Samsung opinberaði nýjan samanbrjótanlegan síma Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2020 13:48 Galaxy Fold, fékk dræmar móttökur en Samsung vonast til þess að Galaxy Z Flip verði betur tekið. AP/Jeff Chiu Starfsmenn Samsung kynntu í gær nýjan síma frá fyrirtækinu sem hægt er að brjóta saman. Fyrri síminn, Galaxy Fold, fékk dræmar móttökur en Samsung vonast til þess að Galaxy Z Flip verði betur tekið. Mikill munur er á símunum, miðað við fyrstu viðbrögð fjölmiðla ytra, og sá helsti er að skjár símans er úr samanbrjótanlegu gleri en ekki plasti. Þar að auki er Flip ódýrari en Fold. Blaðamönnum var gert kleift að fikta við símana í gær og virðast þeir allir sammála um að Flip sé mun betri sími en Fold, þó þeir séu töluvert öðruvísi símar og Flip sé aðeins minni. Galaxy Fold er með 4,6 tommu skjá, þegar hann er lokaður, og 7,3 tommu skjá þegar hann er opinn. Skjár Flip, þegar hann er opinn, er 6,9 tommur. Einnig virðist sem að Flip virki mun öflugri en Fold en Samsung lofar því að síminn þol minnst 200 þúsund samanbrot. Ef við miðum við að almennur notandi taki síma sinn upp hundrað sinnum á dag, þá ætti síminn að duga í meira en fimm ár. Þá er hægt að nota símann sitjandi og skipta skjánum til helminga og tekur síminn mið af því. Hér að neðan má sjá kynninguna í gær og viðbrögð nokkurra blaðamanna. Samsung Tækni Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Starfsmenn Samsung kynntu í gær nýjan síma frá fyrirtækinu sem hægt er að brjóta saman. Fyrri síminn, Galaxy Fold, fékk dræmar móttökur en Samsung vonast til þess að Galaxy Z Flip verði betur tekið. Mikill munur er á símunum, miðað við fyrstu viðbrögð fjölmiðla ytra, og sá helsti er að skjár símans er úr samanbrjótanlegu gleri en ekki plasti. Þar að auki er Flip ódýrari en Fold. Blaðamönnum var gert kleift að fikta við símana í gær og virðast þeir allir sammála um að Flip sé mun betri sími en Fold, þó þeir séu töluvert öðruvísi símar og Flip sé aðeins minni. Galaxy Fold er með 4,6 tommu skjá, þegar hann er lokaður, og 7,3 tommu skjá þegar hann er opinn. Skjár Flip, þegar hann er opinn, er 6,9 tommur. Einnig virðist sem að Flip virki mun öflugri en Fold en Samsung lofar því að síminn þol minnst 200 þúsund samanbrot. Ef við miðum við að almennur notandi taki síma sinn upp hundrað sinnum á dag, þá ætti síminn að duga í meira en fimm ár. Þá er hægt að nota símann sitjandi og skipta skjánum til helminga og tekur síminn mið af því. Hér að neðan má sjá kynninguna í gær og viðbrögð nokkurra blaðamanna.
Samsung Tækni Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira