Byssurnar á loft á stefnumótskvöldi Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2020 11:37 Myndband af atvikinu hefur farið eins og eldur um sinu á internetinu. Hjónin Chase og Nicole McKeown voru úti að borða Í Louisville í Kentucky um helgina þegar þau urðu vör við að verið var að ræna skyndibitastaðinn sem þau voru á. Bæði Chase og Nicole eru lögregluþjónar og voru þau fljót að bregðast við og reka ræningjann á brott, góma hann og handtaka hann. Myndband af atvikinu hefur farið eins og eldur um sinu á internetinu. Chase og Nicole voru á svokölluðu stefnumótskvöldi og tóku þá ákvörðun að borða á Raising Cane's Chicken Fingers. Á meðan þau voru að borða gekk Justin Carter inn og var hann grímuklæddur. Hann sýndi starfsmanni staðarins byssu og skipaði honum að láta sig hafa peninga. Í viðtali við fjölmiðla sagði Nicole að hún hefði átta sig á því hvað væri að gerast þegar starfsmaðurinn lyfti upp höndunum. „Við horfðum á hvort annað. Er þetta í alvörunni að gerast? Jæja, af stað,“ sagði Chase. Saman stóðu þau upp, tóku upp byssur sínar og kölluðu á Carter. Hann kastaði frá sér byssu sinni og hljóp á brott. Hjónin eltu hann þó og handtóku skömmu seinna. WATCH: Two married, off-duty police officers thwart a Raising Cane's armed robbery attmept in Louisville, Kentucky: https://t.co/qvS7yUnYERpic.twitter.com/9yJtAdUhec— WAFB (@WAFB) February 19, 2020 Carter hefur verið ákærður fyrir vopnað rán, vörslu stolinnar byssu og fyrir að bera skotvopn í óleyfi sem dæmdur maður. Hjónin Chase og Nicole hafa verið gift í um hálft ár og þau borðuðu á sama stað eftir brúðkaup þeirra. Kjúklingastaðurinn skipar sér nú líklega enn stærri sess í lífum þeirra og þar að auki hafa forsvarsmenn veitingahúsakeðjunnar heitið því að þau geti borðað þar ókeypis í minnst ár. Bandaríkin Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Sjá meira
Hjónin Chase og Nicole McKeown voru úti að borða Í Louisville í Kentucky um helgina þegar þau urðu vör við að verið var að ræna skyndibitastaðinn sem þau voru á. Bæði Chase og Nicole eru lögregluþjónar og voru þau fljót að bregðast við og reka ræningjann á brott, góma hann og handtaka hann. Myndband af atvikinu hefur farið eins og eldur um sinu á internetinu. Chase og Nicole voru á svokölluðu stefnumótskvöldi og tóku þá ákvörðun að borða á Raising Cane's Chicken Fingers. Á meðan þau voru að borða gekk Justin Carter inn og var hann grímuklæddur. Hann sýndi starfsmanni staðarins byssu og skipaði honum að láta sig hafa peninga. Í viðtali við fjölmiðla sagði Nicole að hún hefði átta sig á því hvað væri að gerast þegar starfsmaðurinn lyfti upp höndunum. „Við horfðum á hvort annað. Er þetta í alvörunni að gerast? Jæja, af stað,“ sagði Chase. Saman stóðu þau upp, tóku upp byssur sínar og kölluðu á Carter. Hann kastaði frá sér byssu sinni og hljóp á brott. Hjónin eltu hann þó og handtóku skömmu seinna. WATCH: Two married, off-duty police officers thwart a Raising Cane's armed robbery attmept in Louisville, Kentucky: https://t.co/qvS7yUnYERpic.twitter.com/9yJtAdUhec— WAFB (@WAFB) February 19, 2020 Carter hefur verið ákærður fyrir vopnað rán, vörslu stolinnar byssu og fyrir að bera skotvopn í óleyfi sem dæmdur maður. Hjónin Chase og Nicole hafa verið gift í um hálft ár og þau borðuðu á sama stað eftir brúðkaup þeirra. Kjúklingastaðurinn skipar sér nú líklega enn stærri sess í lífum þeirra og þar að auki hafa forsvarsmenn veitingahúsakeðjunnar heitið því að þau geti borðað þar ókeypis í minnst ár.
Bandaríkin Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Sjá meira