„Það er ekkert meiri ófyrirsjáanleiki en staðan kallar á“ Sylvía Hall skrifar 5. október 2020 18:53 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að sömu lögmál munu gilda varðandi lokunarstyrki til fyrirtækja og áður, nú þegar mörgum hefur verið gert að loka á ný vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Staðan sé erfið hjá mörgum en stjórnvöld muni leita leiða til þess að mæta fyrirtækjum í rekstrarvanda. „Auðvitað er staðan þannig að við erum að sjá fyrirtæki í mjög fjölþættum vanda. Í fyrsta lagi eru það þau sem hafa þurft að loka vegna sóttvarnaráðstafana, síðan eru önnur fyrirtæki þar sem staðan er mjög þung vegna efnahagslegra áhrifa. Þá þarf aðrar leiðir til þess að mæta þeim aðilum,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lokunarstyrkir voru kynntir til sögunnar eftir að mörgum rekstraraðilum var gert að stöðva starfsemi í fyrstu bylgju faraldursins. Áttu þeir rétt á lokunarstyrkjum að uppfylltum ýmsum skilyrðum, en mörgum þótti skilyrðin heldur ströng. Katrín segir stöðuna þunga fyrir marga. „Þetta er þung staða fyrir aðila en það er auðvitað mismunandi líka hvaða staða tekur við á eftir. Vonandi geta flestir þessara aðila opnað aftur og tekið síðan upp fyrri starfsemi, við vonum það að sjálfsögðu. Aðgerðirnar eru til þess að við getum aftur komið samfélaginu í gang þegar þessu lýkur.“ Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir ófyrirsjáanleika í sínum aðgerðum. Fyrirvari um nýjar sóttvarnaaðgerðir þótti heldur stuttur og margir töldu sig vera í óvissu varðandi hvernig skyldi túlka aðgerðirnar út frá sinni starfsemi. Að sögn Katrínar býður staðan ekki upp á annað. „Það er ekkert meiri ófyrirsjáanleiki en staðan kallar á.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Forsætisráðherra segir að sömu lögmál munu gilda varðandi lokunarstyrki til fyrirtækja og áður, nú þegar mörgum hefur verið gert að loka á ný vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Staðan sé erfið hjá mörgum en stjórnvöld muni leita leiða til þess að mæta fyrirtækjum í rekstrarvanda. „Auðvitað er staðan þannig að við erum að sjá fyrirtæki í mjög fjölþættum vanda. Í fyrsta lagi eru það þau sem hafa þurft að loka vegna sóttvarnaráðstafana, síðan eru önnur fyrirtæki þar sem staðan er mjög þung vegna efnahagslegra áhrifa. Þá þarf aðrar leiðir til þess að mæta þeim aðilum,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lokunarstyrkir voru kynntir til sögunnar eftir að mörgum rekstraraðilum var gert að stöðva starfsemi í fyrstu bylgju faraldursins. Áttu þeir rétt á lokunarstyrkjum að uppfylltum ýmsum skilyrðum, en mörgum þótti skilyrðin heldur ströng. Katrín segir stöðuna þunga fyrir marga. „Þetta er þung staða fyrir aðila en það er auðvitað mismunandi líka hvaða staða tekur við á eftir. Vonandi geta flestir þessara aðila opnað aftur og tekið síðan upp fyrri starfsemi, við vonum það að sjálfsögðu. Aðgerðirnar eru til þess að við getum aftur komið samfélaginu í gang þegar þessu lýkur.“ Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir ófyrirsjáanleika í sínum aðgerðum. Fyrirvari um nýjar sóttvarnaaðgerðir þótti heldur stuttur og margir töldu sig vera í óvissu varðandi hvernig skyldi túlka aðgerðirnar út frá sinni starfsemi. Að sögn Katrínar býður staðan ekki upp á annað. „Það er ekkert meiri ófyrirsjáanleiki en staðan kallar á.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir