að þeirri niðurstöðu að þessi kostnaður væri réttlætanlegur. Þórsarar ferðuðust í leikinn með flugi en Harðarmenn spyrja sig hvort að sú ákvörðun eigi að bitna á þeim, sem ferðist sjálfir akandi að minnsta kosti 445 kílómetra í alla sína útileiki. Það að borga 400.000 krónur sligi lítið félag eins og Hörð. „Það er ágætt að það komi fram að Hörður spilaði leik við ÞórU í janúar á útivelli. Akstur til Akureyrar, gisting og akstur heim kostaði 120.000 kr eða rétt tæpum 480.000 kr. minna en ferðakostnaður Þórs til Ísafjarðar. Áhugasömum skal bent á að um er að ræða jafnlanga leið frá Akureyri til Ísafjarðar eins og frá Ísafirði til Akureyrar,“ segir í pistli Harðar, þar sem að lokum segir: „Handboltinn er sjálfum sér verstur. Ömurleg niðurstaða mótanefndar sem er staðfest af stjórn HSÍ. Svona vex handboltinn ekki. Svona deyr hann. Hafið skömm fyrir þeir sem tóku ákvörðun um þetta hjá Þór og mótanefnd. Afsökunarbeiðnir eða eftiráskýringar skila engu úr þessu. Leiðréttingar eða lagfæringar eru að litlu gagni því tjónið er orðið. Ánægja okkar af þátttökunni er farin.“ Í svari á Facebook-síðu Harðar segir Þorvaldur Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, að lýsingar Ísfirðinga séu mjög einhliða og upplýsingar ekki réttar, án þess þó að fara nánar út í það að hvaða leyti þær séu rangar. Bendir Þorvaldur á að Þórsarar fari eftir formúlu frá HSÍ og að þeir hafi sjálfir þurft að greiða svipaða upphæð þegar þeir fengu Selfoss í heimsókn í næstu umferð bikarkeppninnar: „Þannig að ef þetta er rangt, þá þarf hreinlega að endurskoða uppgjör fleiri bikarleikja. Kannski er það eina rétta. En það verður sambandið að segja til um. Vill árétta, Þór hefur ekkert rangt gert. Bara farið eftir formúlu sem fengin var frá HSÍ,“ skrifar Þorvaldur.
Akureyri Ísafjarðarbær Íslenski handboltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Í beinni: Valur - Fram | Lýkur óhemju langri sigurgöngu Vals? Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Sjá meira