Telja Írani að baki ógnandi tölvupóstum til bandarískra kjósenda Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2020 10:06 John Ratcliffe var fulltrúadeildarþingmaður repúblikana þar til Trump skipaði hann yfirmann leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna. Hann og Wray forstjóri FBI lögðu áherslu á að öryggi kosninganna sjálfra væri tryggt þrátt fyrir afskipti Írana og Rússa í gær. AP/Andrew Harnik Bandarískar leyniþjónustustofnanir sökuðu Írani um að standa að baki tölvupósta sem voru sendir kjósendum í nokkrum ríkjum og virtust eiga að ógna þeim til að kjósa Donald Trump forseta. Telja þær að bæði Rússar og Íranir hafi komist yfir gögn um kjósendur. Kjósendur Demókrataflokksins í nokkrum lykilríkjum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eins og Pennsylvaníu, Flórída og Arizona hafa fengið ógnandi tölvupósta síðustu daga. Þeir eru sagðir eiga að vera frá hægriöfgasamtökunum Stoltu strákunum (e. Proud boys) og er kjósendum hótað að samtökin hafi upplýsingar um þá og þeim sé því hollast að kjósa Trump. „Þið kjósið Trump á kjördag eða við komum á eftir ykkur,“ sagði í tölvupóstunum sem virtust koma frá raunverulegri vefsíðu öfgasamtakanna. Chistopher Wray, forstjóri alríkislögreglunnar FBI, og John Ratcliffe, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, sögðu stjórnvöld í Teheran ábyrg fyrir tölvupóstunum á sameiginlegum blaðamannafundi sem boðað var til með skömmum fyrirvara í gærkvöldi. Þeir kynntu ekki sönnunargögn fyrir þeirri niðurstöðu eða hvernig þeim tókst að komast að sekt Írans svo hratt, að sögn AP-fréttastofunnar. Sögðu þeir að Íranir og Rússar hefðu komist yfir gögn um skráða kjósendur. Þar á meðal eru tölvupóstföng, flokksskráning, heimilisföng og stundum símanúmer. Slík gögn eru að sumu leyti aðgengileg hverjum sem er og ekkert kom fram á fundinum um að ríkin hefðu brotist inn í tölvukerfi til að komast yfir þau. Rússar enn taldir stærsta ógnin Ratcliffe hélt því fram að tölvupóstunum hafi verið ætlað að koma höggi á Trump forseta en skýrði ekki hvernig. Írönsk stjórnvöld hafa verið talin aftarlega á merinni í njósnum á netinu. Þeir hafa ekki áður reynt að hafa áhrif á traust bandarískra kjósenda á kosningum. Alireza Miryousefi, talsmaður sendinefndar Írans hjá Sameinuðu þjóðunum, hafnaði því að Íran hefði reynt að ógna bandarískum kjósendum. „Ólíkt Bandaríkjunum hlutast Íran ekki til í kosningum annarra ríkja. Heimurinn hefur orðið vitni að því örvæntingarfullum og opinberum tilraunum Bandaríkjanna til að efast um úrslitin eigin kosninga á hæstu stöðum,“ sagði Miryousefi sem virtist þannig vísa til ítrekaðra efasemda Trump forseta um lögmæti kosninganna í næsta mánuði. Rússar brutust inn í tölvupósta Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 og dreifðu einnig áróðri á samfélagsmiðlum sem var ætlað að sundra bandarísku þjóðinni, ekki síst í kynþáttamálum. Markmið þeirra var að hjálpa Trump að ná kjöri sem forseti, að mati bandarískra leyniþjónustustofnana. Washington Post hefur eftir bandarískum embættismönnum að þrátt fyrir tilkynninguna í gær séu Rússar enn taldi helsta erlenda ógnin við kosningarnar í næsta mánuði. Sumir þeirra efuðust um fullyrðingar Ratcliffe um að Íranir reyndu að skemma fyrir Trump forseta. Ratcliffe hefur áður verið sakaður um að birta sérvalin gögn til þess að styðja við málflutning Trump um ýmis mál. Svo virðist sem að aðeins sólarhringur hafi liðið frá því að löggæslustofnanir hófu rannsókn á tölvupóstunum þar til Wray og Ratcliffe sökuðu Írani um að standa að þeim. Washington Post segir birting á niðurstöðum leyniþjónusturannsóknar hafi aldrei gengið svo hratt fyrir sig. Fleiri mánuðir liðu frá því að rannsókn á afskiptum Rússa af kosningunum árið 2106 hófst þar til ríkisstjórn Obama sakaði stjórnvöld í Kreml opinberlega um það. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Íran Rússland Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður CIA sakar yfirmann leyniþjónustustofnana um að ganga erinda Trump John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), hefur gagnrýnt John Ratcliffe, núverandi yfirmann leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, harðlega og segir hann hafa opinberað sérstaklega valin skjöl í pólitískum tilgangi. 7. október 2020 09:43 Forstjóri FBI óttast afskipti Rússa í kosningunum Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, segir Rússa standa að baki villandi upplýsingum og falsfréttum varðandi Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna. 17. september 2020 23:07 Kínverjar sagðir vilja losna við Trump en Rússar beita sér gegn Biden Yfirmaður einnar leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telur að kínversk stjórnvöld vonist til þess að Donald Trump nái ekki endurkjöri sem forseti í haust og reynir að beita áhrifum sínum í aðdraganda kosninga í haust. 7. ágúst 2020 21:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Bandarískar leyniþjónustustofnanir sökuðu Írani um að standa að baki tölvupósta sem voru sendir kjósendum í nokkrum ríkjum og virtust eiga að ógna þeim til að kjósa Donald Trump forseta. Telja þær að bæði Rússar og Íranir hafi komist yfir gögn um kjósendur. Kjósendur Demókrataflokksins í nokkrum lykilríkjum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eins og Pennsylvaníu, Flórída og Arizona hafa fengið ógnandi tölvupósta síðustu daga. Þeir eru sagðir eiga að vera frá hægriöfgasamtökunum Stoltu strákunum (e. Proud boys) og er kjósendum hótað að samtökin hafi upplýsingar um þá og þeim sé því hollast að kjósa Trump. „Þið kjósið Trump á kjördag eða við komum á eftir ykkur,“ sagði í tölvupóstunum sem virtust koma frá raunverulegri vefsíðu öfgasamtakanna. Chistopher Wray, forstjóri alríkislögreglunnar FBI, og John Ratcliffe, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, sögðu stjórnvöld í Teheran ábyrg fyrir tölvupóstunum á sameiginlegum blaðamannafundi sem boðað var til með skömmum fyrirvara í gærkvöldi. Þeir kynntu ekki sönnunargögn fyrir þeirri niðurstöðu eða hvernig þeim tókst að komast að sekt Írans svo hratt, að sögn AP-fréttastofunnar. Sögðu þeir að Íranir og Rússar hefðu komist yfir gögn um skráða kjósendur. Þar á meðal eru tölvupóstföng, flokksskráning, heimilisföng og stundum símanúmer. Slík gögn eru að sumu leyti aðgengileg hverjum sem er og ekkert kom fram á fundinum um að ríkin hefðu brotist inn í tölvukerfi til að komast yfir þau. Rússar enn taldir stærsta ógnin Ratcliffe hélt því fram að tölvupóstunum hafi verið ætlað að koma höggi á Trump forseta en skýrði ekki hvernig. Írönsk stjórnvöld hafa verið talin aftarlega á merinni í njósnum á netinu. Þeir hafa ekki áður reynt að hafa áhrif á traust bandarískra kjósenda á kosningum. Alireza Miryousefi, talsmaður sendinefndar Írans hjá Sameinuðu þjóðunum, hafnaði því að Íran hefði reynt að ógna bandarískum kjósendum. „Ólíkt Bandaríkjunum hlutast Íran ekki til í kosningum annarra ríkja. Heimurinn hefur orðið vitni að því örvæntingarfullum og opinberum tilraunum Bandaríkjanna til að efast um úrslitin eigin kosninga á hæstu stöðum,“ sagði Miryousefi sem virtist þannig vísa til ítrekaðra efasemda Trump forseta um lögmæti kosninganna í næsta mánuði. Rússar brutust inn í tölvupósta Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 og dreifðu einnig áróðri á samfélagsmiðlum sem var ætlað að sundra bandarísku þjóðinni, ekki síst í kynþáttamálum. Markmið þeirra var að hjálpa Trump að ná kjöri sem forseti, að mati bandarískra leyniþjónustustofnana. Washington Post hefur eftir bandarískum embættismönnum að þrátt fyrir tilkynninguna í gær séu Rússar enn taldi helsta erlenda ógnin við kosningarnar í næsta mánuði. Sumir þeirra efuðust um fullyrðingar Ratcliffe um að Íranir reyndu að skemma fyrir Trump forseta. Ratcliffe hefur áður verið sakaður um að birta sérvalin gögn til þess að styðja við málflutning Trump um ýmis mál. Svo virðist sem að aðeins sólarhringur hafi liðið frá því að löggæslustofnanir hófu rannsókn á tölvupóstunum þar til Wray og Ratcliffe sökuðu Írani um að standa að þeim. Washington Post segir birting á niðurstöðum leyniþjónusturannsóknar hafi aldrei gengið svo hratt fyrir sig. Fleiri mánuðir liðu frá því að rannsókn á afskiptum Rússa af kosningunum árið 2106 hófst þar til ríkisstjórn Obama sakaði stjórnvöld í Kreml opinberlega um það.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Íran Rússland Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður CIA sakar yfirmann leyniþjónustustofnana um að ganga erinda Trump John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), hefur gagnrýnt John Ratcliffe, núverandi yfirmann leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, harðlega og segir hann hafa opinberað sérstaklega valin skjöl í pólitískum tilgangi. 7. október 2020 09:43 Forstjóri FBI óttast afskipti Rússa í kosningunum Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, segir Rússa standa að baki villandi upplýsingum og falsfréttum varðandi Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna. 17. september 2020 23:07 Kínverjar sagðir vilja losna við Trump en Rússar beita sér gegn Biden Yfirmaður einnar leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telur að kínversk stjórnvöld vonist til þess að Donald Trump nái ekki endurkjöri sem forseti í haust og reynir að beita áhrifum sínum í aðdraganda kosninga í haust. 7. ágúst 2020 21:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður CIA sakar yfirmann leyniþjónustustofnana um að ganga erinda Trump John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), hefur gagnrýnt John Ratcliffe, núverandi yfirmann leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, harðlega og segir hann hafa opinberað sérstaklega valin skjöl í pólitískum tilgangi. 7. október 2020 09:43
Forstjóri FBI óttast afskipti Rússa í kosningunum Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, segir Rússa standa að baki villandi upplýsingum og falsfréttum varðandi Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna. 17. september 2020 23:07
Kínverjar sagðir vilja losna við Trump en Rússar beita sér gegn Biden Yfirmaður einnar leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telur að kínversk stjórnvöld vonist til þess að Donald Trump nái ekki endurkjöri sem forseti í haust og reynir að beita áhrifum sínum í aðdraganda kosninga í haust. 7. ágúst 2020 21:30