LeBron eftir leikinn í nótt: Við svarta fólkið í Bandaríkjunum erum skíthrædd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 10:00 LeBron James í leik Los Angeles Lakers á móti Portland Trail Blazers í nótt. Getty/Kevin C. Cox Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James hafði fulla ástæðu til að gleðjast eftir frábæra frammistöðu og stórsigur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en svo var þó ekki. LeBron James og félagar heiðruðu Kobe Bryant með besta mögulega hætti eða með því að rúlla yfir Portland Trail Blazers og komst í 3-1 í einvígi þar sem þarf að vinna fjóra leiki. LeBron James átti annan stórleikinn í röð og var núna með 30 stig og 10 stoðsendingar á aðeins 28 mínútum. Eftir leik var kappinn tekinn í viðtal en hann var að hugsa um annað en körfubolta. Leikurinn fór fram á Kobe Bryant deginum og þá var hann líka búinn að fá fréttirnar af því þegar óvopnaður blökkumaður að nafni Jacob Blake var skotinn mörgum sinnum af lögreglumönnum í Kenosha í Wisconsin fylki. LeBron James speaks on the Lakers win, Kobe Bryant and Jacob Blake. pic.twitter.com/5zDmCkSf3D— SportsCenter (@SportsCenter) August 25, 2020 „Ég get ekki notið sigurs í úrslitakeppninni núna sem er mjög leiðinlegt,“ sagði LeBron James. LeBron James talaði um skotárásina en vegna hennar hafa orðið mótmæli víða í Bandaríkjunum. Jacob Blake var skotinn í bakið þegar hann hallaði sér inn í bílinn sinn þar sem sátu börnin hans þrjú. „Við svarta fólkið í Bandaríkjunum erum hrædd. Svartir menn, svartar konur, svört börn. Við erum, við erum skíthrædd,“ sagði LeBron James. Það tók líka á að spila á Kobe Bryant deginum en Lakers liðið lék í sérstökum Mamba búningum. LeBron James becomes the first @Lakers player with 30+ points and 10+ assists in an NBA Playoffs game since Kobe Bryant (May 25, 2010). pic.twitter.com/TjAeQ6Ub5T— NBA.com/Stats (@nbastats) August 25, 2020 NBA Bandaríkin Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James hafði fulla ástæðu til að gleðjast eftir frábæra frammistöðu og stórsigur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en svo var þó ekki. LeBron James og félagar heiðruðu Kobe Bryant með besta mögulega hætti eða með því að rúlla yfir Portland Trail Blazers og komst í 3-1 í einvígi þar sem þarf að vinna fjóra leiki. LeBron James átti annan stórleikinn í röð og var núna með 30 stig og 10 stoðsendingar á aðeins 28 mínútum. Eftir leik var kappinn tekinn í viðtal en hann var að hugsa um annað en körfubolta. Leikurinn fór fram á Kobe Bryant deginum og þá var hann líka búinn að fá fréttirnar af því þegar óvopnaður blökkumaður að nafni Jacob Blake var skotinn mörgum sinnum af lögreglumönnum í Kenosha í Wisconsin fylki. LeBron James speaks on the Lakers win, Kobe Bryant and Jacob Blake. pic.twitter.com/5zDmCkSf3D— SportsCenter (@SportsCenter) August 25, 2020 „Ég get ekki notið sigurs í úrslitakeppninni núna sem er mjög leiðinlegt,“ sagði LeBron James. LeBron James talaði um skotárásina en vegna hennar hafa orðið mótmæli víða í Bandaríkjunum. Jacob Blake var skotinn í bakið þegar hann hallaði sér inn í bílinn sinn þar sem sátu börnin hans þrjú. „Við svarta fólkið í Bandaríkjunum erum hrædd. Svartir menn, svartar konur, svört börn. Við erum, við erum skíthrædd,“ sagði LeBron James. Það tók líka á að spila á Kobe Bryant deginum en Lakers liðið lék í sérstökum Mamba búningum. LeBron James becomes the first @Lakers player with 30+ points and 10+ assists in an NBA Playoffs game since Kobe Bryant (May 25, 2010). pic.twitter.com/TjAeQ6Ub5T— NBA.com/Stats (@nbastats) August 25, 2020
NBA Bandaríkin Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira