Saka Google um að vera einokunarhringur Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2020 13:35 Forsvarsmenn Google hafa alltaf hafnað því að fyrirtækið skaði samkeppni í netleit og auglýsingum. Fyrirtækið veiti þjónustu sem sé gagnleg neytendum. AP/Jeff Chiu Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að stefna Google í dag fyrir meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu í netleit sem hamli samkeppni og skaði neytendur. Málið er sagt það stærsta sinnar tegundar frá því að bandarísk yfirvöld stefndi tæknirisanum Microsoft fyrir rúmlega tuttugu árum. AP-fréttastofan segir að málið gegn Google nú gæti verið það fyrsta gegn stóru tæknifyrirtækjunum en ráðuneytið og Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) eru með aðra risa eins og Apple, Amazon og Facebook til rannsóknar. Google og móðurfélag þess Alphabet hafa lengið verið sökuð um að notfæra sér yfirburðastöðu í netleit og auglýsingum til þess að þurrka út samkeppni og maka krókinn. Evrópusambandið hefur lagt marga milljarða dollara sektir á Google vegna þess en gagnrýnendur fyrirtækisins segja slíkt ekki hrökkva til. Samkvæmt heimildum AP heldur dómsmálaráðuneytið því fram að Google hafi meðal annars greitt símaframleiðendum milljarða dollara til þess að tryggja að leitarvél þess sé alltaf sjálfvalin í vefvöfrum á snjallsímum. Google er með um 90% markaðshlutdeild í leitarvélum á netinu en forsvarsmenn þess hafa allt tíð þvertekið fyrir að það skaði samkeppni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lengi haft horn í síðu Google. Hann og aðrir bandarískir íhaldsmenn hafa haldið því fram án haldbærra sannana að leitarvélin feli á einhvern hátt efni frá íhaldsmönnum. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa einnig verið gagnrýnir á Google en af öðrum ástæðum. Niðurstaða rannsóknar dómsmálanefndar fulltrúadeildar þingsins, sem demókratar stýra, var að Google væri í einokunarstöðu í netleit. Google Bandaríkin Donald Trump Tækni Tengdar fréttir Evrópusambandið með tæknirisana í sigtinu Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. 11. október 2020 23:30 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að stefna Google í dag fyrir meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu í netleit sem hamli samkeppni og skaði neytendur. Málið er sagt það stærsta sinnar tegundar frá því að bandarísk yfirvöld stefndi tæknirisanum Microsoft fyrir rúmlega tuttugu árum. AP-fréttastofan segir að málið gegn Google nú gæti verið það fyrsta gegn stóru tæknifyrirtækjunum en ráðuneytið og Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) eru með aðra risa eins og Apple, Amazon og Facebook til rannsóknar. Google og móðurfélag þess Alphabet hafa lengið verið sökuð um að notfæra sér yfirburðastöðu í netleit og auglýsingum til þess að þurrka út samkeppni og maka krókinn. Evrópusambandið hefur lagt marga milljarða dollara sektir á Google vegna þess en gagnrýnendur fyrirtækisins segja slíkt ekki hrökkva til. Samkvæmt heimildum AP heldur dómsmálaráðuneytið því fram að Google hafi meðal annars greitt símaframleiðendum milljarða dollara til þess að tryggja að leitarvél þess sé alltaf sjálfvalin í vefvöfrum á snjallsímum. Google er með um 90% markaðshlutdeild í leitarvélum á netinu en forsvarsmenn þess hafa allt tíð þvertekið fyrir að það skaði samkeppni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lengi haft horn í síðu Google. Hann og aðrir bandarískir íhaldsmenn hafa haldið því fram án haldbærra sannana að leitarvélin feli á einhvern hátt efni frá íhaldsmönnum. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa einnig verið gagnrýnir á Google en af öðrum ástæðum. Niðurstaða rannsóknar dómsmálanefndar fulltrúadeildar þingsins, sem demókratar stýra, var að Google væri í einokunarstöðu í netleit.
Google Bandaríkin Donald Trump Tækni Tengdar fréttir Evrópusambandið með tæknirisana í sigtinu Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. 11. október 2020 23:30 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Evrópusambandið með tæknirisana í sigtinu Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. 11. október 2020 23:30