Heilsugæsla í höftum Guðbrandur Einarsson skrifar 20. ágúst 2020 07:00 Mörg okkar sem búum hér á Suðurnesjum, höfum aldrei upplifað það að hafa heimilislækni, einhvern sem sinnir okkur, þekkir sjúkdómssögu okkar og getur leiðbeint okkur um ýmis þau atriði er varða heilsu og líðan. Ég er hins vegar orðinn það gamall að geta sagt frá því að sem barn hafði ég heimilislækni hér í Keflavík. Heimilislækni sem rak sína einkastofu, þekkti okkur fjölskylduna út og inn og fylgdi okkur eftir í gleði og sorg. Nú er öldin hins vegar önnur. Íbúar farnir að leita annað Velferðarráð Reykjanesbæjar lýsti á dögunum yfir áhyggjum af aðgengi íbúa að heilsugæslulæknum og þeirri þróun, að nú eru 4 þúsund íbúar af Suðurnesjum skráðir á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu eða 1 af hverjum 6. Þessi þróun virðist vera að eiga sér stað vegna neikvæðrar reynslu íbúa, sem felist m.a. í bið eftir síma- og læknatímum eins og segir í bókun velferðarráðs. Tvö kerfi Í viðtali við formann Félags íslenskra heilsugæslulækna á Rúv nýverið, þar sem rætt var um vanda HSS, kom m.a. fram að við búum í raun við tvö kerfi þegar kemur að úthlutun fjármuna til heilsugæslu. Á höfuðborgarsvæðinu fá heilsugæslustöðvar fjármagn miðað við þann fjölda sem skráður er á stöðina en þannig er það ekki á landsbyggðinni. Mikil fjölgun íbúa á Suðurnesjum hefur því engu ráðið um ráðstöfun fjármuna til HSS heldur geðþóttaákvarðanir þeirra sem stjórna hverju sinni. Einkareknar heilsugæslustöðvar Fjöldi einkarekinna heilsugæslustöðva er starfræktur á höfðuðborgarsvæðinu og hafa þessar stöðvar komið mjög vel út í þjónustukönnunum. Vegna þess kerfis sem nú er við lýði á höfuðborgarsvæðinu gefst læknum tækifæri til að opna sína eigin stöð og fá til hennar fjármagn til samræmi við þann fjölda skjólstæðinga sem þeim hefur tekist að fá til sín. Einkarekstur heilbrigðisþjónustu hefur viðgengist hér á landi um langa hríð. Við erum t.d. með einkarekna tannlæknaþjónustu, sálfræðingar eru margir hverjir með sína eigin stofu og mikið af sérgreinalæknum er starfandi á einkareknum stofnunum og veita þar frábæra þjónustu. Má í þessu sambandi nefna Domus Medica og Orkuhúsið. Það er því ekkert nema gott um einkarekstur að segja þar sem ríkið er þjónustukaupi og tryggir jafnan aðgang allra að þjónustunni. Það væri því mikill fengur fyrir íbúa Suðurnesja að fá einkarekna heilsugæslustöð hingað á svæðið. Áður en ég dey Þetta tvöfalda kerfi sem er við lýði kemur hins vegar í veg fyrir að einkarekin heilsugæsla geti orðið að veruleika hér á svæðinu. Því þarf að breyta og við hljótum öll að geta sameinast um það, að ólíðandi sé að landshlutunum sé mismunað á þennan hátt. Að fá til okkar einkareikna heilsugæslustöð myndi gjörbreyta stöðunni, auka samkeppni og minnka álagið á HSS, sem er og hefur lengi verið ómanneskjulegt. Það gæti væntanlega og vonandi orðið til þess að ég myndi fá aftur heimilislækni sem ég hafði sem barn, svona rétt áður en ég dey. Höfundur er oddviti Beinar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Mörg okkar sem búum hér á Suðurnesjum, höfum aldrei upplifað það að hafa heimilislækni, einhvern sem sinnir okkur, þekkir sjúkdómssögu okkar og getur leiðbeint okkur um ýmis þau atriði er varða heilsu og líðan. Ég er hins vegar orðinn það gamall að geta sagt frá því að sem barn hafði ég heimilislækni hér í Keflavík. Heimilislækni sem rak sína einkastofu, þekkti okkur fjölskylduna út og inn og fylgdi okkur eftir í gleði og sorg. Nú er öldin hins vegar önnur. Íbúar farnir að leita annað Velferðarráð Reykjanesbæjar lýsti á dögunum yfir áhyggjum af aðgengi íbúa að heilsugæslulæknum og þeirri þróun, að nú eru 4 þúsund íbúar af Suðurnesjum skráðir á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu eða 1 af hverjum 6. Þessi þróun virðist vera að eiga sér stað vegna neikvæðrar reynslu íbúa, sem felist m.a. í bið eftir síma- og læknatímum eins og segir í bókun velferðarráðs. Tvö kerfi Í viðtali við formann Félags íslenskra heilsugæslulækna á Rúv nýverið, þar sem rætt var um vanda HSS, kom m.a. fram að við búum í raun við tvö kerfi þegar kemur að úthlutun fjármuna til heilsugæslu. Á höfuðborgarsvæðinu fá heilsugæslustöðvar fjármagn miðað við þann fjölda sem skráður er á stöðina en þannig er það ekki á landsbyggðinni. Mikil fjölgun íbúa á Suðurnesjum hefur því engu ráðið um ráðstöfun fjármuna til HSS heldur geðþóttaákvarðanir þeirra sem stjórna hverju sinni. Einkareknar heilsugæslustöðvar Fjöldi einkarekinna heilsugæslustöðva er starfræktur á höfðuðborgarsvæðinu og hafa þessar stöðvar komið mjög vel út í þjónustukönnunum. Vegna þess kerfis sem nú er við lýði á höfuðborgarsvæðinu gefst læknum tækifæri til að opna sína eigin stöð og fá til hennar fjármagn til samræmi við þann fjölda skjólstæðinga sem þeim hefur tekist að fá til sín. Einkarekstur heilbrigðisþjónustu hefur viðgengist hér á landi um langa hríð. Við erum t.d. með einkarekna tannlæknaþjónustu, sálfræðingar eru margir hverjir með sína eigin stofu og mikið af sérgreinalæknum er starfandi á einkareknum stofnunum og veita þar frábæra þjónustu. Má í þessu sambandi nefna Domus Medica og Orkuhúsið. Það er því ekkert nema gott um einkarekstur að segja þar sem ríkið er þjónustukaupi og tryggir jafnan aðgang allra að þjónustunni. Það væri því mikill fengur fyrir íbúa Suðurnesja að fá einkarekna heilsugæslustöð hingað á svæðið. Áður en ég dey Þetta tvöfalda kerfi sem er við lýði kemur hins vegar í veg fyrir að einkarekin heilsugæsla geti orðið að veruleika hér á svæðinu. Því þarf að breyta og við hljótum öll að geta sameinast um það, að ólíðandi sé að landshlutunum sé mismunað á þennan hátt. Að fá til okkar einkareikna heilsugæslustöð myndi gjörbreyta stöðunni, auka samkeppni og minnka álagið á HSS, sem er og hefur lengi verið ómanneskjulegt. Það gæti væntanlega og vonandi orðið til þess að ég myndi fá aftur heimilislækni sem ég hafði sem barn, svona rétt áður en ég dey. Höfundur er oddviti Beinar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar