Fótboltastelpur fái meiri athygli því þær séu hvítar, litlar og sætar Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2020 08:00 Megan Rapinoe og Sue Bird í fagnaðarlátunume ftir að Bird og stöllur hennar í Seattle Storm urðu WNBA-meistarar. Getty/Julio Aguilar Sue Bird segir körfubolta kvenna ekki njóta sömu fjölmiðlaathygli og vinsælda í Bandaríkjunum eins og fótboltann vegna þess hvaða samfélagshópar spili íþróttirnar. Bird hefur fjórum sinnum orðið ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og fjórum sinnum heimsmeistari. Hún vann svo WNBA-meistaratitilinn í fjórða sinn á dögunum með Seattle Storm. Bird er kærasta Megan Rapinoe sem verið hefur í stóru hlutverki innan sem utan vallar sem leikmaður bandaríska fótboltalandsliðsins. Rapinoe tók í sama streng og Bird í grein sem hún skrifaði varðandi þann mismun sem verið hefur á milli íþróttagreinanna, hvað athygli og vinsældir í Bandaríkjunum snertir. „Jafnvel þó að við séum báðar íþróttakonur að keppa á hæsta stigi þá eru okkar heimar, fótbolta- og körfuboltaheimurinn, gjörólíkir,“ sagði Bird við CNN. Rapinoe: Land með langa sögu kynþáttaníðs og haturs í garð samkynhneigðra „Og til að tala hreint út þá er það vegna þess hvaða samfélagshópar eru að spila. Knattspyrnukonur eru vanalega sætar, litlar, hvítar stelpur á meðan að við WNBA-leikmenn erum af öllum stærðum og gerðum… mikið af svörtum, samkynhneigðum og hávöxnum konum. Í því felst kannski einhver ógnunarþáttur og fólk er fljótt að dæma og hætta við þetta,“ sagði Bird. Megan Rapinoe og fótboltalandsliðið nutu sviðsljóssins í fyrra og Rapinoe spyr hvers vegna körfuboltalandsliðið fái ekki sömu athygli.Getty/Ira L. Black Í pistli sínum talaði Rapinoe einnig að vanda tæpitungulaust. „Þetta land er með langa sögu kynþáttaníðs og fordóma í garð samkynhneigðra. Og ef að maður skoðar hverjar spila í WNBA þá eru þær flestar svartar og margar þeirra eru samkynhneigðar,“ segir Rapinoe. Rapinoe vonar að hlutirnir breytist og að Bird og aðrar körfuboltakonur njóti sams konar stuðnings og athygli og fótboltalandsliðið fékk í kringum HM í fyrra, þar sem Bandaríkin unnu heimsmeistaratitilinn eins og körfuboltalandsliðið er svo vant að gera: „Hvar er þessi sama orka fyrir bestu körfuboltakonur jarðarinnar? Hvar er þessi orka fyrir íþrótt sem í stað þess að vera full af sætum, hvítum og gagnkynhneigðum er með hávaxna, svarta og samkynhneigða??“ Fótbolti Körfubolti Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Sue Bird segir körfubolta kvenna ekki njóta sömu fjölmiðlaathygli og vinsælda í Bandaríkjunum eins og fótboltann vegna þess hvaða samfélagshópar spili íþróttirnar. Bird hefur fjórum sinnum orðið ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og fjórum sinnum heimsmeistari. Hún vann svo WNBA-meistaratitilinn í fjórða sinn á dögunum með Seattle Storm. Bird er kærasta Megan Rapinoe sem verið hefur í stóru hlutverki innan sem utan vallar sem leikmaður bandaríska fótboltalandsliðsins. Rapinoe tók í sama streng og Bird í grein sem hún skrifaði varðandi þann mismun sem verið hefur á milli íþróttagreinanna, hvað athygli og vinsældir í Bandaríkjunum snertir. „Jafnvel þó að við séum báðar íþróttakonur að keppa á hæsta stigi þá eru okkar heimar, fótbolta- og körfuboltaheimurinn, gjörólíkir,“ sagði Bird við CNN. Rapinoe: Land með langa sögu kynþáttaníðs og haturs í garð samkynhneigðra „Og til að tala hreint út þá er það vegna þess hvaða samfélagshópar eru að spila. Knattspyrnukonur eru vanalega sætar, litlar, hvítar stelpur á meðan að við WNBA-leikmenn erum af öllum stærðum og gerðum… mikið af svörtum, samkynhneigðum og hávöxnum konum. Í því felst kannski einhver ógnunarþáttur og fólk er fljótt að dæma og hætta við þetta,“ sagði Bird. Megan Rapinoe og fótboltalandsliðið nutu sviðsljóssins í fyrra og Rapinoe spyr hvers vegna körfuboltalandsliðið fái ekki sömu athygli.Getty/Ira L. Black Í pistli sínum talaði Rapinoe einnig að vanda tæpitungulaust. „Þetta land er með langa sögu kynþáttaníðs og fordóma í garð samkynhneigðra. Og ef að maður skoðar hverjar spila í WNBA þá eru þær flestar svartar og margar þeirra eru samkynhneigðar,“ segir Rapinoe. Rapinoe vonar að hlutirnir breytist og að Bird og aðrar körfuboltakonur njóti sams konar stuðnings og athygli og fótboltalandsliðið fékk í kringum HM í fyrra, þar sem Bandaríkin unnu heimsmeistaratitilinn eins og körfuboltalandsliðið er svo vant að gera: „Hvar er þessi sama orka fyrir bestu körfuboltakonur jarðarinnar? Hvar er þessi orka fyrir íþrótt sem í stað þess að vera full af sætum, hvítum og gagnkynhneigðum er með hávaxna, svarta og samkynhneigða??“
Fótbolti Körfubolti Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira