Fella niður mál gegn mexíkóskum ráðherra í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2020 15:47 Teikning af Salvador Cienfuegos í réttarsal í Los Angeles. Hann er nú laus undan ákærum í Bandaríkjunum. AP/Bill Robles Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum. Salvador Cienfuegos, fyrrverandi hershöfðingi og varnarmálaráðherra Mexíkó, var handtekinn við komuna til Los Angeles í síðasta mánuði. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa aðstoðað fíkniefnahringinn H-2 við að smygla þúsundum kílóa af kókaíni, heróíni, metafmetamíni og maríjúana á meðan hann var ráðherra frá 2012 til 2018. Þá voru lögð fram sannanir fyrir því að Cienfuegos hefði beitt áhrifum sínum sem ráðherra til að halda hlífiskildi yfir glæpagenginu og beinst löggæslustofnunum frekar á spor keppinauta þess. Þetta hafi hann gert í skiptum fyrir mútugreiðslur. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ákærurnar hefðu verið felldar niður svo hægt verði að rannsaka Cienfuegos og ákæra ef tilefni þykir til í Mexíkó, að sögn AP-fréttastofunnar. Ákvörðunin væri tekin í ljós „sterks samstarfs“ ríkjanna í löggæslumálum og til að sýna að ríkin væru samstíga gegn glæpum af öllum toga. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði í dag að ríkisstjórn hans hefði mótmælt því að hafa ekki verið látin vita af því að Cienfuegos væri til rannsóknar í Bandaríkjunum og krafist þess að fá sönnunargögn gegn honum. „Við sjáum þetta ekki sem leið til refsileysis heldur frekar sem virðingarvott við Mexíkó og herafla Mexíkó,“ sagði Ebrard í dag. Cienfuegos (t.v.) var ráðherra í fyrrverandi ríkisstjórn Enrique Peña Nieto (t.h.).AP/Rebecca Blackwell Telur ákvörðunina gjöf Trump til forseta Mexíkó Bandarískur dómari þarf enn að fallast á samkomulag bandarískra og mexíkóskra yfirvalda. Alríkissaksóknari í málinu sagði að það væri í þágu almannahagsmuna í Bandaríkjunum að fella ákærurnar niður. Utanríkishagsmunir vægju þyngra en hagsmunir þess að Cienfuegos yrði sóttur til saka. Þegar Cienfuegos var handtekinn í október vöruðu saksóknarar við því að mikil hætta væri á að hann flýði land og reyndi að notfæra sér sambönd sín við glæpagengið og aðra spillta embættismenn til að koma sér undan saksókn í Bandaríkjunum. Mike Vigil, fyrrverandi yfirmaður alþjóðamála hjá Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA), segir ákvörðun bandarískra yfirvalda ekkert annað en „gjöf“ Donalds Trump til Andrés Manuel López Obrador, forseta Mexíkó. Hún gæti verið fyrsta málið þar sem Trump beitir valdi sínu til að náða menn eða fella niður rannsóknir á lokavikum forsetatíðar sinnar. Bendir Vigil á að López Obrador hafi verið Trump undirgefinn í innflytjendamálum og hafi til þessa dregið að óska Joe Biden, verðandi forseta, til hamingju með kosningasigur sinn. Trump forseti hefur neitað að viðurkenna ósigur. „Líkurnar á að Cienfuegos verði sakfelldur í Mexíkó eru litlar sem engar,“ segir Vigil og vísar til þess að Cienfuegos sé vel tengdur í mexíkóskum stjórnmálum. Ebrard utanríkisráðherra neitaði því að samkomulagið tengdist nokkuð forsetakosningunum í Bandaríkjunum og yfirvofandi stjórnarskiptum í Bandaríkjunum. Mexíkó Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Saka mexíkóska ráðherrann um mútuþægni og stórfellt fíkniefnasmygl Bandarískir saksóknarar saka fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um að hafa aðstoðað við smygl á þúsundum kílóa af fíkniefnum til Bandaríkjanna gegn mútum. 16. október 2020 23:19 Fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó handtekinn í Bandaríkjunum Bandaríska fíkniefnalögreglan (DEA) handtók Salvador Cienfuegos á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles í gær. 16. október 2020 07:55 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum. Salvador Cienfuegos, fyrrverandi hershöfðingi og varnarmálaráðherra Mexíkó, var handtekinn við komuna til Los Angeles í síðasta mánuði. