Veruleg aukning í verslun á milli ára Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2020 08:59 Fataverslun hefur aukist mikið sé horft til septembermánaðar á þessu ári miðað við september á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Veruleg aukning var í innlendri verslun hér á landi í septembermánuði á milli ára. Á sama tíma og verslun eykst minnkar bæði neysla á þjónustu og neysla erlendis. Á vef Rannsóknarseturs verslunarinnar er þessi þróun rakin til þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins sem hófst um miðjan septembermánuð. Verslun jókst um 26,3 prósent milli ára í septembermánuði. Velta í verslun nam 39,2 milljörðum króna og dróst lítillega saman milli mánaðana ágúst og september eða um 1,87 prósent eða 749 milljónir króna. Heildarkortavelta var 68,5 milljarðar í mánuðinum og jókst um níu prósent á milli ára. Velta í stórmörkuðum og dagvöruverslunum nam 16,6 milljörðum kr. í mánuðnum sem leið. Velta flokksins jókst um rúmlega 21% milli ára. „Aukin heimavinna auk sóttkvíar á vafalaust þátt í aukningu dagvöruverslunar með greiðslukortum. Á móti má ætla að umsvif mötuneyta vinnustaða sem dæmi hafi dregist saman,“ segir á vef RSV. Þá jókst fataverslun um 36 prósent á milli ára í september og rétt tæp níu prósent frá því í ágúst. Í fyrstu bylgju faraldursins í vor, mátti sjá töluverðan samdrátt í fataverslun ólíkt því sem var í síðasta mánuði, að því er segir á vef RSV. Aðrir flokkar sérvöru hækkuðu einnig frá fyrra ári. Veruleg veltuaukning varð í verslunum með byggingavörur og verslunum með raf- og heimilistæki. Í fyrrnefnda flokknum jókst veltan um 45 prósent á milli ára og nam 3,3 milljörðum króna. Í þeim síðarnefnda nam veltan alls 2,6 milljörðum og jókst um tæp 54 prósent milli ára. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Veruleg aukning var í innlendri verslun hér á landi í septembermánuði á milli ára. Á sama tíma og verslun eykst minnkar bæði neysla á þjónustu og neysla erlendis. Á vef Rannsóknarseturs verslunarinnar er þessi þróun rakin til þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins sem hófst um miðjan septembermánuð. Verslun jókst um 26,3 prósent milli ára í septembermánuði. Velta í verslun nam 39,2 milljörðum króna og dróst lítillega saman milli mánaðana ágúst og september eða um 1,87 prósent eða 749 milljónir króna. Heildarkortavelta var 68,5 milljarðar í mánuðinum og jókst um níu prósent á milli ára. Velta í stórmörkuðum og dagvöruverslunum nam 16,6 milljörðum kr. í mánuðnum sem leið. Velta flokksins jókst um rúmlega 21% milli ára. „Aukin heimavinna auk sóttkvíar á vafalaust þátt í aukningu dagvöruverslunar með greiðslukortum. Á móti má ætla að umsvif mötuneyta vinnustaða sem dæmi hafi dregist saman,“ segir á vef RSV. Þá jókst fataverslun um 36 prósent á milli ára í september og rétt tæp níu prósent frá því í ágúst. Í fyrstu bylgju faraldursins í vor, mátti sjá töluverðan samdrátt í fataverslun ólíkt því sem var í síðasta mánuði, að því er segir á vef RSV. Aðrir flokkar sérvöru hækkuðu einnig frá fyrra ári. Veruleg veltuaukning varð í verslunum með byggingavörur og verslunum með raf- og heimilistæki. Í fyrrnefnda flokknum jókst veltan um 45 prósent á milli ára og nam 3,3 milljörðum króna. Í þeim síðarnefnda nam veltan alls 2,6 milljörðum og jókst um tæp 54 prósent milli ára.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent