Segja algjört kjaftæði að Jón Arnór hafi farið í Val fyrir hærri laun Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2020 10:30 Jón Arnór Stefánsson vann fimm Íslandsmeistaratitla með KR en er nú leikmaður Vals. VÍSIR/DANÍEL „Jón Arnór er ekki að fara að enda ferilinn annars staðar en hjá KR vegna þess að hann fái eitthvað aðeins meira hjá öðru liði. Það er ekki fræðilegur möguleiki.“ Þetta sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Jóns Arnórs Stefánssonar, þegar vistaskipti Jóns frá uppeldisfélagi hans KR til Vals voru rædd í upphitunarþætti Dominos Körfuboltakvölds. Jón Arnór gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld þegar liðið mætir Stjörnunni í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég veit svo sem ekki nákvæmlega hver ástæðan er fyrir því að Jón Arnór fór í Val, ég hef ekki rætt það við hann, en það kom mér mjög á óvart. Ég hef talað einu sinni við hann eftir þetta og þá vorum við að ræða nýja rappmyndbandið hjá Magga Mix, þannig að við fórum nú ekki einu sinni í þetta. En ég get alla vega sagt ykkur að ein af ástæðunum er ekki peningar,“ sagði Benedikt. Þarf ekki að fá hundrað þúsund í viðbót annars staðar „Jón Arnór Stefánsson, ég get fullyrt þetta, er ekki að fara úr KR í Val fyrir einhverja aðeins meiri upphæð en hann fær frá KR. Það er umræða sem að böggar mig pínu. Hann er ekki að fara að enda ferilinn annars staðar en hjá KR vegna þess að hann fái eitthvað aðeins meira hjá öðru liði. Það er ekki fræðilegur möguleiki. Hann þarf ekkert að fá 100 þúsund kalli meira annars staðar. Hann hefur væntanlega einhverjar aðrar ástæður, þannig að hættið þessu peningakjaftæði alla vega í hans tilfelli,“ sagði Benedikt. Þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson benti á að Jón gæti hafa horft á þær miklu breytingar sem orðið hafa hjá KR og fundist vænni kostur að spila með Pavel Ermolinskij og fyrir Finn Frey Stefánsson. Af hverju ekki að taka áskoruninni með einum besta vini sínum? „Hann hefur líka sagt það að hann vildi nýja áskorun,“ sagði Hermann Hauksson. „Hann vildi taka alla vega eitt tímabil í viðbót, fá nýja áskorun, og af hverju ekki að taka hana með einum besta vini sínum, Pavel? Og með þjálfara sem þekkir þig inn og út, veit hversu mikla hvíld þú þarft og hvernig þú æfir. Hann þarf meiri hvíld en aðrir leikmenn í deildinni, eðlilega,“ sagði Hermann, og tók svo undir með Benedikt: „Þetta peningakjaftæði í kringum Jón er bara galið. Það er svipað og ég færi að blása toppinn frá enninu, þetta er það galið. Við skulum því bara hætta öllu svoleiðis kjaftæði, meta það að hann vilji taka eitt ár í viðbót, annars staðar en hjá KR. Hann er búinn að skila öllu sem hægt er að skila til KR og menn eiga bara að klappa honum á bakið og óska honum alls hins besta.“ Klippa: Dominos Körfuboltakvöld - Af hverju fór Jón Arnór til Vals? Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir „Er og verð alltaf KR-ingur“ Rætt var við Jón Arnór Stefánsson – einn besta körfuboltamann Íslandssögunnar – í Sportpakka kvöldsins en skipti hans úr KR yfir í Val voru staðfest í dag. 5. ágúst 2020 19:35 Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00 „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira
„Jón Arnór er ekki að fara að enda ferilinn annars staðar en hjá KR vegna þess að hann fái eitthvað aðeins meira hjá öðru liði. Það er ekki fræðilegur möguleiki.“ Þetta sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Jóns Arnórs Stefánssonar, þegar vistaskipti Jóns frá uppeldisfélagi hans KR til Vals voru rædd í upphitunarþætti Dominos Körfuboltakvölds. Jón Arnór gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld þegar liðið mætir Stjörnunni í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég veit svo sem ekki nákvæmlega hver ástæðan er fyrir því að Jón Arnór fór í Val, ég hef ekki rætt það við hann, en það kom mér mjög á óvart. Ég hef talað einu sinni við hann eftir þetta og þá vorum við að ræða nýja rappmyndbandið hjá Magga Mix, þannig að við fórum nú ekki einu sinni í þetta. En ég get alla vega sagt ykkur að ein af ástæðunum er ekki peningar,“ sagði Benedikt. Þarf ekki að fá hundrað þúsund í viðbót annars staðar „Jón Arnór Stefánsson, ég get fullyrt þetta, er ekki að fara úr KR í Val fyrir einhverja aðeins meiri upphæð en hann fær frá KR. Það er umræða sem að böggar mig pínu. Hann er ekki að fara að enda ferilinn annars staðar en hjá KR vegna þess að hann fái eitthvað aðeins meira hjá öðru liði. Það er ekki fræðilegur möguleiki. Hann þarf ekkert að fá 100 þúsund kalli meira annars staðar. Hann hefur væntanlega einhverjar aðrar ástæður, þannig að hættið þessu peningakjaftæði alla vega í hans tilfelli,“ sagði Benedikt. Þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson benti á að Jón gæti hafa horft á þær miklu breytingar sem orðið hafa hjá KR og fundist vænni kostur að spila með Pavel Ermolinskij og fyrir Finn Frey Stefánsson. Af hverju ekki að taka áskoruninni með einum besta vini sínum? „Hann hefur líka sagt það að hann vildi nýja áskorun,“ sagði Hermann Hauksson. „Hann vildi taka alla vega eitt tímabil í viðbót, fá nýja áskorun, og af hverju ekki að taka hana með einum besta vini sínum, Pavel? Og með þjálfara sem þekkir þig inn og út, veit hversu mikla hvíld þú þarft og hvernig þú æfir. Hann þarf meiri hvíld en aðrir leikmenn í deildinni, eðlilega,“ sagði Hermann, og tók svo undir með Benedikt: „Þetta peningakjaftæði í kringum Jón er bara galið. Það er svipað og ég færi að blása toppinn frá enninu, þetta er það galið. Við skulum því bara hætta öllu svoleiðis kjaftæði, meta það að hann vilji taka eitt ár í viðbót, annars staðar en hjá KR. Hann er búinn að skila öllu sem hægt er að skila til KR og menn eiga bara að klappa honum á bakið og óska honum alls hins besta.“ Klippa: Dominos Körfuboltakvöld - Af hverju fór Jón Arnór til Vals?
Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir „Er og verð alltaf KR-ingur“ Rætt var við Jón Arnór Stefánsson – einn besta körfuboltamann Íslandssögunnar – í Sportpakka kvöldsins en skipti hans úr KR yfir í Val voru staðfest í dag. 5. ágúst 2020 19:35 Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00 „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira
„Er og verð alltaf KR-ingur“ Rætt var við Jón Arnór Stefánsson – einn besta körfuboltamann Íslandssögunnar – í Sportpakka kvöldsins en skipti hans úr KR yfir í Val voru staðfest í dag. 5. ágúst 2020 19:35
Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00
„Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29
Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14