Flóðbylgja frestana í bandarísku íþróttalífi eftir ákvörðun Bucks í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 07:00 Nneka Ogwumike, formaður leikmannasamtaka NBA-deildarinnar, ræðir við leikmenn Atlanta Dream, Washington Mystics, Minnesota Lynx, og Los Angeles Sparks sem ákváðu allir að spila ekki leikina í gær í mótmælaskyni. Getty/ Julio Aguilar Íþróttamenn og íþróttalið í Bandaríkjunum stóðu með Milwaukee Bucks liðinu í nótt og það var því ekkert af þeim leikjum sem áttu að fara fram í öðrum íþróttagreinum í landinu. Leikmenn Milwaukee Bucks i NBA-deildinni tók þá ákvörðun fyrir leik sinn í úrslitakeppninni í gær og mæta ekki til leiks í mótmælaskyni vegna skotárásar lögreglu á blökkumanninn Jacob Blake. Atvikið gerðist í Wisconsin-fylki sem er heimafylki Milwaukee Bucks liðins. Leikmenn Milwaukee Bucks kröfðust réttlætis fyrir Jacob Blake sem var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum þegar hann fór inn í bílinn sinn þar sem voru meðal annars börnin hans þrjú. Atvikið náðist á myndband en Blake var óvopnaður. Within hours, various WNBA, Major League Soccer and Major League Baseball games were called off as athletes acted in solidarity with the Milwaukee Bucks' players. https://t.co/O0Pz5pj8oN— Action News Now (@ActionNewsNow) August 27, 2020 Verkföll eru bönnuð samkvæmt samningi leikmanna og NBA-deildarinnar en atvikið með Blake í kjölfarið á því sem gerðist með George Floyd var enn eitt dæmið um það kerfisbundna óréttlæti sem blökkumenn glíma við í Bandaríkjunum. Fljótlega fóru líka að berast fréttir af því að hin liðin í NBA-úrslitakeppninni ætluðu að gera það saman og NBA-deildin frestaði síðan öllum leikjunum, líka þeim þar sem Milwaukee Bucks mætti ekki. Þetta átti að verða kvöld með þremur æsispennandi leikjum fimm í úrslitakeppninni en í staðinn fór enginn þeirra fram. NBA players react to the Bucks boycotting Game 5. pic.twitter.com/3FW2WytsU6— ESPN (@espn) August 26, 2020 Leikmenn í NBA-deildinni funduðu síðan í framhaldinu og þótt einhverjir hafi verið ósáttir með það að Milwaukee Bucks liðið lét hin liðin ekki vita þá var samtakamátturinn mikill og það verður því fróðlegt að sjá hver næstu skrefin verða. Samtakamátturinn náði líka inn í aðrar íþróttagreinar. Eftir að NBA frestaði sínum þremur leikjum þá var gekk flóðbylgja frestana yfir bandarískt íþróttalíf. Þremur leikjum í WNBA-deildinni, fimm leikjum í MLS-fótboltadeildinni og þremur leikjum í bandaríska hafnaboltanum var líka frestað. NBA Bandaríkin Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Íþróttamenn og íþróttalið í Bandaríkjunum stóðu með Milwaukee Bucks liðinu í nótt og það var því ekkert af þeim leikjum sem áttu að fara fram í öðrum íþróttagreinum í landinu. Leikmenn Milwaukee Bucks i NBA-deildinni tók þá ákvörðun fyrir leik sinn í úrslitakeppninni í gær og mæta ekki til leiks í mótmælaskyni vegna skotárásar lögreglu á blökkumanninn Jacob Blake. Atvikið gerðist í Wisconsin-fylki sem er heimafylki Milwaukee Bucks liðins. Leikmenn Milwaukee Bucks kröfðust réttlætis fyrir Jacob Blake sem var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum þegar hann fór inn í bílinn sinn þar sem voru meðal annars börnin hans þrjú. Atvikið náðist á myndband en Blake var óvopnaður. Within hours, various WNBA, Major League Soccer and Major League Baseball games were called off as athletes acted in solidarity with the Milwaukee Bucks' players. https://t.co/O0Pz5pj8oN— Action News Now (@ActionNewsNow) August 27, 2020 Verkföll eru bönnuð samkvæmt samningi leikmanna og NBA-deildarinnar en atvikið með Blake í kjölfarið á því sem gerðist með George Floyd var enn eitt dæmið um það kerfisbundna óréttlæti sem blökkumenn glíma við í Bandaríkjunum. Fljótlega fóru líka að berast fréttir af því að hin liðin í NBA-úrslitakeppninni ætluðu að gera það saman og NBA-deildin frestaði síðan öllum leikjunum, líka þeim þar sem Milwaukee Bucks mætti ekki. Þetta átti að verða kvöld með þremur æsispennandi leikjum fimm í úrslitakeppninni en í staðinn fór enginn þeirra fram. NBA players react to the Bucks boycotting Game 5. pic.twitter.com/3FW2WytsU6— ESPN (@espn) August 26, 2020 Leikmenn í NBA-deildinni funduðu síðan í framhaldinu og þótt einhverjir hafi verið ósáttir með það að Milwaukee Bucks liðið lét hin liðin ekki vita þá var samtakamátturinn mikill og það verður því fróðlegt að sjá hver næstu skrefin verða. Samtakamátturinn náði líka inn í aðrar íþróttagreinar. Eftir að NBA frestaði sínum þremur leikjum þá var gekk flóðbylgja frestana yfir bandarískt íþróttalíf. Þremur leikjum í WNBA-deildinni, fimm leikjum í MLS-fótboltadeildinni og þremur leikjum í bandaríska hafnaboltanum var líka frestað.
NBA Bandaríkin Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira