Þreytandi mas um þjóðareign Hanna Katrín Friðriksson skrifar 20. ágúst 2020 12:00 Mikið gladdi það mig að sjá grein Brynjars Níelssonar hér á Vísi gær; að átta mig á því að ástæða þess að þingmaðurinn rígheldur enn í stuðning sinn við gamaldags og ósanngjarnt kerfi er sú að hann heldur að ekkert annað sé í boði. Þingmaðurinn segir í grein sinni að stjórnarandstaðan ali á öfund með sífelldu masi um að þjóðin fái ekki réttláta hlutdeild af sjávarauðlindinni án þess að koma með tillögur að betra kerfi. Ég veit að tuðið í stjórnarandstöðunni getur verið óttalega þreytandi. Sérstaklega þegar boðin að ofan eru þau að stjórnarþingmenn eigi alls ekki að taka undir eða samþykkja nokkuð sem þaðan kemur. En mér er samt bæði ljúft og skylt að benda Brynjari á nokkuð sem hefur greinilega farið fram hjá honum í þingstörfunum síðustu ár. Frá því að Viðreisn flaug inn á þing haustið 2016 höfum við verið óþreytandi að tala fyrir breytingum á fyrirkomulagi gjaldtöku fyrir afnot af sjávarauðlindinni, fyrir opnara aflahlutdeildarkerfi. Nefnd sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, setti á laggirnar sem sjávarútvegsráðherra til að freista þess að ná samkomulagi á þingi um þessi mál, náði þeim árangri á sínum stutta starfstíma að fulltrúar allra flokka í nefndinni nema Sjálfstæðisflokks lýstu stuðningi við það grundvallarsjónarmið að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundin afnot af fiskveiðiauðlindinni. Það er forsenda þess að tryggja sameign þjóðarinnar og koma í veg fyrir að ævarandi eignarréttur útgerðarinnar festist í sessi. Tímabundnir samningar eru líka nauðsynlegir til að tryggja rekstrarlegt öryggi útgerðarfyrirtækja með sanngjörnum hætti og til að eyða lagalegri óvissu. Þegar þetta tímabundna auðlindaákvæði verður fest í sessi, því það mun gerast, þá tökum við næsta skref. Það felst í því að ná samstöðu um hversu stór hluti kvótans verður settur á markað hverju sinni, en eins og augljóst má vera, þá er sala á opnum markaði leiðin sem best endurspeglar arðsemi nýtingar auðlindarinnar á hverjum tíma. Núverandi gjaldtöku yrði sem sagt hætt, en í stað þess yrðu lausir samningar seldir á markaði. Þetta síðastnefnda mætir reyndar andstöðu í Sjálfstæðisflokknum líka, eins merkilegt og það nú er, að flokkur sem vill láta kenna sig við frjáls markaðsviðskipti, hafnar akkúrat þessu frelsi þegar það skiptir mestu fyrir almannahag. Það er full ástæða til að taka brýningu Brynjars alvarlega. Við þurfum greinilega að masa meira á þingi svo skilaboðin nái daufum eyrum stjórnarþingmanna. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Sjávarútvegur Samherjaskjölin Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Mikið gladdi það mig að sjá grein Brynjars Níelssonar hér á Vísi gær; að átta mig á því að ástæða þess að þingmaðurinn rígheldur enn í stuðning sinn við gamaldags og ósanngjarnt kerfi er sú að hann heldur að ekkert annað sé í boði. Þingmaðurinn segir í grein sinni að stjórnarandstaðan ali á öfund með sífelldu masi um að þjóðin fái ekki réttláta hlutdeild af sjávarauðlindinni án þess að koma með tillögur að betra kerfi. Ég veit að tuðið í stjórnarandstöðunni getur verið óttalega þreytandi. Sérstaklega þegar boðin að ofan eru þau að stjórnarþingmenn eigi alls ekki að taka undir eða samþykkja nokkuð sem þaðan kemur. En mér er samt bæði ljúft og skylt að benda Brynjari á nokkuð sem hefur greinilega farið fram hjá honum í þingstörfunum síðustu ár. Frá því að Viðreisn flaug inn á þing haustið 2016 höfum við verið óþreytandi að tala fyrir breytingum á fyrirkomulagi gjaldtöku fyrir afnot af sjávarauðlindinni, fyrir opnara aflahlutdeildarkerfi. Nefnd sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, setti á laggirnar sem sjávarútvegsráðherra til að freista þess að ná samkomulagi á þingi um þessi mál, náði þeim árangri á sínum stutta starfstíma að fulltrúar allra flokka í nefndinni nema Sjálfstæðisflokks lýstu stuðningi við það grundvallarsjónarmið að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundin afnot af fiskveiðiauðlindinni. Það er forsenda þess að tryggja sameign þjóðarinnar og koma í veg fyrir að ævarandi eignarréttur útgerðarinnar festist í sessi. Tímabundnir samningar eru líka nauðsynlegir til að tryggja rekstrarlegt öryggi útgerðarfyrirtækja með sanngjörnum hætti og til að eyða lagalegri óvissu. Þegar þetta tímabundna auðlindaákvæði verður fest í sessi, því það mun gerast, þá tökum við næsta skref. Það felst í því að ná samstöðu um hversu stór hluti kvótans verður settur á markað hverju sinni, en eins og augljóst má vera, þá er sala á opnum markaði leiðin sem best endurspeglar arðsemi nýtingar auðlindarinnar á hverjum tíma. Núverandi gjaldtöku yrði sem sagt hætt, en í stað þess yrðu lausir samningar seldir á markaði. Þetta síðastnefnda mætir reyndar andstöðu í Sjálfstæðisflokknum líka, eins merkilegt og það nú er, að flokkur sem vill láta kenna sig við frjáls markaðsviðskipti, hafnar akkúrat þessu frelsi þegar það skiptir mestu fyrir almannahag. Það er full ástæða til að taka brýningu Brynjars alvarlega. Við þurfum greinilega að masa meira á þingi svo skilaboðin nái daufum eyrum stjórnarþingmanna. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun