Segir vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði og undirbúa málsókn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 13:24 Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir mikilvægt að fá úr því skorið hvort útspil Icelandair í kjaradeilu við Flugfreyjufélag Íslands hafi verið lögmætt. Alþýðusamband Íslands hyggst stefna Icelandair fyrir félagsdómi vegna framgöngu félagsins í kjaradeilu við flugfreyjur. Lögfræðingur ASÍ segir Icelandair hafa vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði. Á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Íslands í síðustu viku fjallaði Magnús Norðdahl lögræðingur sambandsins um kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Eftir langar og strangar viðræður deilenda, þar sem hvorki gekk né rak, greip Icelandair, þann 17. júlí, til þess ráðs að slíta viðræðum við Flugfreyjufélagið og segja upp öllum flugfreyjum- og þjónum félagsins. Stjórnendurnir sögðust í kjölfarið ætla að hefja viðræður við annan samningsaðila. Á miðstjórnarfundinum var samþykkt að hafinn yrði undirbúningur að Félagsdómsmáli gegn Icelandair. Magnús telur að félagið hafi farið á svig við lög um stéttarfélög og vinnudeilur. „Þetta er meginregla sem ekki var höfð í heiðri. Í staðinn fyrir að bregðast við innan ramma laganna þá var gripið til þess ráðs að segja upp öllum félagsmönnum stéttarfélagsins og lýsa því yfir að tilgangurinn sé sá að semja við einhvern annan óskilgreindan aðila. Þetta er ólögmætt og það er meira að segja til sérstakt ákvæði í lögunum sem mælir fyrir um að það sé bannað að nota uppsagnir eða hótanir um slíkt til að hafa áhrif í vinnudeilum. Þarna er verið að vega að grundvallarreglum í samskiptum aðila á vinnumarkaði.“ Magnús var spurður hvort hann teldi að útspil Icelandair myndi hafa frekari afleiðingar í för með sér fyrir vinnumarkaðinn í heild. „Það þori ég nú ekki að leggja mat á – hverjar afleiðingarnar verða til framtíðar. Það þarf hins vegar að leysa úr því og fá það staðfest að þarna hafi verið framið brot. Það er iðulega gert þegar verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur takast á fyrir félagsdómi um það hvernig eigi að haga sér í vinnudeilum.“ Eru fordæmi fyrir þessu? „Fordæmin sem þú getur fundið um svona hegðun, þau liggja ansi langt aftur í fortíðinni.“ Vinnumarkaður Kjaramál Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09 „Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21 Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. 27. júlí 2020 12:54 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Alþýðusamband Íslands hyggst stefna Icelandair fyrir félagsdómi vegna framgöngu félagsins í kjaradeilu við flugfreyjur. Lögfræðingur ASÍ segir Icelandair hafa vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði. Á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Íslands í síðustu viku fjallaði Magnús Norðdahl lögræðingur sambandsins um kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Eftir langar og strangar viðræður deilenda, þar sem hvorki gekk né rak, greip Icelandair, þann 17. júlí, til þess ráðs að slíta viðræðum við Flugfreyjufélagið og segja upp öllum flugfreyjum- og þjónum félagsins. Stjórnendurnir sögðust í kjölfarið ætla að hefja viðræður við annan samningsaðila. Á miðstjórnarfundinum var samþykkt að hafinn yrði undirbúningur að Félagsdómsmáli gegn Icelandair. Magnús telur að félagið hafi farið á svig við lög um stéttarfélög og vinnudeilur. „Þetta er meginregla sem ekki var höfð í heiðri. Í staðinn fyrir að bregðast við innan ramma laganna þá var gripið til þess ráðs að segja upp öllum félagsmönnum stéttarfélagsins og lýsa því yfir að tilgangurinn sé sá að semja við einhvern annan óskilgreindan aðila. Þetta er ólögmætt og það er meira að segja til sérstakt ákvæði í lögunum sem mælir fyrir um að það sé bannað að nota uppsagnir eða hótanir um slíkt til að hafa áhrif í vinnudeilum. Þarna er verið að vega að grundvallarreglum í samskiptum aðila á vinnumarkaði.“ Magnús var spurður hvort hann teldi að útspil Icelandair myndi hafa frekari afleiðingar í för með sér fyrir vinnumarkaðinn í heild. „Það þori ég nú ekki að leggja mat á – hverjar afleiðingarnar verða til framtíðar. Það þarf hins vegar að leysa úr því og fá það staðfest að þarna hafi verið framið brot. Það er iðulega gert þegar verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur takast á fyrir félagsdómi um það hvernig eigi að haga sér í vinnudeilum.“ Eru fordæmi fyrir þessu? „Fordæmin sem þú getur fundið um svona hegðun, þau liggja ansi langt aftur í fortíðinni.“
Vinnumarkaður Kjaramál Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09 „Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21 Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. 27. júlí 2020 12:54 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09
„Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21
Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. 27. júlí 2020 12:54