Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 7. október 2020 07:00 Frá viðburðinum í Rósagarðinum 26. september. Fjöldi manns kom þar saman vegna tilnefningar Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara og er talið að rekja megi hópsmitið í Hvíta húsinu til viðburðarins. Getty/Jabin Botsford Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. Miller hafði verið í sóttkví síðustu fimm daga og er nú kominn í einangrun. Hann sagði í yfirlýsingu að hann hefði greinst neikvæður alla daga allt þar til í gær. Eiginkona hans, Katie Miller, sem starfar sem talskona Mike Pence, varaforseta, greindist með veiruna í maí en náði sér. Nú lætur nærri að um tuttugu manns sem starfa í Hvíta húsinu að jafnaði séu smitaðir af veirunni. Leiddar eru líkur að því að athöfn sem haldin var í Rósagarðinum svokallaða þann 26. september hafi orsakað hópsmitið. Athöfnin var haldin til þess að kynna val Trumps á Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara. Þá virðist sem smit sé einnig komið upp hjá æðstu hershöfðingjum Bandaríkjahers og strandgæslunnar, en Charles Ray, aðmíráll og næst æðsti stjórnandi strandgæslunnar er smitaður. Fjöldi háttsettra hermanna er því kominn í sóttkví, þar á meðal nær allt herforingjaráðið svokallaða og þar á meðal formaður þess, en þeir hittu Ray aðmírál á fundi í síðustu viku. Segir að kappræðurnar ættu ekki að fara fram ef Trump er enn smitaður Fimm dagar eru síðan Trump tilkynnti að hann og Melania Trump, eiginkona hans væru smituð af kórónuveirunni. Trump lagðist inn á sjúkrahús daginn eftir en var útskrifaður á mánudag. Hann hefur sagt að honum líði vel og að hann hlakki til næstu kappræðna við Joe Biden, frambjóðanda Demókrata í forsetakosningunum, sem ættu að vera þann 15. október næstkomandi í Flórída. Biden segir aftur á móti að kappræðurnar ættu ekki að fara fram ef Trump verður enn smitaður af kórónuveirunni. Hann segir það ekki við hæfi að halda kappræðurnar í slíkum skugga auk þess sem það gefi slæm skilaboð út í samfélagið ef stjórnmálamenn fari ekki eftir samskiptareglum í faraldrinum, en Trump ætti að vera í einangrun ef hann er enn smitaður af veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Sjá meira
Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. Miller hafði verið í sóttkví síðustu fimm daga og er nú kominn í einangrun. Hann sagði í yfirlýsingu að hann hefði greinst neikvæður alla daga allt þar til í gær. Eiginkona hans, Katie Miller, sem starfar sem talskona Mike Pence, varaforseta, greindist með veiruna í maí en náði sér. Nú lætur nærri að um tuttugu manns sem starfa í Hvíta húsinu að jafnaði séu smitaðir af veirunni. Leiddar eru líkur að því að athöfn sem haldin var í Rósagarðinum svokallaða þann 26. september hafi orsakað hópsmitið. Athöfnin var haldin til þess að kynna val Trumps á Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara. Þá virðist sem smit sé einnig komið upp hjá æðstu hershöfðingjum Bandaríkjahers og strandgæslunnar, en Charles Ray, aðmíráll og næst æðsti stjórnandi strandgæslunnar er smitaður. Fjöldi háttsettra hermanna er því kominn í sóttkví, þar á meðal nær allt herforingjaráðið svokallaða og þar á meðal formaður þess, en þeir hittu Ray aðmírál á fundi í síðustu viku. Segir að kappræðurnar ættu ekki að fara fram ef Trump er enn smitaður Fimm dagar eru síðan Trump tilkynnti að hann og Melania Trump, eiginkona hans væru smituð af kórónuveirunni. Trump lagðist inn á sjúkrahús daginn eftir en var útskrifaður á mánudag. Hann hefur sagt að honum líði vel og að hann hlakki til næstu kappræðna við Joe Biden, frambjóðanda Demókrata í forsetakosningunum, sem ættu að vera þann 15. október næstkomandi í Flórída. Biden segir aftur á móti að kappræðurnar ættu ekki að fara fram ef Trump verður enn smitaður af kórónuveirunni. Hann segir það ekki við hæfi að halda kappræðurnar í slíkum skugga auk þess sem það gefi slæm skilaboð út í samfélagið ef stjórnmálamenn fari ekki eftir samskiptareglum í faraldrinum, en Trump ætti að vera í einangrun ef hann er enn smitaður af veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Sjá meira