Þreytandi mas um þjóðareign Hanna Katrín Friðriksson skrifar 20. ágúst 2020 12:00 Mikið gladdi það mig að sjá grein Brynjars Níelssonar hér á Vísi gær; að átta mig á því að ástæða þess að þingmaðurinn rígheldur enn í stuðning sinn við gamaldags og ósanngjarnt kerfi er sú að hann heldur að ekkert annað sé í boði. Þingmaðurinn segir í grein sinni að stjórnarandstaðan ali á öfund með sífelldu masi um að þjóðin fái ekki réttláta hlutdeild af sjávarauðlindinni án þess að koma með tillögur að betra kerfi. Ég veit að tuðið í stjórnarandstöðunni getur verið óttalega þreytandi. Sérstaklega þegar boðin að ofan eru þau að stjórnarþingmenn eigi alls ekki að taka undir eða samþykkja nokkuð sem þaðan kemur. En mér er samt bæði ljúft og skylt að benda Brynjari á nokkuð sem hefur greinilega farið fram hjá honum í þingstörfunum síðustu ár. Frá því að Viðreisn flaug inn á þing haustið 2016 höfum við verið óþreytandi að tala fyrir breytingum á fyrirkomulagi gjaldtöku fyrir afnot af sjávarauðlindinni, fyrir opnara aflahlutdeildarkerfi. Nefnd sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, setti á laggirnar sem sjávarútvegsráðherra til að freista þess að ná samkomulagi á þingi um þessi mál, náði þeim árangri á sínum stutta starfstíma að fulltrúar allra flokka í nefndinni nema Sjálfstæðisflokks lýstu stuðningi við það grundvallarsjónarmið að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundin afnot af fiskveiðiauðlindinni. Það er forsenda þess að tryggja sameign þjóðarinnar og koma í veg fyrir að ævarandi eignarréttur útgerðarinnar festist í sessi. Tímabundnir samningar eru líka nauðsynlegir til að tryggja rekstrarlegt öryggi útgerðarfyrirtækja með sanngjörnum hætti og til að eyða lagalegri óvissu. Þegar þetta tímabundna auðlindaákvæði verður fest í sessi, því það mun gerast, þá tökum við næsta skref. Það felst í því að ná samstöðu um hversu stór hluti kvótans verður settur á markað hverju sinni, en eins og augljóst má vera, þá er sala á opnum markaði leiðin sem best endurspeglar arðsemi nýtingar auðlindarinnar á hverjum tíma. Núverandi gjaldtöku yrði sem sagt hætt, en í stað þess yrðu lausir samningar seldir á markaði. Þetta síðastnefnda mætir reyndar andstöðu í Sjálfstæðisflokknum líka, eins merkilegt og það nú er, að flokkur sem vill láta kenna sig við frjáls markaðsviðskipti, hafnar akkúrat þessu frelsi þegar það skiptir mestu fyrir almannahag. Það er full ástæða til að taka brýningu Brynjars alvarlega. Við þurfum greinilega að masa meira á þingi svo skilaboðin nái daufum eyrum stjórnarþingmanna. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Sjávarútvegur Samherjaskjölin Mest lesið Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Mikið gladdi það mig að sjá grein Brynjars Níelssonar hér á Vísi gær; að átta mig á því að ástæða þess að þingmaðurinn rígheldur enn í stuðning sinn við gamaldags og ósanngjarnt kerfi er sú að hann heldur að ekkert annað sé í boði. Þingmaðurinn segir í grein sinni að stjórnarandstaðan ali á öfund með sífelldu masi um að þjóðin fái ekki réttláta hlutdeild af sjávarauðlindinni án þess að koma með tillögur að betra kerfi. Ég veit að tuðið í stjórnarandstöðunni getur verið óttalega þreytandi. Sérstaklega þegar boðin að ofan eru þau að stjórnarþingmenn eigi alls ekki að taka undir eða samþykkja nokkuð sem þaðan kemur. En mér er samt bæði ljúft og skylt að benda Brynjari á nokkuð sem hefur greinilega farið fram hjá honum í þingstörfunum síðustu ár. Frá því að Viðreisn flaug inn á þing haustið 2016 höfum við verið óþreytandi að tala fyrir breytingum á fyrirkomulagi gjaldtöku fyrir afnot af sjávarauðlindinni, fyrir opnara aflahlutdeildarkerfi. Nefnd sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, setti á laggirnar sem sjávarútvegsráðherra til að freista þess að ná samkomulagi á þingi um þessi mál, náði þeim árangri á sínum stutta starfstíma að fulltrúar allra flokka í nefndinni nema Sjálfstæðisflokks lýstu stuðningi við það grundvallarsjónarmið að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundin afnot af fiskveiðiauðlindinni. Það er forsenda þess að tryggja sameign þjóðarinnar og koma í veg fyrir að ævarandi eignarréttur útgerðarinnar festist í sessi. Tímabundnir samningar eru líka nauðsynlegir til að tryggja rekstrarlegt öryggi útgerðarfyrirtækja með sanngjörnum hætti og til að eyða lagalegri óvissu. Þegar þetta tímabundna auðlindaákvæði verður fest í sessi, því það mun gerast, þá tökum við næsta skref. Það felst í því að ná samstöðu um hversu stór hluti kvótans verður settur á markað hverju sinni, en eins og augljóst má vera, þá er sala á opnum markaði leiðin sem best endurspeglar arðsemi nýtingar auðlindarinnar á hverjum tíma. Núverandi gjaldtöku yrði sem sagt hætt, en í stað þess yrðu lausir samningar seldir á markaði. Þetta síðastnefnda mætir reyndar andstöðu í Sjálfstæðisflokknum líka, eins merkilegt og það nú er, að flokkur sem vill láta kenna sig við frjáls markaðsviðskipti, hafnar akkúrat þessu frelsi þegar það skiptir mestu fyrir almannahag. Það er full ástæða til að taka brýningu Brynjars alvarlega. Við þurfum greinilega að masa meira á þingi svo skilaboðin nái daufum eyrum stjórnarþingmanna. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun