Bréf til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og Fræðsluráðs vegna sumaropnunar leikskóla Elísabet Karlsdóttir og Linda Björk Halldórsdóttir skrifa 25. nóvember 2020 15:00 Við aðstoðarleikskólastjórar í Hafnarfirði höfum ekki verið áberandi í umræðunni um sumaropnun leikskóla en hún hefur ítrekað verið rædd í okkar hópi og almennt hefur komið fram mikil óánægja með þessar fyrirætlanir. Fulltrúar leikskólastjóra hafa komið á fund kjörinna fulltrúa og sett fram fagleg rök sem stríða gegn sumaropnun og erum við undirritaðar sammála þessum rökum og deilum áhyggjum þeirra af faglegu starfi leikskólanna og afkomu þeirra sem stofnanna. Þessi rök ættu að vera öllum sem í bæjarstjórn sitja ljós og því ætlum við ekki að tíunda þau í þessu bréfi. Aðstoðarleikskólastjórar sinna ýmsum hlutverkum innan leikskólanna og eru þau meðal annars fólgin í því að skipuleggja mönnun dagsins, styðja við deildirnar, leysa af matartíma starfsmanna þegar þess þarf ásamt því að sinna ýmsum stjórnunarlegum verkefnum í samvinnu við leikskólastjóra. Okkur undirrituðum finnst gaman í vinnunni og finnst við vera heppnar að fá að vera í samskiptum við frábært samstarfsfólk og öll þessi yndislegu börn. Við berum hag þessara tveggja framangreinda hópa fyrir brjósti og viljum að leikskólar bjóði þeim nærandi, uppbyggjandi og lærdómsríkar starfsaðstæður. Önnur okkar sat samstarfshóp skipaðan fagmönnum í leikskólamálum skólaárið 2018-2019 um bættar starfsaðstæður í leikskólum og setti hópurinn fram ýmsar tillögur sem eru til þess fallnar að bæta umhverfi barna og starfsmanna í leikskólum í Hafnarfirði. Í þessum tillögum er hvergi minnst á sumaropnun. Á þeim tíma sem fræðsluyfirvöld og kjörnir fulltrúar hefðu átt að vera að leita leiða til þess að verða við tillögum starfshópsins komu fram fyrirætlanir um sumaropnun sem hafa sett leikskólasamfélagið í Hafnarfirði á hvolf. Allir leikskólastjórar hafa lýst yfir óánægju sinni með sumaropnun og um 400 starfsmenn leikskóla hafa skrifað undir lista þar sem sumaropnun er mótmælt. Í gær komu félögin FL, FSL og Hlíf fram og skoruðu á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðun um sumaropnun. Næg fagleg rök eru gegn sumaropnun og virðist hún ekki henta starfi leikskólanna. Ákvörðunin um sumaropnun virðist hafa verið tekin með hagsmuni atvinnurekanda foreldra að leiðarljósi. Nú er okkur spurn, er ekki kominn tími fyrir ykkur til þess að hlusta á allt þetta fólk sem hefur sérhæft sig í menntun barna og leikskólamálum? Höfundar eru aðstoðarleikskólastjórar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Við aðstoðarleikskólastjórar í Hafnarfirði höfum ekki verið áberandi í umræðunni um sumaropnun leikskóla en hún hefur ítrekað verið rædd í okkar hópi og almennt hefur komið fram mikil óánægja með þessar fyrirætlanir. Fulltrúar leikskólastjóra hafa komið á fund kjörinna fulltrúa og sett fram fagleg rök sem stríða gegn sumaropnun og erum við undirritaðar sammála þessum rökum og deilum áhyggjum þeirra af faglegu starfi leikskólanna og afkomu þeirra sem stofnanna. Þessi rök ættu að vera öllum sem í bæjarstjórn sitja ljós og því ætlum við ekki að tíunda þau í þessu bréfi. Aðstoðarleikskólastjórar sinna ýmsum hlutverkum innan leikskólanna og eru þau meðal annars fólgin í því að skipuleggja mönnun dagsins, styðja við deildirnar, leysa af matartíma starfsmanna þegar þess þarf ásamt því að sinna ýmsum stjórnunarlegum verkefnum í samvinnu við leikskólastjóra. Okkur undirrituðum finnst gaman í vinnunni og finnst við vera heppnar að fá að vera í samskiptum við frábært samstarfsfólk og öll þessi yndislegu börn. Við berum hag þessara tveggja framangreinda hópa fyrir brjósti og viljum að leikskólar bjóði þeim nærandi, uppbyggjandi og lærdómsríkar starfsaðstæður. Önnur okkar sat samstarfshóp skipaðan fagmönnum í leikskólamálum skólaárið 2018-2019 um bættar starfsaðstæður í leikskólum og setti hópurinn fram ýmsar tillögur sem eru til þess fallnar að bæta umhverfi barna og starfsmanna í leikskólum í Hafnarfirði. Í þessum tillögum er hvergi minnst á sumaropnun. Á þeim tíma sem fræðsluyfirvöld og kjörnir fulltrúar hefðu átt að vera að leita leiða til þess að verða við tillögum starfshópsins komu fram fyrirætlanir um sumaropnun sem hafa sett leikskólasamfélagið í Hafnarfirði á hvolf. Allir leikskólastjórar hafa lýst yfir óánægju sinni með sumaropnun og um 400 starfsmenn leikskóla hafa skrifað undir lista þar sem sumaropnun er mótmælt. Í gær komu félögin FL, FSL og Hlíf fram og skoruðu á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðun um sumaropnun. Næg fagleg rök eru gegn sumaropnun og virðist hún ekki henta starfi leikskólanna. Ákvörðunin um sumaropnun virðist hafa verið tekin með hagsmuni atvinnurekanda foreldra að leiðarljósi. Nú er okkur spurn, er ekki kominn tími fyrir ykkur til þess að hlusta á allt þetta fólk sem hefur sérhæft sig í menntun barna og leikskólamálum? Höfundar eru aðstoðarleikskólastjórar í Hafnarfirði.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar