Svíar búa sig undir að það taki tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. mars 2020 20:45 Ellefu hafa látist í Svíþjóð af völdum COVID-19 og nærri fimmtán hundruð greinst með kórónuveiruna. Forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, þar sem fjöldi Íslendinga starfar, segir fólk vera búa sig undir það andlega að það muni taka tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir. Síðustu daga hefur þeim Svíum sem veikjast af COVID-19 fjölgað og þurft hefur að leggja sífellt fleiri inn á sjúkrahús. Sérstaklega í Stokkhólmi. Á Karolinska sjúkrahúsinu starfar fjöldi Íslendinga en þar liggja nú nærri fimmtíu sjúklingar með COVID-19. Björn Zoega, forstjóri sjúkrahússins, segir róðurinn vera að þyngjast vegna veirunnar. „Það er að aukast smitið. Það eru að koma upp svona eyjar af smiti hér og þar í Stokkhólmi sem gengur erfiðlega að ráða við“ segir Björn. Hann segir unnið eftir sérstakri áætlun á spítalanum en á spítalanum liggja alls nærri ellefu hundruð sjúklingar sem þarf líka að passa að komi ekki nálægt þeim sem eru með veiruna. „Við vinnum eftir mjög föstum strúktor til þess að bæði taka við kórónavírussjúklingum og líka undirbúa okkur að taka á móti mikið fleiri slíkum sjúklingum. Lénið sem Stokkhólm tilheyrir það hefur líka ákveðna stýringu sem er þá svona næstum því hægt að kalla heraga. Enda er kerfið sem við vinnum eftir kennt við NATO,“ segir Björn Björn segir faraldurinn hafa mikil áhrif á sænskt samfélag. „Hér er auðvitað líka samkomubann en það er miðað við fimm hundruð manns. Maður sér og fær fréttir af því að það er mikið mikið færri sem að nota almenningssamgöngur. Það eru líka mikið mikið færri á ferli. Það er ekki búið að loka grunnskólum né leikskólum hérna. En þetta er svona skrýtin tilfinning og ég held að fólk sé bara að búa sig undir það andlega að þetta muni taka svolítinn tíma að ganga yfir og að hér verði fólk að hjálpast að,“ segir Björn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Ellefu hafa látist í Svíþjóð af völdum COVID-19 og nærri fimmtán hundruð greinst með kórónuveiruna. Forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, þar sem fjöldi Íslendinga starfar, segir fólk vera búa sig undir það andlega að það muni taka tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir. Síðustu daga hefur þeim Svíum sem veikjast af COVID-19 fjölgað og þurft hefur að leggja sífellt fleiri inn á sjúkrahús. Sérstaklega í Stokkhólmi. Á Karolinska sjúkrahúsinu starfar fjöldi Íslendinga en þar liggja nú nærri fimmtíu sjúklingar með COVID-19. Björn Zoega, forstjóri sjúkrahússins, segir róðurinn vera að þyngjast vegna veirunnar. „Það er að aukast smitið. Það eru að koma upp svona eyjar af smiti hér og þar í Stokkhólmi sem gengur erfiðlega að ráða við“ segir Björn. Hann segir unnið eftir sérstakri áætlun á spítalanum en á spítalanum liggja alls nærri ellefu hundruð sjúklingar sem þarf líka að passa að komi ekki nálægt þeim sem eru með veiruna. „Við vinnum eftir mjög föstum strúktor til þess að bæði taka við kórónavírussjúklingum og líka undirbúa okkur að taka á móti mikið fleiri slíkum sjúklingum. Lénið sem Stokkhólm tilheyrir það hefur líka ákveðna stýringu sem er þá svona næstum því hægt að kalla heraga. Enda er kerfið sem við vinnum eftir kennt við NATO,“ segir Björn Björn segir faraldurinn hafa mikil áhrif á sænskt samfélag. „Hér er auðvitað líka samkomubann en það er miðað við fimm hundruð manns. Maður sér og fær fréttir af því að það er mikið mikið færri sem að nota almenningssamgöngur. Það eru líka mikið mikið færri á ferli. Það er ekki búið að loka grunnskólum né leikskólum hérna. En þetta er svona skrýtin tilfinning og ég held að fólk sé bara að búa sig undir það andlega að þetta muni taka svolítinn tíma að ganga yfir og að hér verði fólk að hjálpast að,“ segir Björn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði