Hvaða eldsneyti er á þínum tanki? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 11:00 Af gefinni reynslu hef ég lært að það eru tvær mismunandi tegundir af eldsneyti sem ég get haft á mínum tanki. Önnur tegundin er blanda af mikilli streitu, ótta við mistök og stöðugri hræðslu við að gera ekki nóg, hin tegundin er blanda af trú, jafnvægi, bjartsýni og dassi af kæruleysi. Munurinn á þessum tveimur tegundum er að önnur þeirra er endurnýjanleg og uppsrettan óendanleg, hin er meiðandi, takmarkandi og klárar þann sem nýtir sér hana oftast á stuttum tíma. Það er einfalt að setja þetta fram, drullu erfitt að tileinka sér þetta en ég lofa að uppskeran er ríkuleg. Okkur skortir hinsvegar oft á tíðum hugrekkið og kjarkinn til þess að leyfa okkur þessa leið, jafnvel teljum okkur linkindur. Við lifum í stöðugum ótta um afdrif okkar, má segja nei? hvað kemur næst, hvernig lifi ég af næstu mánaðarmót og næstu á eftir því, held ég húsinu, fyrirtækinu, starfsmönnum, starfinu mínu? Mun þessi veira vera endalaus, mun einhverntímann eitthvað verða gott aftur? Þetta eru allt hugsanir byggðar á skorti, hvað við erum að missa, hvernig við eigum að lifa af, alltaf á hlaupum í mikilli reiði vegna óréttlætis, ónógra aðgerða, skorti á skilningi og vöntun á leiðum til að minnka skaðann. Höfum hugfast að allt sem við veitum athygli vex, hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Við breytum ekki þessum aðstæðum, við getum hinsvegar valið okkur viðhorf til þeirra og unnið með þær þannig að þær dragi ekki úr okkur lífsviljan eða síðustu orkudropana til að standa síðan keik þegar faraldrinum er lokið. Munum líka að auðvitað má vera einhver streita og margir boltar á lofti, þetta er krefjandi, en þetta á ekki að vera óbærilegt. Forðist það að „lifa af” of lengi, lífið er að líða og það mun ekki bíða eftir neinum, það þarf að gefa sér frí frá áhyggjum og reiði, gefa sér frí til að vera bara til, gefa sér rými til að skoða hvað maður raunverulega vill gera eftir að þessu öllu líkur. Treysta að framtíðin verði góð og að þar bíði gnægt tækifæra. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Af gefinni reynslu hef ég lært að það eru tvær mismunandi tegundir af eldsneyti sem ég get haft á mínum tanki. Önnur tegundin er blanda af mikilli streitu, ótta við mistök og stöðugri hræðslu við að gera ekki nóg, hin tegundin er blanda af trú, jafnvægi, bjartsýni og dassi af kæruleysi. Munurinn á þessum tveimur tegundum er að önnur þeirra er endurnýjanleg og uppsrettan óendanleg, hin er meiðandi, takmarkandi og klárar þann sem nýtir sér hana oftast á stuttum tíma. Það er einfalt að setja þetta fram, drullu erfitt að tileinka sér þetta en ég lofa að uppskeran er ríkuleg. Okkur skortir hinsvegar oft á tíðum hugrekkið og kjarkinn til þess að leyfa okkur þessa leið, jafnvel teljum okkur linkindur. Við lifum í stöðugum ótta um afdrif okkar, má segja nei? hvað kemur næst, hvernig lifi ég af næstu mánaðarmót og næstu á eftir því, held ég húsinu, fyrirtækinu, starfsmönnum, starfinu mínu? Mun þessi veira vera endalaus, mun einhverntímann eitthvað verða gott aftur? Þetta eru allt hugsanir byggðar á skorti, hvað við erum að missa, hvernig við eigum að lifa af, alltaf á hlaupum í mikilli reiði vegna óréttlætis, ónógra aðgerða, skorti á skilningi og vöntun á leiðum til að minnka skaðann. Höfum hugfast að allt sem við veitum athygli vex, hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Við breytum ekki þessum aðstæðum, við getum hinsvegar valið okkur viðhorf til þeirra og unnið með þær þannig að þær dragi ekki úr okkur lífsviljan eða síðustu orkudropana til að standa síðan keik þegar faraldrinum er lokið. Munum líka að auðvitað má vera einhver streita og margir boltar á lofti, þetta er krefjandi, en þetta á ekki að vera óbærilegt. Forðist það að „lifa af” of lengi, lífið er að líða og það mun ekki bíða eftir neinum, það þarf að gefa sér frí frá áhyggjum og reiði, gefa sér frí til að vera bara til, gefa sér rými til að skoða hvað maður raunverulega vill gera eftir að þessu öllu líkur. Treysta að framtíðin verði góð og að þar bíði gnægt tækifæra. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun