Saka Google um að vera einokunarhringur Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2020 13:35 Forsvarsmenn Google hafa alltaf hafnað því að fyrirtækið skaði samkeppni í netleit og auglýsingum. Fyrirtækið veiti þjónustu sem sé gagnleg neytendum. AP/Jeff Chiu Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að stefna Google í dag fyrir meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu í netleit sem hamli samkeppni og skaði neytendur. Málið er sagt það stærsta sinnar tegundar frá því að bandarísk yfirvöld stefndi tæknirisanum Microsoft fyrir rúmlega tuttugu árum. AP-fréttastofan segir að málið gegn Google nú gæti verið það fyrsta gegn stóru tæknifyrirtækjunum en ráðuneytið og Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) eru með aðra risa eins og Apple, Amazon og Facebook til rannsóknar. Google og móðurfélag þess Alphabet hafa lengið verið sökuð um að notfæra sér yfirburðastöðu í netleit og auglýsingum til þess að þurrka út samkeppni og maka krókinn. Evrópusambandið hefur lagt marga milljarða dollara sektir á Google vegna þess en gagnrýnendur fyrirtækisins segja slíkt ekki hrökkva til. Samkvæmt heimildum AP heldur dómsmálaráðuneytið því fram að Google hafi meðal annars greitt símaframleiðendum milljarða dollara til þess að tryggja að leitarvél þess sé alltaf sjálfvalin í vefvöfrum á snjallsímum. Google er með um 90% markaðshlutdeild í leitarvélum á netinu en forsvarsmenn þess hafa allt tíð þvertekið fyrir að það skaði samkeppni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lengi haft horn í síðu Google. Hann og aðrir bandarískir íhaldsmenn hafa haldið því fram án haldbærra sannana að leitarvélin feli á einhvern hátt efni frá íhaldsmönnum. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa einnig verið gagnrýnir á Google en af öðrum ástæðum. Niðurstaða rannsóknar dómsmálanefndar fulltrúadeildar þingsins, sem demókratar stýra, var að Google væri í einokunarstöðu í netleit. Google Bandaríkin Donald Trump Tækni Tengdar fréttir Evrópusambandið með tæknirisana í sigtinu Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. 11. október 2020 23:30 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að stefna Google í dag fyrir meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu í netleit sem hamli samkeppni og skaði neytendur. Málið er sagt það stærsta sinnar tegundar frá því að bandarísk yfirvöld stefndi tæknirisanum Microsoft fyrir rúmlega tuttugu árum. AP-fréttastofan segir að málið gegn Google nú gæti verið það fyrsta gegn stóru tæknifyrirtækjunum en ráðuneytið og Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) eru með aðra risa eins og Apple, Amazon og Facebook til rannsóknar. Google og móðurfélag þess Alphabet hafa lengið verið sökuð um að notfæra sér yfirburðastöðu í netleit og auglýsingum til þess að þurrka út samkeppni og maka krókinn. Evrópusambandið hefur lagt marga milljarða dollara sektir á Google vegna þess en gagnrýnendur fyrirtækisins segja slíkt ekki hrökkva til. Samkvæmt heimildum AP heldur dómsmálaráðuneytið því fram að Google hafi meðal annars greitt símaframleiðendum milljarða dollara til þess að tryggja að leitarvél þess sé alltaf sjálfvalin í vefvöfrum á snjallsímum. Google er með um 90% markaðshlutdeild í leitarvélum á netinu en forsvarsmenn þess hafa allt tíð þvertekið fyrir að það skaði samkeppni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lengi haft horn í síðu Google. Hann og aðrir bandarískir íhaldsmenn hafa haldið því fram án haldbærra sannana að leitarvélin feli á einhvern hátt efni frá íhaldsmönnum. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa einnig verið gagnrýnir á Google en af öðrum ástæðum. Niðurstaða rannsóknar dómsmálanefndar fulltrúadeildar þingsins, sem demókratar stýra, var að Google væri í einokunarstöðu í netleit.
Google Bandaríkin Donald Trump Tækni Tengdar fréttir Evrópusambandið með tæknirisana í sigtinu Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. 11. október 2020 23:30 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Evrópusambandið með tæknirisana í sigtinu Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. 11. október 2020 23:30