Opið bréf til menntamálaráðherra Sigrún Eyþórsdóttir skrifar 29. september 2020 16:00 Covid-19 lætur engan ósnortinn og áhrifin á einstaklinga eru jafn mismunandi og þeir eru margir. Í 5 ár hef hef unnið hjá dásamlegu ferðaþjónustufyrirtæki sem heitir Pink Iceland, fámennu fyrirtæki sem sinnir hinsegin ferðamönnum og skipuleggur brúðkaup af öllum stærðum og gerðum fyrir erlenda ferðamenn. Fyrirtækið nýtti sér úrræði ríkisstjórnarinnar um hlutabótaleið til að halda okkur starfsfólkinu sem lengst í vinnu en í lok maí var öllum sagt upp með von um endurráðningu þegar tímar yrðu bjartari. Við vorum tvö sem ákváðum þá að skrá okkur í háskólanám og nýta þessa skrítnu tíma til að mennta okkur frekar. Mig hefur lengi dreymt um að þróa meðferðarúrræði fyrir börn í vanda þar sem ég tengi BA menntun mína í útivistarfræði við aukna menntun í uppeldis- og menntunarfræði. Eftir að hafa skoðað heimasíðu Menntasjóðs og sett inn mínar forsendur, einstæð tveggja barna móðir sem var búin að vera á hlutabótaleið síðan um miðjan mars, átti ég rétt á láni sem nam svo til sömu upphæð og ég fengi frá Vinnumálastofnun á tekjutengdum atvinnuleysisbótum sem höfðu þá verið framlengdar til að greiða laun sex mánuða í stað þriggja. Nú voru góð ráð dýr. Það væri hagkvæmara og auðveldara að gefa drauminn um frekara nám upp á bátinn en að steypa sér í skuldir og framtíðarkvíða því ef ég kysi að fara í háskólanám myndi ég missa atvinnuleysisbæturnar og þurfa að taka námslán þar sem eftirspurn eftir mínum kröftum á sviði ferðaþjónustu er ekki mikil í augnablikinu. Sem einstæð móðir með tvo syni gæti það reynst erfitt að vera í fullri vinnu samhliða námi og einnig sinna móðurhlutverkinu sem er jú mikilvægasta hlutverkið mitt. Við getum víst ekki allar verið þær ofurkonur sem samfélagið ætlast oft til of okkur! Ég verð að viðurkenna að þetta var skrýtin staða. Sú leið sem ég vildi fara, sú leið sem þjónar hagsmunum heildarinnar og kæmi til að bæta líf mitt og barna minna setur mig í skuld við ríkið á meðan ég fengi beinlínis styrk til að halda áfram á sömu braut atvinnuleysis. Í byrjun sumars var lagt fram frumvarp þar sem að fólki var gefin kostur á að halda áfram á atvinnuleysisbótum á meðan það menntaði sig en það hefur ekki enn verið samþykkt og mér sýnist að það hafi verið tekið af borðinu og umræðan horfið á bakvið önnur mál. Að sjálfsögðu var freistandi að gefa draum minn um frekari menntun upp á bátinn þar sem ég hafði hreinlega ekki ráð á að láta hann rætast og skuldsetja mig verulega. En hvaða ákvörðun tók ég? Þetta var ekki flókið í sjálfu sér, ég ákvað að láta ekki deigan síga og halda draumnum um betra líf til streitu, setja mig í verulega skuld á þessum erfiðu tímum því unga fólkið okkar þarf fjölbreytt og góð úrræði undir handleiðslu menntaðs fólks með ástríðu fyrir því sem þau gera. Við sem höfum þessa ástríðu eigum betur heima á skólabekk en á atvinnuleysisbótum. Getum við séð ekki það sem ljósan punkt í þessum heimsfaraldri að fólk er að staldra við, endurhugsa og endurmeta lífið og nýta tækifærið til að mennta sig í stað þess að sitja heima og bíða bjartari tíma? Ég stend ekki ein í þessum sporum. Fjöldi fólks þurfti að taka erfiðar ákvarðanir út frá þessum brengluðu forsendum sem ég útlista hér að ofan. Í dag gefur ríkisstjórnin síðan út annan aðgerðapakka þar sem aftur er gengið framhjá þessum mikilvæga hópi fólks. Kæri menntamálaráðherra, má ég biðja þig um að endurvekja þetta frumvarp og bjóða okkur námsmönnum að halda áfram á atvinnuleysisbótum eða fá sambærilegan styrk frá ríkinu svo við getum látið drauma okkar rætast og á sama tíma gert okkar samfélag betra. Höfundur er ferðaskipuleggjandi, háskólanemi og tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Covid-19 lætur engan ósnortinn og áhrifin á einstaklinga eru jafn mismunandi og þeir eru margir. Í 5 ár hef hef unnið hjá dásamlegu ferðaþjónustufyrirtæki sem heitir Pink Iceland, fámennu fyrirtæki sem sinnir hinsegin ferðamönnum og skipuleggur brúðkaup af öllum stærðum og gerðum fyrir erlenda ferðamenn. Fyrirtækið nýtti sér úrræði ríkisstjórnarinnar um hlutabótaleið til að halda okkur starfsfólkinu sem lengst í vinnu en í lok maí var öllum sagt upp með von um endurráðningu þegar tímar yrðu bjartari. Við vorum tvö sem ákváðum þá að skrá okkur í háskólanám og nýta þessa skrítnu tíma til að mennta okkur frekar. Mig hefur lengi dreymt um að þróa meðferðarúrræði fyrir börn í vanda þar sem ég tengi BA menntun mína í útivistarfræði við aukna menntun í uppeldis- og menntunarfræði. Eftir að hafa skoðað heimasíðu Menntasjóðs og sett inn mínar forsendur, einstæð tveggja barna móðir sem var búin að vera á hlutabótaleið síðan um miðjan mars, átti ég rétt á láni sem nam svo til sömu upphæð og ég fengi frá Vinnumálastofnun á tekjutengdum atvinnuleysisbótum sem höfðu þá verið framlengdar til að greiða laun sex mánuða í stað þriggja. Nú voru góð ráð dýr. Það væri hagkvæmara og auðveldara að gefa drauminn um frekara nám upp á bátinn en að steypa sér í skuldir og framtíðarkvíða því ef ég kysi að fara í háskólanám myndi ég missa atvinnuleysisbæturnar og þurfa að taka námslán þar sem eftirspurn eftir mínum kröftum á sviði ferðaþjónustu er ekki mikil í augnablikinu. Sem einstæð móðir með tvo syni gæti það reynst erfitt að vera í fullri vinnu samhliða námi og einnig sinna móðurhlutverkinu sem er jú mikilvægasta hlutverkið mitt. Við getum víst ekki allar verið þær ofurkonur sem samfélagið ætlast oft til of okkur! Ég verð að viðurkenna að þetta var skrýtin staða. Sú leið sem ég vildi fara, sú leið sem þjónar hagsmunum heildarinnar og kæmi til að bæta líf mitt og barna minna setur mig í skuld við ríkið á meðan ég fengi beinlínis styrk til að halda áfram á sömu braut atvinnuleysis. Í byrjun sumars var lagt fram frumvarp þar sem að fólki var gefin kostur á að halda áfram á atvinnuleysisbótum á meðan það menntaði sig en það hefur ekki enn verið samþykkt og mér sýnist að það hafi verið tekið af borðinu og umræðan horfið á bakvið önnur mál. Að sjálfsögðu var freistandi að gefa draum minn um frekari menntun upp á bátinn þar sem ég hafði hreinlega ekki ráð á að láta hann rætast og skuldsetja mig verulega. En hvaða ákvörðun tók ég? Þetta var ekki flókið í sjálfu sér, ég ákvað að láta ekki deigan síga og halda draumnum um betra líf til streitu, setja mig í verulega skuld á þessum erfiðu tímum því unga fólkið okkar þarf fjölbreytt og góð úrræði undir handleiðslu menntaðs fólks með ástríðu fyrir því sem þau gera. Við sem höfum þessa ástríðu eigum betur heima á skólabekk en á atvinnuleysisbótum. Getum við séð ekki það sem ljósan punkt í þessum heimsfaraldri að fólk er að staldra við, endurhugsa og endurmeta lífið og nýta tækifærið til að mennta sig í stað þess að sitja heima og bíða bjartari tíma? Ég stend ekki ein í þessum sporum. Fjöldi fólks þurfti að taka erfiðar ákvarðanir út frá þessum brengluðu forsendum sem ég útlista hér að ofan. Í dag gefur ríkisstjórnin síðan út annan aðgerðapakka þar sem aftur er gengið framhjá þessum mikilvæga hópi fólks. Kæri menntamálaráðherra, má ég biðja þig um að endurvekja þetta frumvarp og bjóða okkur námsmönnum að halda áfram á atvinnuleysisbótum eða fá sambærilegan styrk frá ríkinu svo við getum látið drauma okkar rætast og á sama tíma gert okkar samfélag betra. Höfundur er ferðaskipuleggjandi, háskólanemi og tveggja barna móðir.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun