Vildi býtta á Grænlandi og Púertó Ríkó Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 11:50 Donald Trump í Púertó Ríkó árið 2017. EPA/Thais Llorca Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist tilbúinn til að gefa Dönum yfirvöld á Púertó Ríkó í stað þess að Bandaríkin fengju völd yfir Grænlandi. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður hjá Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna. Miles Taylor var nýverið í viðtali hjá MSNBC þar sem hann var meðal annars spurður út í samskipti sín og Trump. Taylor sagði klikkuðustu samskipti sín við forsetann hafa átt sér stað í ágúst 2018. Þau hafi snúið að Púertó Ríkó og Grænlandi. Þetta var eftir að fellibyljirnir María og Irma léku Púertó Ríkó grátt árið 2017 og olli þar gífurlegum skemmdum og manntjóni. Skömmu áður hafði Trump stungið upp á því að kaupa Grænland en sú uppástunga mætti miklu háði í Grænlandi og í Danmörku þegar hún var opinberuð sumarið 2019. Taylor fór til Púertó Ríkó í ágúst 2018 til að fylgja eftir viðbrögðum vegna skemmdanna þar og í aðdraganda ferðarinnar lagði Trump til að selja Púertó Ríkó eða skipta því eyjunni og Grænlandi, því Púertó Ríkó sé „skítug og fólkið fátækt“. „Þetta eru Bandaríkjamenn,“ sagði Taylor. „Við tölum ekki svona um samlanda okkar og sú staðreynd að forseti Bandaríkjanna hafi viljað taka bandarískt landsvæði og skipta því fyrir annað ríki er ótrúlegt.“ Hann ítrekaði að þetta hafi ekki verið brandari. Former Trump Official Miles Taylor revealed that Trump said he wanted to trade Puerto Rico for Greenland even though they are Americans because they were "dirty and poor." He also confirmed it was obviously not a joke. pic.twitter.com/ySlvDAIK4R— Amee Vanderpool (@girlsreallyrule) August 19, 2020 Bandaríkin Donald Trump Grænland Danmörk Tengdar fréttir Bandaríkin auka umsvif sín á Grænlandi Bandarísk stjórnvöld hafa opnað ræðismannsskrifstofu sína í Nuuk á Grænlandi á nýjan leik. Hún var áður starfrækt á árunum 1940 til 1953. 11. júní 2020 08:01 Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist tilbúinn til að gefa Dönum yfirvöld á Púertó Ríkó í stað þess að Bandaríkin fengju völd yfir Grænlandi. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður hjá Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna. Miles Taylor var nýverið í viðtali hjá MSNBC þar sem hann var meðal annars spurður út í samskipti sín og Trump. Taylor sagði klikkuðustu samskipti sín við forsetann hafa átt sér stað í ágúst 2018. Þau hafi snúið að Púertó Ríkó og Grænlandi. Þetta var eftir að fellibyljirnir María og Irma léku Púertó Ríkó grátt árið 2017 og olli þar gífurlegum skemmdum og manntjóni. Skömmu áður hafði Trump stungið upp á því að kaupa Grænland en sú uppástunga mætti miklu háði í Grænlandi og í Danmörku þegar hún var opinberuð sumarið 2019. Taylor fór til Púertó Ríkó í ágúst 2018 til að fylgja eftir viðbrögðum vegna skemmdanna þar og í aðdraganda ferðarinnar lagði Trump til að selja Púertó Ríkó eða skipta því eyjunni og Grænlandi, því Púertó Ríkó sé „skítug og fólkið fátækt“. „Þetta eru Bandaríkjamenn,“ sagði Taylor. „Við tölum ekki svona um samlanda okkar og sú staðreynd að forseti Bandaríkjanna hafi viljað taka bandarískt landsvæði og skipta því fyrir annað ríki er ótrúlegt.“ Hann ítrekaði að þetta hafi ekki verið brandari. Former Trump Official Miles Taylor revealed that Trump said he wanted to trade Puerto Rico for Greenland even though they are Americans because they were "dirty and poor." He also confirmed it was obviously not a joke. pic.twitter.com/ySlvDAIK4R— Amee Vanderpool (@girlsreallyrule) August 19, 2020
Bandaríkin Donald Trump Grænland Danmörk Tengdar fréttir Bandaríkin auka umsvif sín á Grænlandi Bandarísk stjórnvöld hafa opnað ræðismannsskrifstofu sína í Nuuk á Grænlandi á nýjan leik. Hún var áður starfrækt á árunum 1940 til 1953. 11. júní 2020 08:01 Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Bandaríkin auka umsvif sín á Grænlandi Bandarísk stjórnvöld hafa opnað ræðismannsskrifstofu sína í Nuuk á Grænlandi á nýjan leik. Hún var áður starfrækt á árunum 1940 til 1953. 11. júní 2020 08:01
Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21