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa aðstoðað fíkniefnahringinn H-2 við að smygla þúsundum kílóa af kókaíni, heróíni, metafmetamíni og maríjúana á meðan hann var ráðherra frá 2012 til 2018. Þá voru lögð fram sannanir fyrir því að Cienfuegos hefði beitt áhrifum sínum sem ráðherra til að halda hlífiskildi yfir glæpagenginu og beinst löggæslustofnunum frekar á spor keppinauta þess. Þetta hafi hann gert í skiptum fyrir mútugreiðslur. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ákærurnar hefðu verið felldar niður svo hægt verði að rannsaka Cienfuegos og ákæra ef tilefni þykir til í Mexíkó, að sögn AP-fréttastofunnar. Ákvörðunin væri tekin í ljós „sterks samstarfs“ ríkjanna í löggæslumálum og til að sýna að ríkin væru samstíga gegn glæpum af öllum toga. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði í dag að ríkisstjórn hans hefði mótmælt því að hafa ekki verið látin vita af því að Cienfuegos væri til rannsóknar í Bandaríkjunum og krafist þess að fá sönnunargögn gegn honum. „Við sjáum þetta ekki sem leið til refsileysis heldur frekar sem virðingarvott við Mexíkó og herafla Mexíkó,“ sagði Ebrard í dag. Cienfuegos (t.v.) var ráðherra í fyrrverandi ríkisstjórn Enrique Peña Nieto (t.h.).AP/Rebecca Blackwell Telur ákvörðunina gjöf Trump til forseta Mexíkó Bandarískur dómari þarf enn að fallast á samkomulag bandarískra og mexíkóskra yfirvalda. Alríkissaksóknari í málinu sagði að það væri í þágu almannahagsmuna í Bandaríkjunum að fella ákærurnar niður. Utanríkishagsmunir vægju þyngra en hagsmunir þess að Cienfuegos yrði sóttur til saka. Þegar Cienfuegos var handtekinn í október vöruðu saksóknarar við því að mikil hætta væri á að hann flýði land og reyndi að notfæra sér sambönd sín við glæpagengið og aðra spillta embættismenn til að koma sér undan saksókn í Bandaríkjunum. Mike Vigil, fyrrverandi yfirmaður alþjóðamála hjá Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA), segir ákvörðun bandarískra yfirvalda ekkert annað en „gjöf“ Donalds Trump til Andrés Manuel López Obrador, forseta Mexíkó. Hún gæti verið fyrsta málið þar sem Trump beitir valdi sínu til að náða menn eða fella niður rannsóknir á lokavikum forsetatíðar sinnar. Bendir Vigil á að López Obrador hafi verið Trump undirgefinn í innflytjendamálum og hafi til þessa dregið að óska Joe Biden, verðandi forseta, til hamingju með kosningasigur sinn. Trump forseti hefur neitað að viðurkenna ósigur. „Líkurnar á að Cienfuegos verði sakfelldur í Mexíkó eru litlar sem engar,“ segir Vigil og vísar til þess að Cienfuegos sé vel tengdur í mexíkóskum stjórnmálum. Ebrard utanríkisráðherra neitaði því að samkomulagið tengdist nokkuð forsetakosningunum í Bandaríkjunum og yfirvofandi stjórnarskiptum í Bandaríkjunum.
Mexíkó Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Saka mexíkóska ráðherrann um mútuþægni og stórfellt fíkniefnasmygl Bandarískir saksóknarar saka fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um að hafa aðstoðað við smygl á þúsundum kílóa af fíkniefnum til Bandaríkjanna gegn mútum. 16. október 2020 23:19 Fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó handtekinn í Bandaríkjunum Bandaríska fíkniefnalögreglan (DEA) handtók Salvador Cienfuegos á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles í gær. 16. október 2020 07:55 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Saka mexíkóska ráðherrann um mútuþægni og stórfellt fíkniefnasmygl Bandarískir saksóknarar saka fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um að hafa aðstoðað við smygl á þúsundum kílóa af fíkniefnum til Bandaríkjanna gegn mútum. 16. október 2020 23:19
Fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó handtekinn í Bandaríkjunum Bandaríska fíkniefnalögreglan (DEA) handtók Salvador Cienfuegos á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles í gær. 16. október 2020 07:55