Meira af verðmyndun auðlinda – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 11. febrúar 2020 09:00 Í grein hér á Vísi fyrir rúmum tveimur vikum fór ég aðeins yfir verðmyndun á sjávarafurðum þar sem ég fór yfir verðmyndun á makríl og kolmuna. Þar ræddi ég meðal annars þann mikla verðmun sem er á makríl á Íslandi og Noregi og einnig þann mikla mun sem er á verði til íslenskra og norskra skipa þegar kolmunna er landað í íslenskar verksmiður til bræðslu. En það er fleira sem hefur vakið athygli okkar hjá VM - félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Árið 2016 lét fjármála- og efnahagsráðuneytið útbúa fyrir sig skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Í þeim starfshóp áttu sæti meðal annars fólk frá Fjármálaeftirlitinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Hagstofu Íslands, Seðlabanka Íslands, ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra. Samkvæmt skæyrslunni er grunur um að útflutningaverð sjávarafurða sé 8,3% lægra frá Íslandi en innflutningsverð þegar fiskurinn er kominn á leiðarenda erlendis, og því möguleiki á milliverðlagningu. Þessi spurning hefur því legið í loftinu í næstum því fjögur ár en ríkisvaldið virðist ekkert hafa skoðað þetta síðan skýrslan kom út. Það er ótrúlegt að skrifuð er skýrsla sem útilokar ekki þann möguleika að ekki sé verið að gefa upp rétt verð á afla sem veiddur er á Íslandi, og ekkert er gert. Sé þetta sett í tölulegt samhengi þá þýðir 8.3% munur á fiskverði 19,9 milljarða munur á útflutningsverðmæti ef miðað er við útflutningsverð frá 2018. Í skýrslunni kemur einnig fram að til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti.Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna. VM, sem stéttarfélag sjómanna, telur sig verða að spyrja hvort að þeir sem fari með íslensku fiskveiðiauðlindina séu að stinga hluta af ágóðanum í eigin vasa? Það er staðreynd að mörg íslensk útgerðarfyrirtæki eiga sín eigin sölufyrirtæki erlendis, til dæmis í Asíu, Frakklandi, Grikklandi og víðar. Hér er ég ekki að fullyrða að þessi félög séu notuð til milliverðlagningu afurða, en það er mjög skrýtið þegar skýrsluhöfundar á vegum fjármála og efnahagsráðherra varpa fram þessum spurningum, að það sé ekki kannað frekar. Í mínum huga er það ljóst, þegar fyrirtæki fara með nýttingarrétt yfir auðlind þjóðarinnar þá þarf það að vera krafa númer eitt, tvö og þrjú að þjóðin fái réttlátan arð fyrir auðlindir landsins. Höfundur er formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Helgi Þórarinsson Sjávarútvegur Tengdar fréttir Af verðmyndun auðlinda - er þetta eðlilegt? Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða um hvaða endurgjald þjóðin eigi að fá fyrir sínar sameiginlegu auðlindir og hefur verðlagning á sjávarafurðum verið mjög áberandi í þeirri umræðu. 23. janúar 2020 13:00 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í grein hér á Vísi fyrir rúmum tveimur vikum fór ég aðeins yfir verðmyndun á sjávarafurðum þar sem ég fór yfir verðmyndun á makríl og kolmuna. Þar ræddi ég meðal annars þann mikla verðmun sem er á makríl á Íslandi og Noregi og einnig þann mikla mun sem er á verði til íslenskra og norskra skipa þegar kolmunna er landað í íslenskar verksmiður til bræðslu. En það er fleira sem hefur vakið athygli okkar hjá VM - félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Árið 2016 lét fjármála- og efnahagsráðuneytið útbúa fyrir sig skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Í þeim starfshóp áttu sæti meðal annars fólk frá Fjármálaeftirlitinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Hagstofu Íslands, Seðlabanka Íslands, ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra. Samkvæmt skæyrslunni er grunur um að útflutningaverð sjávarafurða sé 8,3% lægra frá Íslandi en innflutningsverð þegar fiskurinn er kominn á leiðarenda erlendis, og því möguleiki á milliverðlagningu. Þessi spurning hefur því legið í loftinu í næstum því fjögur ár en ríkisvaldið virðist ekkert hafa skoðað þetta síðan skýrslan kom út. Það er ótrúlegt að skrifuð er skýrsla sem útilokar ekki þann möguleika að ekki sé verið að gefa upp rétt verð á afla sem veiddur er á Íslandi, og ekkert er gert. Sé þetta sett í tölulegt samhengi þá þýðir 8.3% munur á fiskverði 19,9 milljarða munur á útflutningsverðmæti ef miðað er við útflutningsverð frá 2018. Í skýrslunni kemur einnig fram að til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti.Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna. VM, sem stéttarfélag sjómanna, telur sig verða að spyrja hvort að þeir sem fari með íslensku fiskveiðiauðlindina séu að stinga hluta af ágóðanum í eigin vasa? Það er staðreynd að mörg íslensk útgerðarfyrirtæki eiga sín eigin sölufyrirtæki erlendis, til dæmis í Asíu, Frakklandi, Grikklandi og víðar. Hér er ég ekki að fullyrða að þessi félög séu notuð til milliverðlagningu afurða, en það er mjög skrýtið þegar skýrsluhöfundar á vegum fjármála og efnahagsráðherra varpa fram þessum spurningum, að það sé ekki kannað frekar. Í mínum huga er það ljóst, þegar fyrirtæki fara með nýttingarrétt yfir auðlind þjóðarinnar þá þarf það að vera krafa númer eitt, tvö og þrjú að þjóðin fái réttlátan arð fyrir auðlindir landsins. Höfundur er formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Af verðmyndun auðlinda - er þetta eðlilegt? Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða um hvaða endurgjald þjóðin eigi að fá fyrir sínar sameiginlegu auðlindir og hefur verðlagning á sjávarafurðum verið mjög áberandi í þeirri umræðu. 23. janúar 2020 13:00
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun