Doncic fyrstur síðan Duncan afrekaði þetta rétt fyrir aldarmót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 07:30 Luka Doncic hefur farið á kostum með liði Dallas Mavericks og bætti sig mikið þrátt fyrir mjög flott nýliðatímabil. Getty/Kevin C. Cox NBA-deildin í körfubolta tilkynnti í nótt hvaða leikmenn komust í úrvalslið NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Það eru fjölmiðlamenn sem fjalla um NBA deildarinnar sem kjósa að venju. LeBron James varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að vera valinn sextán sinnum í úrvalslið tímabilsins en fyrir þetta var var hann jafn þeim Tim Duncan, Kobe Bryant og Kareem Abdul-Jabbar. Af þessum sextán tímabilum í úrvalsliði hefur LeBron James verið þrettán sinnum í liði eitt sem er að sjálfsögðu met líka. LeBron James er orðinn 35 ára gamall en lætur ekki aldurinn hægja mikið á sér. All-NBA First Team ... pic.twitter.com/yAabstaXi4— Marc Stein (@TheSteinLine) September 16, 2020 LeBron James náði því í fyrsta sinn á ferlinum á þessu tímabili að leiða NBA-deildina í stoðsendingum en enginn gaf fleiri stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James fékk fullt hús í úrvalslið eitt alveg eins og Giannis Antetokounmpo. Anthony Davis, liðsfélagi James hjá Los Angeles Lakers var líka í liðinu en síðustu tveir leikmenn þess voru síðan Luka Doncic og James Harden. LeBron James og Anthony Davis urðu með þessu fyrstu liðsfélagarnir í úrvalsliðið eitt síðan að þeir Steve Nash og Amar'e Stoudemire voru saman í liði eitt á 2006-07 tímabilinu. Shaq og Kobe Bryant náðu þessu þrisvar sinnum á sínum tíma. Luka Don i has been named to the 2019-20 All-NBA First Team.Don i becomes the first player named to the All-NBA First Team in either his first or second season since Tim Duncan in 1998-99. pic.twitter.com/EgfDQa7400— Mavs PR (@MavsPR) September 16, 2020 Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas Mavericks er aðeins á sínu öðru ári í NBA-deildinni en hefur heldur betur stimplað sig inn í hóp bestu leikmanna hennar. Með því að vera valin í úrvalslið eitt á sínu öðru ári afrekar hann það sem hefur ekki gerst í meira en tvö áratugi. Síðasti leikmaðurinn sem var valinn í úrvalslið eitt í NBA á sínu fyrsta eða öðru ári var Tin Duncan hjá San Antonio Spurs tímabilið 1998-99. Luka Doncic var með 28,8 stig, 9,4 fráköst og 8,8 stoðsendingar að meðaltali á tímabili tvö en hafði verið með 21,2 stig, 7,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Doncic tók því mikið stökk. Doncic var síðan með 31,0 stig, 9,8 fráköst og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í sinni fyrstu úrslitakeppni á dögunum þrátt fyrir að meiðast á ökkla snemma í einvíginu á móti Los Angeles Clippers. Úrvalslið NBA-deildarinnar 2019-20: Fyrsta úrvalslið: LeBron James, Giannis Antetokounmpo, Luka Doncic, Anthony Davis, James Harden. Annað úrvalslið: Damian Lillard, Kawhi Leonard, Nikola Jokic, Chris Paul, Pascal Siakam. Þriðja úrvalslið: Ben Simmons, Jayson Tatum, Jimmy Butler, Rudy Gobert, Russell Westbrook. Full All-NBA Team voting results for 2019-20 ... pic.twitter.com/szjKaQwnRU— Marc Stein (@TheSteinLine) September 16, 2020 NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta tilkynnti í nótt hvaða leikmenn komust í úrvalslið NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Það eru fjölmiðlamenn sem fjalla um NBA deildarinnar sem kjósa að venju. LeBron James varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að vera valinn sextán sinnum í úrvalslið tímabilsins en fyrir þetta var var hann jafn þeim Tim Duncan, Kobe Bryant og Kareem Abdul-Jabbar. Af þessum sextán tímabilum í úrvalsliði hefur LeBron James verið þrettán sinnum í liði eitt sem er að sjálfsögðu met líka. LeBron James er orðinn 35 ára gamall en lætur ekki aldurinn hægja mikið á sér. All-NBA First Team ... pic.twitter.com/yAabstaXi4— Marc Stein (@TheSteinLine) September 16, 2020 LeBron James náði því í fyrsta sinn á ferlinum á þessu tímabili að leiða NBA-deildina í stoðsendingum en enginn gaf fleiri stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James fékk fullt hús í úrvalslið eitt alveg eins og Giannis Antetokounmpo. Anthony Davis, liðsfélagi James hjá Los Angeles Lakers var líka í liðinu en síðustu tveir leikmenn þess voru síðan Luka Doncic og James Harden. LeBron James og Anthony Davis urðu með þessu fyrstu liðsfélagarnir í úrvalsliðið eitt síðan að þeir Steve Nash og Amar'e Stoudemire voru saman í liði eitt á 2006-07 tímabilinu. Shaq og Kobe Bryant náðu þessu þrisvar sinnum á sínum tíma. Luka Don i has been named to the 2019-20 All-NBA First Team.Don i becomes the first player named to the All-NBA First Team in either his first or second season since Tim Duncan in 1998-99. pic.twitter.com/EgfDQa7400— Mavs PR (@MavsPR) September 16, 2020 Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas Mavericks er aðeins á sínu öðru ári í NBA-deildinni en hefur heldur betur stimplað sig inn í hóp bestu leikmanna hennar. Með því að vera valin í úrvalslið eitt á sínu öðru ári afrekar hann það sem hefur ekki gerst í meira en tvö áratugi. Síðasti leikmaðurinn sem var valinn í úrvalslið eitt í NBA á sínu fyrsta eða öðru ári var Tin Duncan hjá San Antonio Spurs tímabilið 1998-99. Luka Doncic var með 28,8 stig, 9,4 fráköst og 8,8 stoðsendingar að meðaltali á tímabili tvö en hafði verið með 21,2 stig, 7,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Doncic tók því mikið stökk. Doncic var síðan með 31,0 stig, 9,8 fráköst og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í sinni fyrstu úrslitakeppni á dögunum þrátt fyrir að meiðast á ökkla snemma í einvíginu á móti Los Angeles Clippers. Úrvalslið NBA-deildarinnar 2019-20: Fyrsta úrvalslið: LeBron James, Giannis Antetokounmpo, Luka Doncic, Anthony Davis, James Harden. Annað úrvalslið: Damian Lillard, Kawhi Leonard, Nikola Jokic, Chris Paul, Pascal Siakam. Þriðja úrvalslið: Ben Simmons, Jayson Tatum, Jimmy Butler, Rudy Gobert, Russell Westbrook. Full All-NBA Team voting results for 2019-20 ... pic.twitter.com/szjKaQwnRU— Marc Stein (@TheSteinLine) September 16, 2020
Úrvalslið NBA-deildarinnar 2019-20: Fyrsta úrvalslið: LeBron James, Giannis Antetokounmpo, Luka Doncic, Anthony Davis, James Harden. Annað úrvalslið: Damian Lillard, Kawhi Leonard, Nikola Jokic, Chris Paul, Pascal Siakam. Þriðja úrvalslið: Ben Simmons, Jayson Tatum, Jimmy Butler, Rudy Gobert, Russell Westbrook.
NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn