Læknir forsetans segir hann ekki smita lengur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2020 07:36 Trump ávarpaði stuðningsmenn sína af svölum Hvíta hússins í gær. Síðar um daginn tilkynnti læknir hans um að Trump væri ekki lengur smitandi af kórónuveirunni. Samuel Corum/Getty Sean Conley, læknir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur gefið út minnisblað þar sem hann greinir frá því að hann telji forsetann ekki lengur eiga á hættu að smita aðra af kórónuveirunni. Hann þurfi því ekki lengur að sæta einangrun. Minnisblaðið var gefið út í gær, eftir að forsetinn kom fram á svölum Hvíta hússins og hélt ræðu fyrir hóp stuðningsmanna sinna. BBC greinir frá. Trump no longer needs to isolate, his doctor says pic.twitter.com/lQQ6KRANle— David S. Joachim (@davidjoachim) October 11, 2020 Trump greindist með veiruna í upphafi þessa mánaðar. Í minnisblaði læknis Hvíta hússins segir að veirumagnið í líkama forsetans fari minnkandi, og ekkert bendi til þess að hann geti smitað aðra. Það kemur þó hvergi fram hvort forsetinn prófaðist neikvæður fyrir veirunni við síðustu sýnatöku. Trump fór að finna fyrir einkennum Covid-19 fyrir tíu dögum síðan. Degi síðar, 2. október, var hann færður á Walter Reed-spítalann, þar sem hann dvaldist í þrjár nætur. Eins og áður sagði ávarpaði forsetinn stuðningsmenn sína af svölum Hvíta hússins í gær. Þar sagði hann að sér liði vel og fullyrti að hann væri hættur að taka nokkurs konar lyf við Covid-19. Trump sækist nú eftir endurkjöri til embættis forseta Bandaríkjanna í umboði Repúblikanaflokksins og etur þar kappi við Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrataflokksins. Kosningarnar fara fram 3. nóvember næstkomandi, en undanfarið hefur Biden mælst með talsvert forskot á Trump á landsvísu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Sean Conley, læknir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur gefið út minnisblað þar sem hann greinir frá því að hann telji forsetann ekki lengur eiga á hættu að smita aðra af kórónuveirunni. Hann þurfi því ekki lengur að sæta einangrun. Minnisblaðið var gefið út í gær, eftir að forsetinn kom fram á svölum Hvíta hússins og hélt ræðu fyrir hóp stuðningsmanna sinna. BBC greinir frá. Trump no longer needs to isolate, his doctor says pic.twitter.com/lQQ6KRANle— David S. Joachim (@davidjoachim) October 11, 2020 Trump greindist með veiruna í upphafi þessa mánaðar. Í minnisblaði læknis Hvíta hússins segir að veirumagnið í líkama forsetans fari minnkandi, og ekkert bendi til þess að hann geti smitað aðra. Það kemur þó hvergi fram hvort forsetinn prófaðist neikvæður fyrir veirunni við síðustu sýnatöku. Trump fór að finna fyrir einkennum Covid-19 fyrir tíu dögum síðan. Degi síðar, 2. október, var hann færður á Walter Reed-spítalann, þar sem hann dvaldist í þrjár nætur. Eins og áður sagði ávarpaði forsetinn stuðningsmenn sína af svölum Hvíta hússins í gær. Þar sagði hann að sér liði vel og fullyrti að hann væri hættur að taka nokkurs konar lyf við Covid-19. Trump sækist nú eftir endurkjöri til embættis forseta Bandaríkjanna í umboði Repúblikanaflokksins og etur þar kappi við Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrataflokksins. Kosningarnar fara fram 3. nóvember næstkomandi, en undanfarið hefur Biden mælst með talsvert forskot á Trump á landsvísu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira