Heilsársleikskóli í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 18:35 ,,Markmið með sumaropnun er að koma til móts við óskir foreldra um að hafa leikskólann opinn í júlí og þannig auka möguleika á að foreldrar geti verið í sumarfríi á sama tíma og börn þeirra. Krafa um heilsársopnun er einnig í takt við nútíma samfélag, íslenskt atvinnulíf og rétt barna til að njóta sem flestra stunda með fjölskyldu sinni í fríi sínu.“ Þannig hefst bókun fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar miðvikudaginn 18. nóvember um opnun leikskóla bæjarins í júlí – heilsársleikskóli. Ákvörðun sem eykur orlofsvalfrelsi foreldra yfir sumarmánuðina sem vonandi leiðir af sér lengri og gæðameiri fjölskyldustundir. Ákvörðun sem styður betur hafnfirskar fjölskyldur sem fara strax á nýju ári að skipuleggja næsta sumar – ákvörðun sem bætir leikskólaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Ég hef sagt það áður að það er góð tilfinning fyrir kjörna fulltrúa þegar þeir finna fyrir áhuga og ástríðu íbúa fyrir þeim málum sem þeir vinna að. Ég hef líka sagt áður að það sé þakkarvert þegar foreldrar, íbúar og starfsmenn sveitarfélagsins leggja á sig mikla vinnu til að setja sig inn í mál, hvort sem það er til að gagnrýna eða styðja tiltekin málefni. Þannig er hægt að segja að allt frá því að málið var sett á dagskrá hefur farið fram fagleg og góð undirbúningsvinna, uppbyggileg og gagnrýnin umræða og víðtækt samráð haft við sérfræðinga og þá sem nýta þjónustuna. Starfshópur var skipaður af starfsmönnum, stjórnendum, foreldrum, starfsmönnum mennta- og lýðheilsusviðs og kjörnum fulltrúum sem fjölluðu um allar þær vangaveltur og ábendingar sem komu upp um málið. Aukið valfrelsi eykur lífsgæði fjölskyldna, gefur fjölskyldum betra tækifæri til að eyða sínu sumarfríi sem ein heild. Aukið valfrelsi gefur starfsmönnum meira svigrúm til að eyða sínu sumarfríi eins og þeim og þeirra fjölskyldu hentar best. Mikil breyting hefur orðið á faglegu starfi innan leikskóla í landinu á undanförnum árum, á meðan þjónustan hefur ekki tekið breytingum miðað við það nútíma samfélag sem við búum við í dag. Kröfur atvinnulífsins hafa breyst, þær eru orðnar meiri og ítarlegri með tilheyrandi auknu álagi á fjölskyldur. Í ljósi COVID tíma eykst þetta álag til muna. Það er því eðlilegt og nauðsynlegt að Hafnarfjarðarbær auki þjónustu sína og stuðning í takt við aukið álag á barnafjölskyldur. Þá stendur eftir að þessar breytingar eru framfarir fyrir foreldra, forráðamenn og starfsfólk leikskóla Hafnarfjarðarbæjar. Þessar breytingar auka valfrelsi, lífsgæði og þjónustu. Það er mikil blessun fyrir Hafnarfjarðarbæ að eiga jafn faglegt, drífandi og dásamlegt starfsfólk á leikskólum bæjarins. Forréttindi sem einkenna Hafnarfjörð og setja bæinn í fremstu röð. Margrét Vala Marteinsdóttir Greinarhöfundur er varaformaður fræðsluráðs Hafnafjarðarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
,,Markmið með sumaropnun er að koma til móts við óskir foreldra um að hafa leikskólann opinn í júlí og þannig auka möguleika á að foreldrar geti verið í sumarfríi á sama tíma og börn þeirra. Krafa um heilsársopnun er einnig í takt við nútíma samfélag, íslenskt atvinnulíf og rétt barna til að njóta sem flestra stunda með fjölskyldu sinni í fríi sínu.“ Þannig hefst bókun fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar miðvikudaginn 18. nóvember um opnun leikskóla bæjarins í júlí – heilsársleikskóli. Ákvörðun sem eykur orlofsvalfrelsi foreldra yfir sumarmánuðina sem vonandi leiðir af sér lengri og gæðameiri fjölskyldustundir. Ákvörðun sem styður betur hafnfirskar fjölskyldur sem fara strax á nýju ári að skipuleggja næsta sumar – ákvörðun sem bætir leikskólaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Ég hef sagt það áður að það er góð tilfinning fyrir kjörna fulltrúa þegar þeir finna fyrir áhuga og ástríðu íbúa fyrir þeim málum sem þeir vinna að. Ég hef líka sagt áður að það sé þakkarvert þegar foreldrar, íbúar og starfsmenn sveitarfélagsins leggja á sig mikla vinnu til að setja sig inn í mál, hvort sem það er til að gagnrýna eða styðja tiltekin málefni. Þannig er hægt að segja að allt frá því að málið var sett á dagskrá hefur farið fram fagleg og góð undirbúningsvinna, uppbyggileg og gagnrýnin umræða og víðtækt samráð haft við sérfræðinga og þá sem nýta þjónustuna. Starfshópur var skipaður af starfsmönnum, stjórnendum, foreldrum, starfsmönnum mennta- og lýðheilsusviðs og kjörnum fulltrúum sem fjölluðu um allar þær vangaveltur og ábendingar sem komu upp um málið. Aukið valfrelsi eykur lífsgæði fjölskyldna, gefur fjölskyldum betra tækifæri til að eyða sínu sumarfríi sem ein heild. Aukið valfrelsi gefur starfsmönnum meira svigrúm til að eyða sínu sumarfríi eins og þeim og þeirra fjölskyldu hentar best. Mikil breyting hefur orðið á faglegu starfi innan leikskóla í landinu á undanförnum árum, á meðan þjónustan hefur ekki tekið breytingum miðað við það nútíma samfélag sem við búum við í dag. Kröfur atvinnulífsins hafa breyst, þær eru orðnar meiri og ítarlegri með tilheyrandi auknu álagi á fjölskyldur. Í ljósi COVID tíma eykst þetta álag til muna. Það er því eðlilegt og nauðsynlegt að Hafnarfjarðarbær auki þjónustu sína og stuðning í takt við aukið álag á barnafjölskyldur. Þá stendur eftir að þessar breytingar eru framfarir fyrir foreldra, forráðamenn og starfsfólk leikskóla Hafnarfjarðarbæjar. Þessar breytingar auka valfrelsi, lífsgæði og þjónustu. Það er mikil blessun fyrir Hafnarfjarðarbæ að eiga jafn faglegt, drífandi og dásamlegt starfsfólk á leikskólum bæjarins. Forréttindi sem einkenna Hafnarfjörð og setja bæinn í fremstu röð. Margrét Vala Marteinsdóttir Greinarhöfundur er varaformaður fræðsluráðs Hafnafjarðarbæjar.
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar