Orkuveitupabbar geta líka sótt á leikskólann Víðir Ragnarsson skrifar 30. október 2020 11:30 Leiðin að jafnrétti hjá fyrirtækjum verður seint talin augljós og stundum er lykilinn fundinn með óhefðbundnum aðgerðum, eins og í tengslum við leikskólann. Við hjá Orkuveitusamstæðunni höfum unnið í gegnum tíðina að fjölda verkefna með það að markmiði að auka jafnrétti innan okkar raða. Eitt þeirra miðaði sérstaklega að körlum í iðnaðarstörfum og gekk út á að stytta daglegan vinnutíma úr 10 tímum yfir í 8 tíma dag. Í góðu samráði við starfsfólk var verklag gert skilvirkara til að tryggja sömu framleiðni og fyrir styttingu vinnutímans. Skuldbinding fyrirtækisins á móti var sú að launakostnaður héldi sér, enda var ekki um sparnaðaraðgerð að ræða. Ástæðan var ekki síst að með þessu var ávinninginn að finna á heimilum og hjá fjölskyldum starfsfólksins okkar. Stór hluti iðnaðarfólks hjá okkur eru enn karlar, og það er enn ein mesta áskorun okkar hjá OR að fjölga konum í þeim hópi. Algengt er að iðnaðarfólk hefji daginn snemma en vegna þessarar aðgerðar hjá okkur eru Orkuveitupabbar ekki bundnir af daglegum skyldum í vinnunni þegar að fjölskyldan þarf á þeim að halda. Þeir geta farið með börnin sín í leikskólann, -og sótt. Þetta skiptir máli í stóra jafnréttis samhenginu. Jafnréttisstarf er flókið og þó svo að við séum öll af vilja gerð um að mismuna ekki dugir góður vilji skammt. Aðgerðir okkar í jafnréttismálum hafa verið fjölþættar enda lítum við svo á að vandinn sé margslunginn. Við fórum snemma þá leið að horfast í augu við menninguna okkar og árið 2012 fengum við kynjafræðing til þess að greina menninguna í fyrirtækinu með kynjagleraugum. Niðurstaða þeirrar greiningar var afhjúpandi. Hún leiddi í ljós þörf á margvíslegum verkefnum til að jafna stöðu kynjanna og breyta menningunni okkar í átt að mannvænlegri vinnustað. Mörgum verkefnum er lokið, við höfum jafnað hlut karla og kvenna í stjórnunarstöðum, útrýmt kynbundnum launamun og breytt vinnutímanum. En verkefninu er langt frá því að vera lokið. Við höfum sett okkur metnaðarfyllra markmið varðandi mun á meðallaunum karla og kvenna. Þar á ekki að vera munur á. Við ætlum að mæla launamun eftir því hvort Íslendingar eða útlendingar eiga í hlut og einnig því hvort starfsfólk sé ungt eða eldra. Við ætlum á næstu misserum að beina sjónum okkar að því hvernig við þjónum samfélaginu og hvort einhverjir hópar hafi ekki aðgengi að okkur eða þjónustu okkar. Orkuveitusamstæðan þjónar öllu samfélaginu og sú þjónusta á ekki að vera háð kyni, aldri, uppruna eða til að mynda fötlun einstaklinganna í samfélaginu. Á mánudag höldum við í samstarfi við FKA, félag kvenna í atvinnulífinu fund um jafnréttismál undir yfirskriftinni, Loftum út! Orkuskipti í fundarherbergjunum. Fundinum verður streymt beint hér á Vísi og hægt verður að taka þátt í umræðum í gegnum viðburðinn á Facebook. Orkuveitan er á vegferð orkuskipta og hvort svo sem það eru orkuskipti í samgöngum eða í jafnréttismálum, er mikilvægt að vanmeta ekki viðfangsefnið. Viljinn kemur okkur af stað en verkið vinnst með kerfislægri breytingu á ákvarðanatöku innan fyrirtækja og hugrekki til þess að standa með jafnrétti í ákvörðunum. Höfundur er verkefnastjóri í jafnréttis- og mannauðsmálum OR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Leiðin að jafnrétti hjá fyrirtækjum verður seint talin augljós og stundum er lykilinn fundinn með óhefðbundnum aðgerðum, eins og í tengslum við leikskólann. Við hjá Orkuveitusamstæðunni höfum unnið í gegnum tíðina að fjölda verkefna með það að markmiði að auka jafnrétti innan okkar raða. Eitt þeirra miðaði sérstaklega að körlum í iðnaðarstörfum og gekk út á að stytta daglegan vinnutíma úr 10 tímum yfir í 8 tíma dag. Í góðu samráði við starfsfólk var verklag gert skilvirkara til að tryggja sömu framleiðni og fyrir styttingu vinnutímans. Skuldbinding fyrirtækisins á móti var sú að launakostnaður héldi sér, enda var ekki um sparnaðaraðgerð að ræða. Ástæðan var ekki síst að með þessu var ávinninginn að finna á heimilum og hjá fjölskyldum starfsfólksins okkar. Stór hluti iðnaðarfólks hjá okkur eru enn karlar, og það er enn ein mesta áskorun okkar hjá OR að fjölga konum í þeim hópi. Algengt er að iðnaðarfólk hefji daginn snemma en vegna þessarar aðgerðar hjá okkur eru Orkuveitupabbar ekki bundnir af daglegum skyldum í vinnunni þegar að fjölskyldan þarf á þeim að halda. Þeir geta farið með börnin sín í leikskólann, -og sótt. Þetta skiptir máli í stóra jafnréttis samhenginu. Jafnréttisstarf er flókið og þó svo að við séum öll af vilja gerð um að mismuna ekki dugir góður vilji skammt. Aðgerðir okkar í jafnréttismálum hafa verið fjölþættar enda lítum við svo á að vandinn sé margslunginn. Við fórum snemma þá leið að horfast í augu við menninguna okkar og árið 2012 fengum við kynjafræðing til þess að greina menninguna í fyrirtækinu með kynjagleraugum. Niðurstaða þeirrar greiningar var afhjúpandi. Hún leiddi í ljós þörf á margvíslegum verkefnum til að jafna stöðu kynjanna og breyta menningunni okkar í átt að mannvænlegri vinnustað. Mörgum verkefnum er lokið, við höfum jafnað hlut karla og kvenna í stjórnunarstöðum, útrýmt kynbundnum launamun og breytt vinnutímanum. En verkefninu er langt frá því að vera lokið. Við höfum sett okkur metnaðarfyllra markmið varðandi mun á meðallaunum karla og kvenna. Þar á ekki að vera munur á. Við ætlum að mæla launamun eftir því hvort Íslendingar eða útlendingar eiga í hlut og einnig því hvort starfsfólk sé ungt eða eldra. Við ætlum á næstu misserum að beina sjónum okkar að því hvernig við þjónum samfélaginu og hvort einhverjir hópar hafi ekki aðgengi að okkur eða þjónustu okkar. Orkuveitusamstæðan þjónar öllu samfélaginu og sú þjónusta á ekki að vera háð kyni, aldri, uppruna eða til að mynda fötlun einstaklinganna í samfélaginu. Á mánudag höldum við í samstarfi við FKA, félag kvenna í atvinnulífinu fund um jafnréttismál undir yfirskriftinni, Loftum út! Orkuskipti í fundarherbergjunum. Fundinum verður streymt beint hér á Vísi og hægt verður að taka þátt í umræðum í gegnum viðburðinn á Facebook. Orkuveitan er á vegferð orkuskipta og hvort svo sem það eru orkuskipti í samgöngum eða í jafnréttismálum, er mikilvægt að vanmeta ekki viðfangsefnið. Viljinn kemur okkur af stað en verkið vinnst með kerfislægri breytingu á ákvarðanatöku innan fyrirtækja og hugrekki til þess að standa með jafnrétti í ákvörðunum. Höfundur er verkefnastjóri í jafnréttis- og mannauðsmálum OR.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun