Búið er að staðfesta tuttugu og eitt kórónuveirusmit um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum nærri San Fransisco. Skipið, sem ber nafnið Grand Princess, er systurskip skemmtiferðaskipsins Diamond Princess, sem er í sóttkví undan ströndum Japans vegna kórónuveiru um boð. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði að skipið myndi leggjast við höfn nú um helgina þar sem tekin verða sýni úr öllum 3.533 farþegum skipsins.
Fréttin verður uppfærð.
Erlent
Mörg þúsund í sóttkví á skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu
Tengdar fréttir
Smitaðir um borð orðnir tuttugu
Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína.
Fjörutíu smitaðir til viðbótar um borð í Prinsessunni
Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund.
Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits
Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín.