Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2020 23:25 Agnes Ósk Guðjónsdóttir er varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga og rekur einnig GK snyrtistofu í Mosfellsbæ. Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun. Flestir sýni þó hertum kórónuveiruaðgerðum skilning þar sem heilsa fólks þurfi að vera í forgangi. Lokunin nú beri talsvert bráðar að en í vor. Hertar kórónuveiruaðgerðir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið. Snyrtistofum, hárgreiðslustofum, nuddstofum, húðflúrsstofum og annarri sambærilegri starfsemi á svæðinu verður gert að loka frá og með deginum á morgun. Þeir sem eiga bókaðan tíma í handsnyrtingu eða klippingu í fyrramálið þurfa því að sitja heima. Agnes Ósk Guðjónsdóttir er varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga, auk þess sem hún rekur GK snyrtistofu í Mosfellsbæ. Agnes segir í samtali við Vísi að það sé auðvitað erfitt að þurfa að grípa til lokana á nýjan leik en heilsa fólks verði að vera í forgangi. Snyrtistofum, hárgreiðslustofum og sambærilegri starfsemi var gert að skella í lás í fyrstu bylgju faraldursins. Lokað var í sex vikur; frá 24. mars til 4. maí. Agnes segir að það hafi ekkert endilega verið viðbúið nú að snyrtistofur þyrftu að loka. Fyrirvarinn frá yfirvöldum sé talsvert skemmri nú en áður. „Nei, í raun og veru ekki. Það er kannski bara á þessum fundi í dag klukkan þrjú að Þórólfur [Guðnason sóttvarnalæknir] hafi aðeins gefið í skyn að það yrðu lokanir. Hann nefndi „einyrkja“ á fundinum þannig að það hefðu margir aðrir getað tekið þetta til sín líka,“ segir Agnes. „Þetta er óvæntara en þarna í vor. Hertu aðgerðirnar sem tóku gildi í dag til dæmis, það vissu allir af þeim strax um helgina. En núna þarf að skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara.“ Agnes kveðst þó hafa mikla samúð með sóttvarnalækni og þeim sem taka þurfi ákvarðanir um veiruaðgerðir. Þá telur hún að flestir sýni lokununum nú mikinn skilning. „En svona hlutir eru auðvitað erfiðir litlum fyrirtækjum og lokanir geta haft mjög langvinn áhrif. Margir eru eflaust enn að vinna upp tapið eftir síðustu lokun, það er ýmislegt sem hefur safnast upp. Svo tekur ákveðinn tíma að vinda ofan af þessu og margir eru jafnvel að gera það enn núna þegar er aftur klippt á tekjuflæðið. En þetta er náttúrulega eins og hjá öllum öðrum, við erum öll í sama bátnum með þetta,“ segir Agnes. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gerðu alls ekki ráð fyrir svo mörgum smitum Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að teymið sem haldið hefur úti spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi alls ekki gert ráð fyrir þeim mikla fjölda sem greindist með veiruna í gær. 6. október 2020 20:54 Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Verst þegar fólk leitar að blóraböggli Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. 6. október 2020 20:02 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun. Flestir sýni þó hertum kórónuveiruaðgerðum skilning þar sem heilsa fólks þurfi að vera í forgangi. Lokunin nú beri talsvert bráðar að en í vor. Hertar kórónuveiruaðgerðir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið. Snyrtistofum, hárgreiðslustofum, nuddstofum, húðflúrsstofum og annarri sambærilegri starfsemi á svæðinu verður gert að loka frá og með deginum á morgun. Þeir sem eiga bókaðan tíma í handsnyrtingu eða klippingu í fyrramálið þurfa því að sitja heima. Agnes Ósk Guðjónsdóttir er varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga, auk þess sem hún rekur GK snyrtistofu í Mosfellsbæ. Agnes segir í samtali við Vísi að það sé auðvitað erfitt að þurfa að grípa til lokana á nýjan leik en heilsa fólks verði að vera í forgangi. Snyrtistofum, hárgreiðslustofum og sambærilegri starfsemi var gert að skella í lás í fyrstu bylgju faraldursins. Lokað var í sex vikur; frá 24. mars til 4. maí. Agnes segir að það hafi ekkert endilega verið viðbúið nú að snyrtistofur þyrftu að loka. Fyrirvarinn frá yfirvöldum sé talsvert skemmri nú en áður. „Nei, í raun og veru ekki. Það er kannski bara á þessum fundi í dag klukkan þrjú að Þórólfur [Guðnason sóttvarnalæknir] hafi aðeins gefið í skyn að það yrðu lokanir. Hann nefndi „einyrkja“ á fundinum þannig að það hefðu margir aðrir getað tekið þetta til sín líka,“ segir Agnes. „Þetta er óvæntara en þarna í vor. Hertu aðgerðirnar sem tóku gildi í dag til dæmis, það vissu allir af þeim strax um helgina. En núna þarf að skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara.“ Agnes kveðst þó hafa mikla samúð með sóttvarnalækni og þeim sem taka þurfi ákvarðanir um veiruaðgerðir. Þá telur hún að flestir sýni lokununum nú mikinn skilning. „En svona hlutir eru auðvitað erfiðir litlum fyrirtækjum og lokanir geta haft mjög langvinn áhrif. Margir eru eflaust enn að vinna upp tapið eftir síðustu lokun, það er ýmislegt sem hefur safnast upp. Svo tekur ákveðinn tíma að vinda ofan af þessu og margir eru jafnvel að gera það enn núna þegar er aftur klippt á tekjuflæðið. En þetta er náttúrulega eins og hjá öllum öðrum, við erum öll í sama bátnum með þetta,“ segir Agnes.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gerðu alls ekki ráð fyrir svo mörgum smitum Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að teymið sem haldið hefur úti spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi alls ekki gert ráð fyrir þeim mikla fjölda sem greindist með veiruna í gær. 6. október 2020 20:54 Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Verst þegar fólk leitar að blóraböggli Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. 6. október 2020 20:02 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Gerðu alls ekki ráð fyrir svo mörgum smitum Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að teymið sem haldið hefur úti spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi alls ekki gert ráð fyrir þeim mikla fjölda sem greindist með veiruna í gær. 6. október 2020 20:54
Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19
Verst þegar fólk leitar að blóraböggli Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. 6. október 2020 20:02