Lagt til að hámarkshraði í þéttbýli verði lækkaður í 30 km/klst Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 18:41 Andrés Ingi Jónsson, hyggst leggja fram frumvarp til breytinga á umferðarlögum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lagt er til að hámarkshraði í þéttbýli verði lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund í nýju frumvarpi. Þingmaður segir málið snúast bæði um öryggi og umhverfið. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, sendi frumvarpið á þingmenn í dag í leit að meðflutningi og hyggst leggja það fram á næstu dögum. Í því er helst lagt til hámarksökuhraði í þéttbýli verði lækkaður úr 50 í 30 kílómetra á klukkustund. „En þó þannig að sveitarfélög geti ákveðið innan þéttbýlismarka að hafa hærri hraða ef aðstæður leyfa,“ segir Andrés. Samkvæmt frumvarpinu yrði ákvörðun um hámarkshraða færð í hendur sveitarfélaga. Andrés telur það til bóta og vísar til nýlegrar umræðu um ökuhraða á Hringbraut. „Reykjavíkurborg þurfti að togast svolítið á við Vegagerðina þegar íbúar kölluðu eftir lækkun á hámarkshraða. Ef þetta frumvarp væri orðið að lögum væri sönnunarbyrðin öfug og það þyrfti alltaf að miða hraðabreytingar út frá öryggi vegfarenda og sérstaklega þeirra viðkvæmustu; gangandi vegfarernda.“ Hámarkshraði á Hringbraut var lækkaður niður í 40 km/klst á síðasta ári eftir að ekið var á barn á gatnamótunum við Meistaravelli. Vísir/Kolbeinn Tumi Aðspurður um áhrif á umferðarhraða segir hann málið ekki snúast um að lækka hraða á öllum götum niður í þrjátíu. „Þetta snýst bara um að það þurfi að réttlæta hærri hraða.“ Einnig er lagt til að heimild í umferðarlögum fyrir 110 kílómetra hraða á vissum vegum verði felld brott og að hraði á bílastæðum verði lækkaður niður í 10 km/klst. Andrés segir málið snúast um umferðaröryggi og loftgæði og vísar í þróun erlendis. Svíar hafi til að mynda verið að lækka ökuhraða til að draga úr slysum. „Og bara á þessu ári hefur til dæmis verið ákveðið bæði á Spáni og í Hollandi að lækka hraða niður í 30 km/klst eins og ég er að leggja til.“ Alþingi Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Lagt er til að hámarkshraði í þéttbýli verði lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund í nýju frumvarpi. Þingmaður segir málið snúast bæði um öryggi og umhverfið. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, sendi frumvarpið á þingmenn í dag í leit að meðflutningi og hyggst leggja það fram á næstu dögum. Í því er helst lagt til hámarksökuhraði í þéttbýli verði lækkaður úr 50 í 30 kílómetra á klukkustund. „En þó þannig að sveitarfélög geti ákveðið innan þéttbýlismarka að hafa hærri hraða ef aðstæður leyfa,“ segir Andrés. Samkvæmt frumvarpinu yrði ákvörðun um hámarkshraða færð í hendur sveitarfélaga. Andrés telur það til bóta og vísar til nýlegrar umræðu um ökuhraða á Hringbraut. „Reykjavíkurborg þurfti að togast svolítið á við Vegagerðina þegar íbúar kölluðu eftir lækkun á hámarkshraða. Ef þetta frumvarp væri orðið að lögum væri sönnunarbyrðin öfug og það þyrfti alltaf að miða hraðabreytingar út frá öryggi vegfarenda og sérstaklega þeirra viðkvæmustu; gangandi vegfarernda.“ Hámarkshraði á Hringbraut var lækkaður niður í 40 km/klst á síðasta ári eftir að ekið var á barn á gatnamótunum við Meistaravelli. Vísir/Kolbeinn Tumi Aðspurður um áhrif á umferðarhraða segir hann málið ekki snúast um að lækka hraða á öllum götum niður í þrjátíu. „Þetta snýst bara um að það þurfi að réttlæta hærri hraða.“ Einnig er lagt til að heimild í umferðarlögum fyrir 110 kílómetra hraða á vissum vegum verði felld brott og að hraði á bílastæðum verði lækkaður niður í 10 km/klst. Andrés segir málið snúast um umferðaröryggi og loftgæði og vísar í þróun erlendis. Svíar hafi til að mynda verið að lækka ökuhraða til að draga úr slysum. „Og bara á þessu ári hefur til dæmis verið ákveðið bæði á Spáni og í Hollandi að lækka hraða niður í 30 km/klst eins og ég er að leggja til.“
Alþingi Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira