Kínversk tæknifyrirtæki gerð útlæg í Svíþjóð Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2020 08:29 Bandaríkjastjórn hefur gengið fast eftir því að Evrópuríki banni búnað frá Huawei við uppbyggingu 5G-farnets. Bretar og Svíar hafa orðið við því. Vísir/EPA Sænsk fjarskiptayfirvöld ætla ekki að leyfa búnað frá kínversku tæknifyrirtækjunum Huawei og ZTE við uppbyggingu á 5G-farneti og vísa í áhættumat hersins og leyniþjónustunnar. Útboð á tíðnisviðum vegna 5G fer fram í Svíþjóð í næsta mánuði. Bandaríkjastjórn hefur þrýst á Evrópuríki að úthýsa kínverskum tæknifyrirtækjum og heldur því fram að af þeim stafi öryggisógn þar sem þeim beri skylda til að aðstoða kommúnistastjórnina við njósnir. Fyrirtækin hafa hafnað því að þau séu handbendi kínverskra stjórnvalda. Fjarskiptastofnun Svíþjóðar tilkynnti í dag að fyrirtæki sem taka þátt í tíðnisviðsútboðinu verði að losa sig við búnað frá Huawei og ZTE úr meginkerfum sínum fyrir 1. janúar árið 2025, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Huawei og ZTE hafa enn ekki brugðist við ákvörðuninni. Bretar urðu fyrsta Evrópuþjóðin til þess að banna Huawei-búnað við uppbyggingu 5G-netsins í júlí. Þar þurfa fyrirtæki að losa sig við kínverskan búnað fyrir árið 2027. Íslensku fjarskiptafyrirtækin Vodafone og Nova sem vinna að uppbyggingu 5G-nets á Íslandi notast bæði við búnað frá Huawei. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á einnig Vodafone. Huawei Kína Svíþjóð Tækni Fjarskipti Tengdar fréttir Kommúnistaflokkurinn þjarmar að einkafyrirtækjum Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína hafa að undanförnu verið að þjarma að einkafyrirtækjum landsins og krafist hollustu frá þeim. Flokkurinn hefur reynt að herða tökin á fyrirtækjum með því að eignast hluta í þeim eða koma útsendurum fyrir í æðstu stöðum þeirra. 16. september 2020 11:10 Forstjóri Huawei segir 5G ekki opna leið til njósna Forstjóri Huawei á Norðurlöndum segir engar bakdyr í 5G búnaði fyrirtækisins sem kínversk stjónvöld geti notað til að njósna um stjórnvöld annarra landa. 5. ágúst 2020 18:52 Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Sænsk fjarskiptayfirvöld ætla ekki að leyfa búnað frá kínversku tæknifyrirtækjunum Huawei og ZTE við uppbyggingu á 5G-farneti og vísa í áhættumat hersins og leyniþjónustunnar. Útboð á tíðnisviðum vegna 5G fer fram í Svíþjóð í næsta mánuði. Bandaríkjastjórn hefur þrýst á Evrópuríki að úthýsa kínverskum tæknifyrirtækjum og heldur því fram að af þeim stafi öryggisógn þar sem þeim beri skylda til að aðstoða kommúnistastjórnina við njósnir. Fyrirtækin hafa hafnað því að þau séu handbendi kínverskra stjórnvalda. Fjarskiptastofnun Svíþjóðar tilkynnti í dag að fyrirtæki sem taka þátt í tíðnisviðsútboðinu verði að losa sig við búnað frá Huawei og ZTE úr meginkerfum sínum fyrir 1. janúar árið 2025, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Huawei og ZTE hafa enn ekki brugðist við ákvörðuninni. Bretar urðu fyrsta Evrópuþjóðin til þess að banna Huawei-búnað við uppbyggingu 5G-netsins í júlí. Þar þurfa fyrirtæki að losa sig við kínverskan búnað fyrir árið 2027. Íslensku fjarskiptafyrirtækin Vodafone og Nova sem vinna að uppbyggingu 5G-nets á Íslandi notast bæði við búnað frá Huawei. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á einnig Vodafone.
Huawei Kína Svíþjóð Tækni Fjarskipti Tengdar fréttir Kommúnistaflokkurinn þjarmar að einkafyrirtækjum Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína hafa að undanförnu verið að þjarma að einkafyrirtækjum landsins og krafist hollustu frá þeim. Flokkurinn hefur reynt að herða tökin á fyrirtækjum með því að eignast hluta í þeim eða koma útsendurum fyrir í æðstu stöðum þeirra. 16. september 2020 11:10 Forstjóri Huawei segir 5G ekki opna leið til njósna Forstjóri Huawei á Norðurlöndum segir engar bakdyr í 5G búnaði fyrirtækisins sem kínversk stjónvöld geti notað til að njósna um stjórnvöld annarra landa. 5. ágúst 2020 18:52 Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Kommúnistaflokkurinn þjarmar að einkafyrirtækjum Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína hafa að undanförnu verið að þjarma að einkafyrirtækjum landsins og krafist hollustu frá þeim. Flokkurinn hefur reynt að herða tökin á fyrirtækjum með því að eignast hluta í þeim eða koma útsendurum fyrir í æðstu stöðum þeirra. 16. september 2020 11:10
Forstjóri Huawei segir 5G ekki opna leið til njósna Forstjóri Huawei á Norðurlöndum segir engar bakdyr í 5G búnaði fyrirtækisins sem kínversk stjónvöld geti notað til að njósna um stjórnvöld annarra landa. 5. ágúst 2020 18:52
Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30