Steve McClaren segir að Van Dijk sé sá eini hjá Liverpool sem kæmist í 1999 liðið hjá United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 15:45 Liverpool og Manchester United unnu bæði Meistaradeildina með þessum liðum. Samsett/Getty Fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga telur að flestir af stjörnuleikmönnum Liverpool í dag séu ekki nógu góður til að komast í þrennulið Manchester United frá 1998-99 tímabilinu. Liverpool er að rúlla yfir ensku úrvalsdeildina í vetur og það hefur kallað á samanburð við önnur frábær ensk lið í gegnum tíðina. Lið Sir Alex Ferguson frá 1998-98 vann alla þrjá stóru titlana á ss dögum í maímánuði 1999. Liðið vann ensku deildina 16. maí með 2-1 endurkomusigri á Tottenham, enski bikarinn vannst eftir 2-0 sigur á Newcastle á Wembley 22. maí og liðið vann síðan meistaradeildina eftir 2-1 endurkomusigur á Bayern München þar sem bæði mörkin komu í uppbótatíma. Nothing like a bit of a lunchtime debate.. Use our selector on the link below to pick your combined XI from Manchester United's 'Treble Winners' and the current Premier League leaders...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 11, 2020 En stenst þetta Liverpool liðið í dag, ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari félagsliða, samanburð fyrir United liðið frá því fyrir rúmum tuttugu árum? Sky Sports er nú að bjóða upp á það að velja eitt ellefu manna úrvalslið úr leikmannahópum Liverpool 2019-20 og Manchester United 1998-99. Steve McClaren bar aðstoðarstjóri Sir Alex Ferguson þetta 1998-99 tímabil en hann stýrði seinna Middlesbrough, enska landsliðinu og Newcastle United svo einhver lið séu nefnd. McClaren er á því að aðeins einn leikmaður úr Liverpool liðinu kæmist í þetta úrvalslið. Það er hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk. „Virgil van Dijk við hlið Jaap Stam. Það kæmist enginn framhjá þeim,“ sagði Steve McClaren við Sky Sports. „Að mínu mati væri það aðeins Van Dijk sem kæmist í þetta United lið. Þegar þú horfir á þetta Manchester United lið þá sérðu leiðtoga út um allan völl. Leiðtogahæfni liðsins var lykilatriðið,“ sagði McClaren. Manchester United frá 1998-99 spilaði 4-4-2 en Liverpool liðið í dag spilar 4-3-3. Hér er hægt að kjósa í liðið og nú er að sjá hvort stuðningsmenn félaganna á Íslandi geti látið eitthvað til sín taka. Enski boltinn Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga telur að flestir af stjörnuleikmönnum Liverpool í dag séu ekki nógu góður til að komast í þrennulið Manchester United frá 1998-99 tímabilinu. Liverpool er að rúlla yfir ensku úrvalsdeildina í vetur og það hefur kallað á samanburð við önnur frábær ensk lið í gegnum tíðina. Lið Sir Alex Ferguson frá 1998-98 vann alla þrjá stóru titlana á ss dögum í maímánuði 1999. Liðið vann ensku deildina 16. maí með 2-1 endurkomusigri á Tottenham, enski bikarinn vannst eftir 2-0 sigur á Newcastle á Wembley 22. maí og liðið vann síðan meistaradeildina eftir 2-1 endurkomusigur á Bayern München þar sem bæði mörkin komu í uppbótatíma. Nothing like a bit of a lunchtime debate.. Use our selector on the link below to pick your combined XI from Manchester United's 'Treble Winners' and the current Premier League leaders...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 11, 2020 En stenst þetta Liverpool liðið í dag, ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari félagsliða, samanburð fyrir United liðið frá því fyrir rúmum tuttugu árum? Sky Sports er nú að bjóða upp á það að velja eitt ellefu manna úrvalslið úr leikmannahópum Liverpool 2019-20 og Manchester United 1998-99. Steve McClaren bar aðstoðarstjóri Sir Alex Ferguson þetta 1998-99 tímabil en hann stýrði seinna Middlesbrough, enska landsliðinu og Newcastle United svo einhver lið séu nefnd. McClaren er á því að aðeins einn leikmaður úr Liverpool liðinu kæmist í þetta úrvalslið. Það er hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk. „Virgil van Dijk við hlið Jaap Stam. Það kæmist enginn framhjá þeim,“ sagði Steve McClaren við Sky Sports. „Að mínu mati væri það aðeins Van Dijk sem kæmist í þetta United lið. Þegar þú horfir á þetta Manchester United lið þá sérðu leiðtoga út um allan völl. Leiðtogahæfni liðsins var lykilatriðið,“ sagði McClaren. Manchester United frá 1998-99 spilaði 4-4-2 en Liverpool liðið í dag spilar 4-3-3. Hér er hægt að kjósa í liðið og nú er að sjá hvort stuðningsmenn félaganna á Íslandi geti látið eitthvað til sín taka.
Enski boltinn Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira